...og þá snjóaði
Nú held ég að það sé málið að hlæja aðeins af þessum blessuðu Dönum. Síðustu 2 daga hefur verið svokallaður "snestorm" hjá okkur. Þegar ég tala um "snestorm" þá erum við að tala um 10 cm fallinn snjór á jörðini. Þegar snjóar svona þá fer bara allt í kraðak. Danmörk er land á norðurhjara veraldar og maður myndi halda að þeir vita hvað snjór er, en nei það er eins og þeir hafi aldrei keyrt í snjó hvað þá hjólað! Tókum t.d. morgunin í dag vanarlega er ég um 30-35 mín í skólan en í morgun þá tók það upp í 1 1/2 tíma að komast. Ekki gekk blessaði strætóinn og voru u.þ.b 1000 manns á undan mér í Undergroundið sem er bæ þe vei líka í hakki þegar það snjóar, því það álpast til að fara upp við Forum og það þýðir bara vesen. Jeg spyr, afhverju að hafa underground sem fer upp og getur ekki gengið í snjó???? Síðan er það blessaða lestarkefið. Kristín tekur alltaf lestina í vinnuna og það tók hana 2 tíma að komast í vinnuna. Það tekur hana svona uþb 45 á venjulegum degi!! Þegar ég fór heim úr skólanum tók ég eftir því að þeir væri búnir að aflýsa flest öllum lestunum í dag!! En það er eitt sem getur glatt mann á svona snjó degi og það er hjólafólkið. Það er yndislega gaman að horfa á Danina detta í hálkuni. Hver hjólar í hálku? En ég ætla að láta þetta næja að sinni!