Uuuuuuu nei!
Þá held ég að það sé kominn smá tími á einhvern texta fyrir ykkur gott fólk að lesa. Lífið gengur bara sinn vana gang hér í København. Ekki er vorið að koma til okkar eins og ykkar Íslendinga. Maður snjóaði næstum því niður þegar maður var að hjóla heim úr vinnuni í gær. Sæll, gamla ísöldin.
Mér til mikillar ánægju þá skilaði ég ásamt hópnum mínum í skólanum lokaverkefninu okkar síðasta föstudag. Þetta gekk svona ágætlega og voru allir ánægðir með útkomuna. Nú er bara að verja kvikindið og er það gert í næstu viku. Nánar til tekið 12. mars. Ef allt fer að óskum þá getur maður titlað til sem Margmiðlunarhönnuð, ekki amarlegt það.
Kallinn tók þá í svo kölluðu Icelandair open móti sem er haldið árlega hér í Køben. Þetta er klassískt innanhús mót 5x5 og spilað með böttum. Ég var í liði með Þránni, Böbba, Bjössa, Stjána, Atla, og Birki. Þið vitið nátturlega öll hverjir það eru! Þetta mót gekk bara vonum framar og tókum við okkur til og unnum þetta með stæl. Verðlauninn voru nú ekki af verri endanum og splæsti Icelandair í flug miða handa sigurliðinu. Þannig að það er möguleiki að kjallinn kíki kannski eitthvað heim í sumar.
Við hjúinn ætlum nú að vera á faraldsfæti í maí mánuði. Kristín ætlar að kíkja heim á klakann yfir eina helgi. Á meðan ætla jeg að fara til Lúx að heimsækja Sigþór bróðir. Það verður án efa þrusu helgi hjá okkur báðum. Talandi um ferðalög þá ætlar Kristín að yfirgega kotið yfir komandi helgi og ætlar hún að fara til Sønderborg og vera hjá Tine sem er með henni í bekk. Það þýðir að kjallinn er einn og yfirgefin og ef einhver vill kíkja þá er sá sama guð velkomið að koma.
En jeg ætla nú ekki að hafa þetta lengur að sinni og kveðja ykkur með þessari mynd
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim