Nú er tími á blogg
Jæja gott fólk ef það er ekki tími á blogg þá er það seint! Þannig er mál með vexti að maður er orðinn löglegur Margmiðlunarhönnuður. Maður fór í lokaprófið í dag og fékk ég 7 á nýja skalanum sem samsvarar 8/9 á gamla. Þannig fólk er beðið um að kalla mig herra Margmiðlunarhönnuður. Konan tók mann í bæjinn í dag til að fagna aðeins. Fórum við út að borða og gaf hún manni shoping spree. Maður fór og verslaði sér gallabuxur, nærbuxur og sokkar, ekki amarlegt það!
Oddur Helgi Guðmundsson
Margmiðlunarhönnuður
8 Ummæli:
Til hamingju Herra Margmiðlunarhönnuður. Þú færð kókdós og fantadós í verðaun.
Kveðja H-407
Til lukku með prófið.......hr. marmiðlunarhönnuður.
kv.
Palli
Til hamingju rauðhaus. Þá get ég loksins hætt að horfa niður til þín. hehe ... nei ég er að grilla í þér. Til hamingju með árangurinn. Þú ert maðurinn ;)
Kveðja,
Jonni
Kjallinn flottur, til hamingju með þetta. Og ekki leiðinlegt að fá nærbuxur og sokka í kaupbæti..
vildi bara taka það fram að þetta shoping spree fór fram í Illum og þetta voru diesel jeans, björn borg nærbuxur og einhverjir flottir sokkar ( sem hann bað sérstaklega um ;))
Kristín Edda (nokkuð góð kærasta;))
Til hamingju elsku besti ODDUR!!
Ég skal halda útskriftarpartý fyrir þig næst þegar þú kemur til landsins. Þú færð frítt að eta og drekka og kellingin þín líka!
Ég er stolt af þér :)
Kv. Dagbjört
Innilega til hamingju. Seinbúin kveðja sem er af völdum BMI sem sá til þess að ég varð strandaglópur í London. En ég er búinn að skála fyrir þessum merka áfanga í Gunness að hætti Íra. Kveðjur frá Írlandi. Ekki amalegt að skarta flottum brókum og sokkum.
Innilega til hamingju. Seinbúin kveðja sem er af völdum BMI sem sá til þess að ég varð strandaglópur í London. En ég er búinn að skála fyrir þessum merka áfanga í Gunness að hætti Íra. Kveðjur frá Írlandi. Ekki amalegt að skarta flottum brókum og sokkum.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim