Árið er liðið í aldana skaut
Jæja þá er bara komið 2008. Það er óhætt að segja að tíminn sé fljótur að líða á þessari gervihnattaöld. Við erum að detta í 2 árin hérna í Köben og allt að gerast. Það er óhætt að segja að Íslandsför hafi verið mega góð. Allt of mikið borðað og allt of lítið sofið. Maður er búinn að skella inn myndum frá jólum og áramótum. Einnig datt maður út þegar snjórinn kom og tók kjallinn nokkrar snjómyndir einnig má ekki gleyma JólaKjarnanum sem fór fram við hátíðlega athöfn heima hjá Jökli.
Þessi matur sem er að fara ofan í mann á þessum árstíma er nátturlega bara í allt of miklu magni og þarf maður eitthvað að fara hreyfa sig á næstuni. Síðan er maður bara að byrja vinna og er fyrsti dagur á morgun og verður það bara spennandi verkefni.
Við náðum nú að kroppa ágætlega um jólin. Fengum við forláta Fondu sett frá tengdó og einnig kom marg annað skemmtilegt upp úr pokahorninu sem ég nenni varla að tíunda hér upp. Kristín var reyndar fljót að yfirgefa klakan eftir jólinn og kom hún út 2. jan og þurfti að vinna 3 jan. Kjallinn fékk nú að hanga aðeins lengur eða til 6. jan. En það er óhætt að segja að maður sé nett sáttur við að koma út. Sofa í sínu eign rúmmi er nátturlega guðdómlegt. Ég veit svo sem ekki hvað maður á að drulla mikið hérna niður áfram.
Einhverjir skítugir háskólanemar í HÍ hafa eitthvað verið að kvarta hvað það er lítið skrifað hérna og er aldrei að vita nema við bætum úr því. Einnig tók ég einhverjar síma myndir á Klakanum og má sjá þær hér. Nú er komið aftur að lífinu og ætlar kjallinn að henda í fahjitas.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim