fimmtudagur, 22. febrúar 2007

...og þá snjóaði

Nú held ég að það sé málið að hlæja aðeins af þessum blessuðu Dönum. Síðustu 2 daga hefur verið svokallaður "snestorm" hjá okkur. Þegar ég tala um "snestorm" þá erum við að tala um 10 cm fallinn snjór á jörðini. Þegar snjóar svona þá fer bara allt í kraðak. Danmörk er land á norðurhjara veraldar og maður myndi halda að þeir vita hvað snjór er, en nei það er eins og þeir hafi aldrei keyrt í snjó hvað þá hjólað! Tókum t.d. morgunin í dag vanarlega er ég um 30-35 mín í skólan en í morgun þá tók það upp í 1 1/2 tíma að komast. Ekki gekk blessaði strætóinn og voru u.þ.b 1000 manns á undan mér í Undergroundið sem er bæ þe vei líka í hakki þegar það snjóar, því það álpast til að fara upp við Forum og það þýðir bara vesen. Jeg spyr, afhverju að hafa underground sem fer upp og getur ekki gengið í snjó???? Síðan er það blessaða lestarkefið. Kristín tekur alltaf lestina í vinnuna og það tók hana 2 tíma að komast í vinnuna. Það tekur hana svona uþb 45 á venjulegum degi!! Þegar ég fór heim úr skólanum tók ég eftir því að þeir væri búnir að aflýsa flest öllum lestunum í dag!! En það er eitt sem getur glatt mann á svona snjó degi og það er hjólafólkið. Það er yndislega gaman að horfa á Danina detta í hálkuni. Hver hjólar í hálku? En ég ætla að láta þetta næja að sinni!

mánudagur, 19. febrúar 2007

Jeg splæzi!

Jæja hvað segið þið gott? Maður veit nú eiginlega ekki hvar maður á að byrja. Byrjum bara á því að óska Jölla til hamingju með nýja árið í Kína, ár svínsins að renna í garð ef ég man rétt!
Já við hjúin áttum 3 ára afmæli í síðustu viku. Ákváðum við að skella okkur á þriðjudaginn út að borða á Det Lille Apotek, fengum þessa dýrindis máltíð, mega gott og næs. Við áttum reyndar ekki afmæli fyrr en á miðvikudaginn en þá fórum við á handboltaleik. Sturla frændi er að spila með Aarhus og voru þeir að spila á móti Ajax Heros. Þetta var fínasti leikur og unnu Aarhus með 3 mörkum og setti Stulli 1 mark, átti nú að setja fleiri en svona er þetta! Síðan þegar við komum heim þá var kallinn búinn að gera osta og svona reddy, maður var góður við Kristínu!
Síðan á fimtudaginn kom Himmi í heimsókn og var það heljarinnar skemmtun. Við byrjuðum á því að rölta í bænum með Gussa í bandi og Himmi keypti sér þessa forlátu LA Lakers skó sem hægt er að sjá í "nýja myndaalbúminu". Síðan kynntum við Himma fyrir Kollegíbarnum og er hægt að segja að hann hafi staðist væntingar hans. Síðan á föstudaginn kíktum við í Carlsbergsafnið á föstudaginn ásamt Gussa og Hödda og var það bara gaman, eftir túrinn þá getur maður smakkað hinar ýmsar gerðir af bjór sem þeir framleiða og rann hann ekki nógu vel ofaní strákana og þurfti ég að draga þá alla í land nema Hödda! Síðan um kvöldið kíktum við með Himma niður í bæ og joinaði Sigga Hrönn okkur og var það fínasta skemmtun! Á laugardagskvöldið var haldið Bjórkvöld IF Guðrúnar á Eyrarsundsgarðinum og vorum við mætt á svæðið, maður tók að sér söluna og var það jafnlétt og að selja vatn í Sahara! En það var mikið húllumhæ og átti Kristín móment kvöldsins þegar nafnið hennar var dregið upp úr hatti af 50 nöfnum og vann konan 2 flugmiða fram og til baka til Íslands, vægast sagt mega næs!!! Við Himmi tókum okkur síðan til og tókum túsristarúntinn á þetta á sunnudaginn og fórum á þessa helstu staði og kíktum við strákarnir á skauta og erum við ekkert mega góðir á þeim, ég er þó skömminni skárri en Himmi á þeim, ég náði að detta 2 og það er ekki gott að detta á skautum!!!!! En já, þetta er það helsta sem er búið að vera að gerast hjá okkur undanfarnar vikur og held ég að ef ég hef þetta eitthvað lengra þá nennið þið ekkert að lesa þetta.

Nú er málið að kveðja og henda í eina krabbastöðu!!!

sunnudagur, 4. febrúar 2007

Ekki vorkenni jeg baunanum!

Jæja það er nú langt um liðið síðan við blogguðum eitthvað síðast og þar að leiðandi er margt búið að gerast! Það sem stendur kannski upp úr hérna jafnt sem heima á klakanum er HM í handbolta. Það er hægt að segja að Danirnir eru yfirlýsinga glaðir! Þegar þeir sáu að þeir myndu fá okkur í 8 liða úrslit, þá voru þeir komnir í úrslit. Eina spurningin var hvort þeir myndu mæta Frökkum eða Króötum! Jeg ætla ekki að tala um Íslandsleikinn því þá verð ég bara pirraður. En ég get sat að ég hafi ekki vorkennd baunanum þegar Prins Polo sló þá út!! Go Polski, var gríðarlega sáttur við þá. En það kom ekki mikið á óvart að þýskinn tók þetta.

Það er marg annað búið að gerast hér í Danmörku og hér er það helsta:
-Við erum búinn að kaupa okkur far heim um páskana.
-Fórum i útskrifarveislu til Steinu vinkonu Hrafnhildar (systir Kristínar) og var það mjög gaman.
-Himmi og Palli eru að koma út 15 - 18 febrúar. Palli ekkert væl, fara að panta.
-Jeg (Oddur) er að fara til Lúxenburg um næstu helgi að passa, já ég er að fara að passa og verður það gaman.
-Skólin gengur sinn vanagang og bíð ég spenntur eftir sumrinu.
-Kristín er alltaf á fullu í vinnuni.
-Kallinn er að gera það gott í handboltanum, spurning hvort að FCK fari að láta í sér heyra.
-Línan fyrir ofan er grín, hahaha.

En já þá er allt þetta helsta talið upp og ég er sennilega að gleyma einhverju. Ef svo er þá verður það bara að vera.

Venlig Hilsen
Íbúðaleigjendur á Eyrarsundsgarðinum.