Ekki vorkenni jeg baunanum!
Jæja það er nú langt um liðið síðan við blogguðum eitthvað síðast og þar að leiðandi er margt búið að gerast! Það sem stendur kannski upp úr hérna jafnt sem heima á klakanum er HM í handbolta. Það er hægt að segja að Danirnir eru yfirlýsinga glaðir! Þegar þeir sáu að þeir myndu fá okkur í 8 liða úrslit, þá voru þeir komnir í úrslit. Eina spurningin var hvort þeir myndu mæta Frökkum eða Króötum! Jeg ætla ekki að tala um Íslandsleikinn því þá verð ég bara pirraður. En ég get sat að ég hafi ekki vorkennd baunanum þegar Prins Polo sló þá út!! Go Polski, var gríðarlega sáttur við þá. En það kom ekki mikið á óvart að þýskinn tók þetta.
Það er marg annað búið að gerast hér í Danmörku og hér er það helsta:
-Við erum búinn að kaupa okkur far heim um páskana.
-Fórum i útskrifarveislu til Steinu vinkonu Hrafnhildar (systir Kristínar) og var það mjög gaman.
-Himmi og Palli eru að koma út 15 - 18 febrúar. Palli ekkert væl, fara að panta.
-Jeg (Oddur) er að fara til Lúxenburg um næstu helgi að passa, já ég er að fara að passa og verður það gaman.
-Skólin gengur sinn vanagang og bíð ég spenntur eftir sumrinu.
-Kristín er alltaf á fullu í vinnuni.
-Kallinn er að gera það gott í handboltanum, spurning hvort að FCK fari að láta í sér heyra.
-Línan fyrir ofan er grín, hahaha.
En já þá er allt þetta helsta talið upp og ég er sennilega að gleyma einhverju. Ef svo er þá verður það bara að vera.
Venlig Hilsen
Íbúðaleigjendur á Eyrarsundsgarðinum.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim