Strákahelgi
Það er óhætt að segja að síðasta helgi hafi byrjað snemma því á miðvikudagskvöldinu lentu Alí og Dóri á Kastrup og á fimmtudeginum fylgdi svo Palli í kjölfarið. Menn voru að flykkjast til Köben til að vera viðstaddir árshátíð Matarklúbbsins sem átti að halda með pompi og prakt á laugardeginum. Menn voru bara með 2 í huga þessa helgina og var það að versla og drekka danskan mjöð og var mikið gert af hvortveggja.
Jeg, Ali og Dóri kíktum nú aðeins út fyrir landsteinana á fimtudeginum og héldum yfir á sænska grund nánar til tekið til Malmö og var rölt þar um og verslað. Um kvöldið kom svo Páll og héldum við þá ásamt Kormáki niður í bæ og var helgin formlega sett í gang. Föstudagurinn fór svo eins og dagurinn á undan og var rölt niður á Strik þó svo að sumir menn hafi verið þunnari en aðrir og var haldið áfram að versla. Eftir daginn var síðan haldið til Komma og Kristínar þar sem mannskapurinn grillaði og hafði góða stund í einu hættulegasta hverfi Köben þessa dagana og var mönnum ekkert farið að lýtast á blikuna þegar það var búið að vera rafmagnslaust í 2 tíma. Eftir matinn og gleðina var síðan haldið niður í bæ og skemmt sér áfram.
Laugardagurinn var síðan sjálfur árshátíðar dagurinn sjálfur og var 2 manna sárt saknað þeirra hilmars og sölva en það þýddi ekki að þeir væru ekki með okkur í anda og síma. Á meðan sumir fóru að versla þá héldum við Palli og Kommi út á bát og skoðuðum Köben í nýju ljósi. Það er óhætt að segja að veður guðirnir hafi leikið vel um okkur því var magnað veður eiginlega alla helgina. Um kvöldið héldum við síðan á stað sem heitir Palace sem er á Nørregade, já eins og í laginu. Þar var setið og drukkið í 3 tíma fyrir klink. Eftir það var síðan ferðini áfram heitið á ölduhúsum Kaupmannahafnar fram á nótt.
Páll yfirgaf okkur svo snemma á sunnudeginum og hélt hann heim á klakan á meðan Ali og Dóri fóru ekki fyrr en á mánudeginum. Það var s.s ekki mikið gert annað á sunnudeginum heldur en að rölta um og bíða eftir að kíkja í tívolí um kvöldið því þetta var síðasti dagurinn sem það var opið. Það var margt um manninn í tívoli og var það gleðisveitin Nephew sem tróð upp með tilheyrandi látum og voru þeir mjög góðir. Mánudagurinn var síðan tekinn í verslun hjá strákunum og var verslað grimt. Það er leiðinlegt að vera með fólki að versla þegar maður getur það ekki sjálfur og á ég án efa eftir að láta Strikið vera næstu mánuðina!
Þetta var svona nettur pistill eftir helgina og þakka ég bara strákunum kærlega fyrir komuna og vona að þeir komi aftur sem fyrst og verða fleiri menn vonandi með í för þá.
ps. ég er kominn með leikheimild í BK Skjold og fer maður að spila vonandi bráðum.
Nú er bara málið að kveðja með bros á vör því FCK er að valta yfir Fredricia í bikarnum.