Update
Þá held ég að það sé komið að smá update-i hérna. Lífið er nú búið að ganga sinn vanagang hérna hjá okkur. Kristín í skólanum og ég að vinna og er einnig í því að klára lokaverkefnið okkar með hópnum, sem gegnur bara vel.
Við hjúin erum búinn að ákveða það að skella okkur á suðrænar slóðir um páskana en erum ekki albeg búinn að ákveða hvert. Það verður fínt að komast aðeins í hita og brenna smá eins og mér einum er lagið. Kristín er eitthvað farinn að sakna sólarinar og er það bara eðlilegt svona í janúar mánuði. Einnig erum við á fullu að plana sumarfríið okkar og er stefnan að keyra eitthvað um evrópu í 2 vikur og kíkja á þessa helstu staði.
Um síðustu helgi fengum við matargesti og var það enginn annar en Iggy Pop (Hjöbbi) og frú. Kjallinn tók sig til og eldaði dýrindis svínalund með öllu tilheyrandi og heppnaðist það bara vel en ekki hvað. Síðan var nátturulega kíkt á hinn eitraða kollegiebar og var drukkið og spjallað eitthvað fram á morgun. Við þökkum bara Hjöbba og Agnesi fyrir komuna.
Við tókum okkur nú til og versluðum aðeins á þessum helstu útsölum hér í Danaveldi og keyptum okkur heimabíó svona í tilefni dagsins. Maður var ekki lengi að henda því upp og hljómar þetta svona líka þrusu vel. Einnig tókum við okkur til og fjárfestum í nýrri kaffivél og er maður bara búinn að liggja í kaffinu síðan.
Það er óhætt að segja að morgundagurinn verði strembinn hjá mér því klukkan 8:30 er mæting hjá BK Skjold og erum við að fara spila æfingarleik á móti varaliði Lyngby og eftir það er síðan handboltaleikur hjá Guðrúnu, það er víst bikarinn á morgun og verður maður án efa í hægra horninu.
Vega er víst staðurinn til að vera á um næstu helgi því Mugison ætlar að troða þar upp 2. feb. Það á sennilega eftir að vera þrusu tónleikar og er manni byrjað að hlakka til .
Það er nú ekkert meira sem ég man eftir í augnablikinu en ef að það kemur eitthvað upp í huga minn þá læt ég ykkur bara vita af því við tækifæri. Þannig að ég held að ég kveðji bara að sinni.
Kallinn og konan í J-blokkini