fimmtudagur, 22. nóvember 2007

Tap staðreynd!

Það er óhætt að segja í íslenska landsliðið hafi átt slæman dag í gær og var 3-0 tap staðreynd! Við áttum nú ekki margar sóknir í leiknum og átti Ásgeir Gunnar Ásgeirsson besta skotið sem var varið af Sørensen. Þetta var þó ferð til fjár því greyp kallinn búninginn sem Sverrir Garðarss henti upp í stúku og var það búningurinn hans Per Krøldrup, hafði nú frekar viljað íslenska! Gott mót það! Búningurinn er merktur danmörk - island 21.11.2007! Ajauuuuuuuuuuu!!


ps. Það er rétt hjá ykkur ég er garuinn sem var í sjónvarpinu!!

þriðjudagur, 20. nóvember 2007

Í tilefni dagsins!

mánudagur, 19. nóvember 2007

Þetta er blogg!

Eins og ég sagði þá er þetta blogg og þú ert að lesa það, eða hvað? Maður veit aldrei!! Spúkí! Nei þetta er bara svon smá grín í mér! Lífið gegur sinn vana gang hér í Köben og sér maður að jólin eru í nánd! Daninn er búinn að skreyta allar götur og er miðbærinn orðinn vel jólalegur. Við erum meira að segja búinn að fá smá snjó en hann lifði nú ekki lengi! Maður veit að jólin eru að koma þegar Tuborg Julebryg kemur á markaðinn og er maður búinn að smakka þennan góða mjöð og klikkar hann seint!

"Tuborg Julebryg er en mørk, undergæret øl med en alkoholprocent på 5,6. Det populære juleøl er brygget af de samme malttyper som Classic og Kylle Kylle (påskebryg) - pilsnermalt, münchnermalt og karamelmalt og farvemalt, som hver især bidrager med forskellige smagsnuancer. Øllet er krydret med engelsk lakrids for at give Tuborg Julebryg det sidste pift af jul. Resultatet er en let sødlig øl med god fylde. "


Síðan á miðvikudaginn kemur fer síðan fram leikur Dana og Íslendinga hér á Parken og byrjar upphitun fyrir hann klukkan 1400 á stað sem heitir Renomé niður á Vesterbrogade. Held að það sé óhætt að segja að íslendingar vera orðin skrautlegir á leiknum enda búnir að vera sulla í sig frá klukkan 1400 til klukkan 2000! Þetta verður örugglega erfiður leikur fyrir okkur og munum við sennilega liggja í vörn í 90+.

Eins og ég sagði þá gegnur lífið sinn vana gang hérna í kóngsins. Kristín stundar skólann á fullu og er ég að vinna í lokarverkefninu með hópnum mínum og gegnur það bara vel! Jeg held ég hafi ekkert meira að segja að þessu sinni en ætli maður komi ekki með góðan pistill eftir leikinn á miðvikudaginn! Áfram Ísland!

föstudagur, 9. nóvember 2007

Maður spyr sig!!

Símamyndir: London

Eins og lesendur vita þá var maður í London um síðustu helgi! Maður var með síman á lofti og tók nokkrar myndir á kjallinn og er hægt að sjá þær hér.

þriðjudagur, 6. nóvember 2007

London baby, jeehee

Það er óhætt að segja að það hafi verið mjög gaman um helgina! Þetta byrjaði allt með því að mamma og Ásta vinkona hennar lentu á Kastrup á fimtudagskvöldið og ætluðu þær að eyða helgini með Kristínu. Jeg fór síðan í loftið klukkan 7:20 á föstudagsmorgunin og var ferðini haldið til London að hitta pabba, Gaua og Sigþór.

Jeg lenti um 10 leytið í London og hóf ég ferðina upp á hótel frá Gatwick. Það er óhætt að segja að það hafi gegnið eins og í sögu og var ég ekki nema klst upp á hótel. Pabbi og Gaui áttu síðan ekki að lenda fyrrn en um 4 leytið og var maður því einn í London að spóka sig um. Jeg hitti reynar Jóel, strákur sem var í Harvard og körfuni í KR, í hádegismat og skelltum við okkur á Cheers og fengum okkur einn kaldann og burger. Fínasti matur í alla staði. Það er óhætt að segja að það hafi verið erfitt að labba upp og niður Oxford street, kíkjandi í búðir og kaupa sér ekki neitt en djöfull hafði ég geta keypt mér mikið! Pabbi og Gaui voru síðann ekki komnir upp á hótel fyrr en um 6 leytið! Tók þá ekki nema tæplega 2 tíma að komast upp á hótel. Starfsfólkið á Bonnington var farið að halda að ég væri bara einhver mubla enda búinn að hanga þarna í tæplega 2 tíma. Goggo mega. Það var gaman að sjá þá þegar þeir komu. Það er óhætt að segja að hótelið hafi verið að gera gott mót fyrstu nóttina því að herbergin sem við áttum að vera í voru ekki laus og vorum við settir í svítu og var það frekar næs. Verst að við vorum bara þar fyrstu nóttina! Eftir að við komum okkur fyrir þá var haldið niður í bæ til að fá sér eitthvað í gogginn og enduðum við inn á indverskum stað og var maturinn mjög góður. Jeg komast reyndar að því að ég á ekki að borða spæzý mat því ég svittnaði eins og grís á teini af þessum rétti sem Gaui var að borða. Síðan var rölt um þessa halstu staði London. Kíkt inn í China town og Piccaldelly og þessa staði. Síðan var bara haldið heim á leið og menn sofnuðu vel enda ákveðinn þreyta í mönnum.

Sigþór lenti síðan á laugardagsmorgninum og kom upp á hótel. Þá var allur hópruinn kominn saman og var haldið í morgunmat og var að sjálfsögðu begg og eikon á boðstólnum hjá tjallanum. Frekar öflug. Eftir morgunmatinn var haldið niður á Oxford og fóru menn að versla smá. Við vorum síðan komnir upp á hótel um 1 leytið og var ferðini þá haldið á Graven Cottage til að sjá Fulham - Reading. Þetta var flottur leikur. 4 mörk og rautt spjald. Jeg gerðist svo frægur að taka með mér KR fána á völlinn og var honum sjálfsögðu flaggað fyrir Brynjar Björn. Við sáttum á fremsta bekk og í eitt skipti kom innkast fyrir framan okkur og maður sá glottið á Brynjari, þar var frekar fyndið. Eins og ég sagði var þetta fínn leikur en það var einginn stemmari á vellinum sem hafði óneitnlega gert hann skemmtilegri. Eftir leikinn var síðan haldið heim og einum köldum var skolað niður á barnum. Síðan kom þetta klassíska kvöld rölt um bæinn og átum við á ítölskum stað inn í Soho sem var heimilislegur og góður.

Síðan rann sunnudagurinn upp og klæddi gamli sig í West Ham búninginn og var hann klár til að halda til Upton Park. Það er óhætt að segja að gamli hafi verið eins og lítill skólstrákur að koma til Mekka. Það var gaman að koma þangað. Flottur völlur og mjög góð stemmning á vellinum. Fyrir leikinn var að sjálfsögðu farið á pöbbinn með stuðningmönnumun og var frekar marg um manninn þar og menn í misjöfnu ástandi. Einnig var farið í búðina og menn dressuðu sig upp. Sigþór og Gaui færðu gamla inn í 21. öldina og splæstu á hann nýjum búning. Leikurinn sjálfur hafði nú alveg mátt vera betri. West Ham náði nú ekki að halda þessu og misstu þetta niður í jafntefli á 87. mín þegar Kevin Nolan jafnaði úr skíta sókn. Stuðningsmenn West Ham voru skemmtilegir og sungu allan tíman. Eftir leikinn ætluðum við síðan að halda heim með Tubinu en það gerðu líka um 30 þúsund manns og ákváðum við að tilla okkur inn á einn bar á meðan þetta fór hjá. Um kvöldið fórum við síðan að borða á frekar góðu argentínsku steikhúnsi í London og smakkaðist nautið alveg mega!! Maður fékk nú ekki mikinn svefn um nóttina því haldið var út á flugvöll um hálf 5 leytið. Maður fékk nett stress á flugvellinum því flugið mitt var ekki upp á töfluni en þá kom það í ljós að ég var bara í vitlausu terminali. Góður. En það er óhætt að segja að þetta hafi verið snilldar ferð og þakka ég bara fyrir mig!

Maður tók einhvern slatta af myndum og eru þær hér.

ps. einnig tók ég helling að síma myndum en þær koma inn seinna!

mánudagur, 5. nóvember 2007

West Ham - Bolton

Stuðningsmenn West Ham að taka "I'm forever blowing bubbles" fyrir leikinn!