miðvikudagur, 20. desember 2006

Jæja gott fólk

Jæja þá erum við bara að fara að koma heim. Það verður lent í drulluvík kl 00:10 aðfaranótt föstudagsins 22. desember. Það er verið að ganga frá þessu helsta, þrífa föt, klára síðasta daginn í skólanum, þrífa íbúðina og pakka. Þessi vikar er búin að vera róleg hjá Kristínu en ég er búinn að sitja sveittur í skólanum að klára lokavekefnið okkar sem er búið og skilum við á morgun kl 1200. Það verður fínt að klára þetta og kíkja heim á klakann í 2 vikur. En held aða það sé bara málið að kveðja í bili og reikna ég ekki með því að við póstum blogg fyrr en á nýju ári, shit það er að koma 2007 djö... er maður orðinn gamall. En ég vil bara fyrir hönd okkar beggja óska ykkur lesendnum gleðilegra jóla!


Jólakveðjur frá Danmörku

1 Ummæli:

Þann 22.12.06 , Anonymous Nafnlaus sagði...

I understand your frustration about classic telephone , but chill it isn't good for your blood pressure.

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim