miðvikudagur, 26. september 2007

Strákahelgi

Það er óhætt að segja að síðasta helgi hafi byrjað snemma því á miðvikudagskvöldinu lentu Alí og Dóri á Kastrup og á fimmtudeginum fylgdi svo Palli í kjölfarið. Menn voru að flykkjast til Köben til að vera viðstaddir árshátíð Matarklúbbsins sem átti að halda með pompi og prakt á laugardeginum. Menn voru bara með 2 í huga þessa helgina og var það að versla og drekka danskan mjöð og var mikið gert af hvortveggja.

Jeg, Ali og Dóri kíktum nú aðeins út fyrir landsteinana á fimtudeginum og héldum yfir á sænska grund nánar til tekið til Malmö og var rölt þar um og verslað. Um kvöldið kom svo Páll og héldum við þá ásamt Kormáki niður í bæ og var helgin formlega sett í gang. Föstudagurinn fór svo eins og dagurinn á undan og var rölt niður á Strik þó svo að sumir menn hafi verið þunnari en aðrir og var haldið áfram að versla. Eftir daginn var síðan haldið til Komma og Kristínar þar sem mannskapurinn grillaði og hafði góða stund í einu hættulegasta hverfi Köben þessa dagana og var mönnum ekkert farið að lýtast á blikuna þegar það var búið að vera rafmagnslaust í 2 tíma. Eftir matinn og gleðina var síðan haldið niður í bæ og skemmt sér áfram.

Laugardagurinn var síðan sjálfur árshátíðar dagurinn sjálfur og var 2 manna sárt saknað þeirra hilmars og sölva en það þýddi ekki að þeir væru ekki með okkur í anda og síma. Á meðan sumir fóru að versla þá héldum við Palli og Kommi út á bát og skoðuðum Köben í nýju ljósi. Það er óhætt að segja að veður guðirnir hafi leikið vel um okkur því var magnað veður eiginlega alla helgina. Um kvöldið héldum við síðan á stað sem heitir Palace sem er á Nørregade, já eins og í laginu. Þar var setið og drukkið í 3 tíma fyrir klink. Eftir það var síðan ferðini áfram heitið á ölduhúsum Kaupmannahafnar fram á nótt.

Páll yfirgaf okkur svo snemma á sunnudeginum og hélt hann heim á klakan á meðan Ali og Dóri fóru ekki fyrr en á mánudeginum. Það var s.s ekki mikið gert annað á sunnudeginum heldur en að rölta um og bíða eftir að kíkja í tívolí um kvöldið því þetta var síðasti dagurinn sem það var opið. Það var margt um manninn í tívoli og var það gleðisveitin Nephew sem tróð upp með tilheyrandi látum og voru þeir mjög góðir. Mánudagurinn var síðan tekinn í verslun hjá strákunum og var verslað grimt. Það er leiðinlegt að vera með fólki að versla þegar maður getur það ekki sjálfur og á ég án efa eftir að láta Strikið vera næstu mánuðina!

Þetta var svona nettur pistill eftir helgina og þakka ég bara strákunum kærlega fyrir komuna og vona að þeir komi aftur sem fyrst og verða fleiri menn vonandi með í för þá.

ps. ég er kominn með leikheimild í BK Skjold og fer maður að spila vonandi bráðum.

Nú er bara málið að kveðja með bros á vör því FCK er að valta yfir Fredricia í bikarnum.

laugardagur, 22. september 2007

Pes sigur

Tók Ali Baba 2-1 í PES!! Hann getur ekki rassgat í pes!

fimmtudagur, 20. september 2007

long time no see!!!!

Sæl!!

Langt síðan maður hefur skrifað eitthvað hérna... Ég er enn þá á lífi og lifi lífinu vel. Ég er nú búin að gera margt síðan ég skrifaði síðast.
Fór til Íslands surprise þannig að þið sem ég hitti ekki, ekki taka það nærri ykkru því það var ekki mikill tími og ég mun láta ykkur vita næst þegar ég kem...
Mamma og pabbi komu líka í heimsókn eins og Oddur var búin að nefna og var þetta æðislegur tími. Borðað sofið, ég fór í skólann, mamma og pabbi versluðu mikið. Við leigðum okkur bíl og keyrðum til Hamborg og gistum þar eina nótt. Það var mjög fallegt þar, mjög mikið af fólki í bænum. Komumst ekki strax á réttan stað þar sem leigubílstjórinn sagði okkur að fara í öfuga átt. Lentum við í frekar athyglisverðu hverfi og aumingja pabbi sem dróst aðeins afturúr í fimm sekúndur var spruður að því hvort hann hefði ekki tíma í að kíkja upp á hótelherbergi með sér.... Pabbi sagðist þvi miður ekki hafa tíma og hljóp strax á eftir okkur. Greyið var svolítið skelkaður en hann hafði reyndar lent í þessu áður í Hong Kong en þá var hann leiðandi 6 ára dóttur sína og konu... Hann hlýtur bara að líta svona svakalega vingjarnlegur út eða að eiga mikla peninga hver veit.......
Við keyrðum síðan aðeins lengri leið heim og komum við á Himmelbjerget sem er stærsta "fjall" í Danmörku. Það rigndi ógeðslega mikið og við erum bara sátt við að hafa komist heim heilu að húfi.
Fórum í Carlsberg safnið, Dhl hlaup sem er keppnishlaup milli allra fyrirtækja í DK, það stendur yfir alla vikuna. Fórðum í vinnuna mína og pabbi fór í sjónpróf, pabbi var bara flottur á því og keypti sér ný gleraugu og ætlar mamma að vera aðalmaneskjan næst í búðinni og jafnvel kaupa sér gleraugu. Fórum í Christaníu, í Tívolí og svo lengi mætti telja. Þetta var æðislegur tími og vona ég að við gerum þetta einhvern tímann aftur...
Það er á planinu að ég komi heim á næstunni og mun ég láta ykkur vita þegar það verður ákveðið.
Vil ég nota tækifærið og óska Hrafnhildi systur minni til hamingju með daginn í gær.
Vil ég óska öllum til hamingju sem nenna að lesa þetta allt.

Þar til næst

Kveðja Kristín Edda

þriðjudagur, 18. september 2007

Bíddu?!?! Hefur'ðu aldrei farið á klakamót?!?!

Smá svona til að friða samviskuna og svo að sumir einstaklingar fara að þagna, einginn nöfn verða gefin upp (Ali og Dóri). Maður var um síðustu helgi í tímamóta bænum Horsens, skíta bær!! Vorum við Guðrúnarmenn að spila á hinu árlega klakamótinu. Við stóðum okkur vel á laugardeginum en skitum á okkur á sunnudeginum. Við duttum út á móti Óðsinsé í 8-liða úrslitum og eru menn að tala um Óðinsé grýlu enda 3 skiptið í röð sem við töpum á móti þeim. Maður var iðinn við kolana og setti allt 11 stykki mörk í 5 leikjum. Það er óhætt að segja að þetta hafi verið frekar gaman og var þetta mitt síðasta verkefni með IF Guðrúnu því maður er búinn að fara fram á félagskipti frá Gróttu yfir í Boldklubben Skjold sem er í 2. devision øst hér í Danaveldi.

Síðan er ein stór helgi að fara ganga í garð og verður nóg um að gera. Ali Baba og Dóri koma um kvöldmatarleytið á morgun og síðan kemur Palli á fimmtudag. Það er óhætt að segja að þetta verður góð helgi. Vænti þess að Ali og Dóri versli eitthvað mikið. Síðan á laugardaginn verður árshátíð Matarklúbbsins haldin hátíðleg. Ætli að tívoli verði ekki skoðað og aðrir merkis staðir fá að njóta okkar nærveru.

En ég ætla ekki að hafa þetta lengra að sinni!

Ajauuuuuu

sunnudagur, 9. september 2007

Update

Þá held ég að það sé kominn tími á smá upprifjun hérna hjá okkur í Köben. Það er óhætt að segja að það sé búið að vera mikið að gera hjá okkur síðustu vikurnar. Kolla og Tumi eru búinn að vera hjá okkur í 1 1/2 viku og er margt búið að gera. Haldið var til þýskalands um síðustu helgi og gist eina nótt í Hamborg. Við erum búinn að borða allt of góðan mat og labba strikið sirka 10 sinnum. Tumi var einnig settur í vinnu og var hengt upp loftljós, myndir og kertastjaka sem við fengum frá þeim, mjög flottur. Við viljum hér með nota tækifærið og þakka kærlega fyrir okkur.

Kommi og frú eru flutt hingað út og komu þau í mat til okkar um daginn. Kallinn tók upp hanskana og eldaði dýrindis purusteik og heppnaðist allt vel. Það er gaman að fá Komma hingað út og nú þarf bara að virkja hann í handboltan.

Maður er búinn að vera æfa undanfarið og æfði ég viku með B93 sem er gamalt stórveldi hér í Köben. Það gekk bara vel en þar sem þeir eru komnir á high sesaon þá er maður kannski ekki í sama formi og þeir. Þjálfarinn vildi sjá meira af mér og bauð mér að spila með varaliðinu fram að jólum og koma mér í form og sonna. Einnig er ég að æfa núna með Boldklubben Skjold sem er í sömu deild og B93. Það hefur gengið vel bara og æfi ég með þeim einnig í næstu viku. Þannig að þetta ætti að fara skýrast hvað maður gerir fótboltalega séð hérna út.

Skólinn hjá mér er byrjaður og erum við að gera eitt lokaverkefni yfir alla önnina. Okkar verkefni er að gera heimasíðu fyrir íslenskt fyrirtæki sem heitir Danica og kannast kannski einhverjir við það. Við erum með nett frjálsar hendur í því og verður þetta bara gaman vona ég. Kristín er í skólanum á fullu og gengur bara allt vel hjá henni.

Ég fékk hringingu frá Guðjóni bróður í síðustu viku og sagði hann mér að taka frá helgi í nóvember því að ég, Sigþór, Guðjón og pabbi erum að fara á völlinn í Englandi. Erum við víst komnir með miða á West Ham - Bolton á laugardeginum og erum að bíða eftir miðum á Arsenla - Man Utd á sunnudeginum. Það er óhætt að segja að þetta verður snilldar ferð.

En ég held að þetta sé ágætt frá mér að sinni og veit ég að Kristín ætlar að rita eitthvað hérna inn á næstuni og verður sennilega ýtarlega farið í heimsókn Kollu og Tuma. Já, þetta er orðið gott og er málið að hætta í bili.

Ajauuuuu