Jeg splæzi!
Jæja hvað segið þið gott? Maður veit nú eiginlega ekki hvar maður á að byrja. Byrjum bara á því að óska Jölla til hamingju með nýja árið í Kína, ár svínsins að renna í garð ef ég man rétt!
Já við hjúin áttum 3 ára afmæli í síðustu viku. Ákváðum við að skella okkur á þriðjudaginn út að borða á Det Lille Apotek, fengum þessa dýrindis máltíð, mega gott og næs. Við áttum reyndar ekki afmæli fyrr en á miðvikudaginn en þá fórum við á handboltaleik. Sturla frændi er að spila með Aarhus og voru þeir að spila á móti Ajax Heros. Þetta var fínasti leikur og unnu Aarhus með 3 mörkum og setti Stulli 1 mark, átti nú að setja fleiri en svona er þetta! Síðan þegar við komum heim þá var kallinn búinn að gera osta og svona reddy, maður var góður við Kristínu!
Síðan á fimtudaginn kom Himmi í heimsókn og var það heljarinnar skemmtun. Við byrjuðum á því að rölta í bænum með Gussa í bandi og Himmi keypti sér þessa forlátu LA Lakers skó sem hægt er að sjá í "nýja myndaalbúminu". Síðan kynntum við Himma fyrir Kollegíbarnum og er hægt að segja að hann hafi staðist væntingar hans. Síðan á föstudaginn kíktum við í Carlsbergsafnið á föstudaginn ásamt Gussa og Hödda og var það bara gaman, eftir túrinn þá getur maður smakkað hinar ýmsar gerðir af bjór sem þeir framleiða og rann hann ekki nógu vel ofaní strákana og þurfti ég að draga þá alla í land nema Hödda! Síðan um kvöldið kíktum við með Himma niður í bæ og joinaði Sigga Hrönn okkur og var það fínasta skemmtun! Á laugardagskvöldið var haldið Bjórkvöld IF Guðrúnar á Eyrarsundsgarðinum og vorum við mætt á svæðið, maður tók að sér söluna og var það jafnlétt og að selja vatn í Sahara! En það var mikið húllumhæ og átti Kristín móment kvöldsins þegar nafnið hennar var dregið upp úr hatti af 50 nöfnum og vann konan 2 flugmiða fram og til baka til Íslands, vægast sagt mega næs!!! Við Himmi tókum okkur síðan til og tókum túsristarúntinn á þetta á sunnudaginn og fórum á þessa helstu staði og kíktum við strákarnir á skauta og erum við ekkert mega góðir á þeim, ég er þó skömminni skárri en Himmi á þeim, ég náði að detta 2 og það er ekki gott að detta á skautum!!!!! En já, þetta er það helsta sem er búið að vera að gerast hjá okkur undanfarnar vikur og held ég að ef ég hef þetta eitthvað lengra þá nennið þið ekkert að lesa þetta.
Nú er málið að kveðja og henda í eina krabbastöðu!!!
2 Ummæli:
Takk fyrir góða helgi vinur. Þú ert frábær í krabbanum! :)
þetta var rosalega gott, rosa gott
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim