miðvikudagur, 27. júní 2007

Á leiðini á Hróarskeldu

Já það hefur ekki farið fram hjá neinum Íslendingi að kjallinn í afmæli í dag! Það er um að gera að flagga því hverju maður fékk í pakkann fraá konuni!

þriðjudagur, 26. júní 2007

27-06-07

Hann á afmæli í dag,
hann á afmæli í dag,
hann á afmæli hann Oddur,
hann á afmæli í dag.

Hann er tuttuguogþriggja ára í dag,
hann er tuttuguogþriggja ára í dag,
hann er tuttuguogþriggja ára hann Oddur,
hann er tuttuguogþriggja ára í dag!

föstudagur, 22. júní 2007

Blogg nr. 100

48 exam: Subject Interaction
Grade: 6

Þannig að kjallinn slefaði prófið og stóðs önnina!!

Nú er bara komið sumarfrí, allavega þangað til að ég fæ vinnu!!
Vonandi dettur það inn á mánudaginn!!

Ajauuuuuuu

miðvikudagur, 20. júní 2007

48 hour exem

Subject: Interaction
Exam time: Friday 11:40

Nú þarf kjallinn að fara læra!

þriðjudagur, 12. júní 2007

Blogg nr. 98

Eins og titillinn gefur til kynna þá er þetta blogg númar 98 síðan við hjúin fluttum til danaveldis. Jeg nenni ekki að fara út í einhverja reiknikúnstir en ef einhver nennir þá fluttum við út um 20. janúar 2006.
Það er nú slatti búinn að gerast hjá okkur síðan við komum frá UK. Kallinn kominn með nýja klillu eins og glöggir menn sáu og Kristín er allllllltaf í vinnuni en það fer nú að skyttast í að hún byrji í skólanum og getur stúlkan ekki beðið og ég ekki heldu. Það er orðið soldið þreytt að vera alltaf einn heims fram á kvöld. En það lagast allt í byrjun ágúst. Anna Lára og Höddi eru flutt heim þannig að við sitjum uppi með Gussa þessa dagana en þar sem hann er búinn að láta sig hverfa til að skrifa þá sitjum við eiginlega upp með hvort annað bara!
Hópurinn minn í skólanum skilaði af sér verkefninu okkar 1. júní og var síðan prófað úr öllu draslinu í gær og fékk ég 7 í einkun. Er svo sem allveg sáttur við það en ég fékk 1 heilan í lækkun af því ég svaraði bara spurningunum, talaði ekkert meira en það, góð ástæða!!! Maður á eftir að fara í 1. próf í viðbót og er það svo kallað 48 tíma próf og er það ekkert fyrr en 20 júní.
Við tókum síðan þátt í Synoptik golfmóti á sunnudaginn var og gekk það líka svona vel. Allavega unnum við hjúin bæði í okkar flokkum og fengum bikar og læti. Kristín þurfti reyndar að fara í bráðabana við einhverja steik en hún tók hann easy bara.
Eins og staðan er í dag þá er maður ekki kominn með vinnu en við vonum að það skýrist endalega í þessari viku, annars þarf maður að fara hugsa sig um að fara heim og vinna. Reyni samt allt sem í mínu valdi stendur til að þurfa að fara ekki heim í sumar. Vill frekar vera í DK.
Hitinn í danaveldi er óbærinlegur þessa dagana og er búinn að vera um 30 gráður og er það ekkert grín að vera í þessum hita. Maður er að bráðna allan daginn og er verkamannatan búið að öðlast nýjar víddir á stráknum. Síðan styttist nátturulega í afmælið mitt og þarf fólk að fara hugsa sig um að fara senda pakkana. Er þá ekki rétt að henda inn smá óskalita hérna. Ósoma bolir (ég á Rock and Rolla og Sviðasulta), Svartir Converse skór, Takka skór (puma), Canon E400 myndavél, Ramma utan um myndina sem við keyptum í UK. Þetta er það helsa bara en fólk má svo sem senda mér hvað sem er!!! En ég held að ég ætla að láta þetta gott heita en endum á einni mynd af kjallinum. Eins og ég sagði hefur verkamannatan öðlast nýjar víddir!!

mánudagur, 4. júní 2007

Ný klipptur kjallinn

föstudagur, 1. júní 2007

Bretlandsför

Jæja þá er um að gera að skrifa eitthvað um þessa Bretlandsför okkar hjúa. Þetta byrjaði allt að kvöldi 24. maí (afmælisdags Guðjóns bróður og Eric Cantona og til hamingju með það báðir 2) þegar haldið var út á Kastrup flugvöll með leigubíl. Á Kastrup var enginn röð, aldrei þessu vant og gekk þetta allt eins og í sögu. Síðan var flogið á Stansted þar sem Dagbjört tók á móti okkur. Eins og lesendur hafa tekið eftir hitti ég Anton Ferdinand þar og urðum við góðir félagar. Það var gaman að sjá Dagbjörtu standa þarna og mætti halda að þær systur höfðu ekki séð hvor aðra í áratug eða svo. Síðan var haldið upp til Peterborough og tók það um 3 tíma að komast þangað, því bíllinn var í einhverr brasi (mega öruggt allt saman). Þar sem við komum frekar seint þá var bara haldið í beddann.
Á föstudeginum fórum við síðan á stað sem heitir Stamford og er einhver gamall bær þarna hjá Peterborough frekar fallegur og gamall breskur bær. Ætluðum við okkur að kíkja í eitthvað óðalssetur þarna en því miður var það lokað. Um kvöldið var síðan haldin veisla heima hjá Dagbjörtu og Matt og var boðið upp á Fahjitas með ölli tilheyrandi. Eftir matinn komu síðan Tinna og Jason og fóru stelpurinar í einhvera kokteila á meðan strákarnir fóru í bjórinn og var aðsjálfsögðu aðeins kíkt á boltan sem var í kassanum. Eftir öll herlegheitin var síðan haldið á hverfisbarinn (nei ekki sem er á Íslandi) og þar var aðeins fengið sér í tánna og spilað smá pool. Frekar fyndinn Ástrali sem á þann bar en hann var mega die hard Man Utd fan og fær hann glymrandi respect fyrir það.
Laugardagurinn var svo tekinn snemma því það var búið að bjóða okkur í partý hjá frænku Matt í York. Við fórum þanngað ásamt bróður Matt og var þetta mega næs för. Við komum til York um 2 leytið og spókuðum okkur aðeins um í bænum, sem er frekar flottur ef ég á að segja sjálfur frá. Smá munur að vera á þessum stöðum heldur en í London, ekki alveg sami fýlingur en að mínu mati betri. Partyið byrjaði síðan um 7 leytið og var mikið drukkið og trallað. Matt og jeg vorum síðan settir í rúmmið um 2 leytið af stúlkunum en við létum það ekki stopa okkur og fórum aftur í bjórinn þangað til að ég var endalega settur í rúmið af Kristínu en Matt var manna lengs að drekka og sást það alveg á honum morgunin eftir.
Við röltum síðan aðeins meira um York á sunnudeginum áður en haldið var aftur niður til Peterborough og var sunnudagurinn tekinn rólega. Við láum eins og haugar fram á kvöld þangað til við föttuðum að við vorum öll orðin frekar svöng og var þá skundað á KFC til að ná í einhvern mat. Þegar allir voru mettir og fínir var síðan haldið á pöbbinn og 2-3 kaldið Guinness voru settir í magann.
Síðan á mánudeginum var haldið heim til Danaveldis á ný og gekk það líka svon frábærlega. Þannig til að draga þetta allt saman var þetta bara skemmtilegasta ferð í alla staði og þökkum við Dagbjörtu og Matt fyrir allt saman.
Það var nú ekki tekið mikið af myndum en þær allar sem voru teknar eru kominn inn í albúmið hérna hægra meginn og mæli ég með því að fólk kíki á þær enda mikið af flottum gömlum húsum sem voru filmuð í þessari ferð.