laugardagur, 26. janúar 2008

Update

Þá held ég að það sé komið að smá update-i hérna. Lífið er nú búið að ganga sinn vanagang hérna hjá okkur. Kristín í skólanum og ég að vinna og er einnig í því að klára lokaverkefnið okkar með hópnum, sem gegnur bara vel.

Við hjúin erum búinn að ákveða það að skella okkur á suðrænar slóðir um páskana en erum ekki albeg búinn að ákveða hvert. Það verður fínt að komast aðeins í hita og brenna smá eins og mér einum er lagið. Kristín er eitthvað farinn að sakna sólarinar og er það bara eðlilegt svona í janúar mánuði. Einnig erum við á fullu að plana sumarfríið okkar og er stefnan að keyra eitthvað um evrópu í 2 vikur og kíkja á þessa helstu staði.

Um síðustu helgi fengum við matargesti og var það enginn annar en Iggy Pop (Hjöbbi) og frú. Kjallinn tók sig til og eldaði dýrindis svínalund með öllu tilheyrandi og heppnaðist það bara vel en ekki hvað. Síðan var nátturulega kíkt á hinn eitraða kollegiebar og var drukkið og spjallað eitthvað fram á morgun. Við þökkum bara Hjöbba og Agnesi fyrir komuna.

Við tókum okkur nú til og versluðum aðeins á þessum helstu útsölum hér í Danaveldi og keyptum okkur heimabíó svona í tilefni dagsins. Maður var ekki lengi að henda því upp og hljómar þetta svona líka þrusu vel. Einnig tókum við okkur til og fjárfestum í nýrri kaffivél og er maður bara búinn að liggja í kaffinu síðan.

Það er óhætt að segja að morgundagurinn verði strembinn hjá mér því klukkan 8:30 er mæting hjá BK Skjold og erum við að fara spila æfingarleik á móti varaliði Lyngby og eftir það er síðan handboltaleikur hjá Guðrúnu, það er víst bikarinn á morgun og verður maður án efa í hægra horninu.
Vega er víst staðurinn til að vera á um næstu helgi því Mugison ætlar að troða þar upp 2. feb. Það á sennilega eftir að vera þrusu tónleikar og er manni byrjað að hlakka til .

Það er nú ekkert meira sem ég man eftir í augnablikinu en ef að það kemur eitthvað upp í huga minn þá læt ég ykkur bara vita af því við tækifæri. Þannig að ég held að ég kveðji bara að sinni.

Kallinn og konan í J-blokkini

miðvikudagur, 23. janúar 2008

Ekki gott mót

Við erum ekki að gera nett mega gott mót í Noregi og erum við ekkert á leiðinni að bæta það! Rakst á þetta á www.visir.is áðan

"Ísland tapaði í gær fyrir Þjóðverjum og hafa til þessa tapað þremur af fjórum leikjum sínum á mótinu.
„Vi har spilled skidt," er haft eftir Ólafi og ekki þörf á því að þýða það. „Mótið er búið. "

Get nú ekki séð að Ólafur segir að mótið sé búið, þó að það sé það nú. Spurning um að þýða þetta kannski rétt næst eð " Við erum búnir að spilað illa"

föstudagur, 11. janúar 2008

Jæja þá er kjallinn bara byrjaður að vinna! Össsss gamli metnaðurinn. Já, maður er byrjaður að vinna á Laundromat sem er einmitt staðurinn sem Frikki Weis á. Maður byrjaði á þriðjudaginn og lýst mér bara nokkuð vel á þetta. Maður er reyndar orðinn nett þreyttur í litlu löppunum þegar dagurinn er búinn en það venst.
Það er svo sem lítið annað að frétta af okkur nema það að konan er að spóka sig í Munich með skólanum og skemmtir sér hún sennilega konunglega þar. Það var nú ekkert meira sem ég ætlaði að segja ykkru. Þangað til næst, ajauuuuuuuuu!

mánudagur, 7. janúar 2008

Árið er liðið í aldana skaut

Jæja þá er bara komið 2008. Það er óhætt að segja að tíminn sé fljótur að líða á þessari gervihnattaöld. Við erum að detta í 2 árin hérna í Köben og allt að gerast. Það er óhætt að segja að Íslandsför hafi verið mega góð. Allt of mikið borðað og allt of lítið sofið. Maður er búinn að skella inn myndum frá jólum og áramótum. Einnig datt maður út þegar snjórinn kom og tók kjallinn nokkrar snjómyndir einnig má ekki gleyma JólaKjarnanum sem fór fram við hátíðlega athöfn heima hjá Jökli.

Þessi matur sem er að fara ofan í mann á þessum árstíma er nátturlega bara í allt of miklu magni og þarf maður eitthvað að fara hreyfa sig á næstuni. Síðan er maður bara að byrja vinna og er fyrsti dagur á morgun og verður það bara spennandi verkefni.

Við náðum nú að kroppa ágætlega um jólin. Fengum við forláta Fondu sett frá tengdó og einnig kom marg annað skemmtilegt upp úr pokahorninu sem ég nenni varla að tíunda hér upp. Kristín var reyndar fljót að yfirgefa klakan eftir jólinn og kom hún út 2. jan og þurfti að vinna 3 jan. Kjallinn fékk nú að hanga aðeins lengur eða til 6. jan. En það er óhætt að segja að maður sé nett sáttur við að koma út. Sofa í sínu eign rúmmi er nátturlega guðdómlegt. Ég veit svo sem ekki hvað maður á að drulla mikið hérna niður áfram.

Einhverjir skítugir háskólanemar í HÍ hafa eitthvað verið að kvarta hvað það er lítið skrifað hérna og er aldrei að vita nema við bætum úr því. Einnig tók ég einhverjar síma myndir á Klakanum og má sjá þær hér. Nú er komið aftur að lífinu og ætlar kjallinn að henda í fahjitas.