sunnudagur, 17. febrúar 2008

Uppgjör

Það er temmilega margt sem maður ætti að geta skrifað í þessum pistli að maður veit varla hvar maður á að byrja!

En við byrjum á heimsókn okkar til Dabba og Gerðar í Árósum. Við hjúinn hoppuðum upp í lest 8. febrúar og var ferðini haldið til Árósa. Þegar þar var komið stóð Dabbi á lestarstöðini og beið spenntur eftir að sjá okkur. Við vorum í Árósum fram á sunnudag. Það var margt brallað og mikið skemmt sér. Bærinn var skoðaður að næturlægi jafnt sem degi. Mikið var borðað og mikið ar drukkið. Það er óhætt að segja að þetta hafi verið skemmtileg ferð í alla staði og þökkum Dabba og Gerði kærlega fyrir okkur.

Hef bara eitt meira að segja um þessa ferð "I kill you"

Guðjón og Elín komu síðan til Köben á miðvikudaginn í síðustu viku og gisti Gaui hjá okkur og Elín einnig nokkar nætur. Það var gaman að sjá þau. Guðjón kom færandi gjafir og kom hann með 2 og 3 season af Fóstbræðrum. Alveg grátlegt að horfa á þetta. Einmitt. Eins og ég sagði var gaman að sjá þau og á maður nú eftir að sjá mikið af Gaua þegar dregur nær sumrinu.

Það er óhætt að segja að það sé erfitt líf að vera námsmaður í Damörku. Við hjúinn fórum að spreða pening í síðustu viku og létum við vaða í nýja Mac Book pro tölvu og einnig hentum við okkur á nýja myndavél (Canon EOS 400D. Ekki leiðinlegir hlutir þar á ferð.

Krisín er búinn að vera í vetrarfríi alla síðustu viku á meðann maður er búinn að vera sveittur að vinna. Áður en Kristín fór í frí fékk hún og hópurinn hennar að vita að þær fengu 12 fyrir stórt verkefni sem þær voru að gera alla síðustu önn. Þær voru hæðstar í árgangnum og mega þær vera stoltar af því.

Ég er búinn að henda einhverjum myndum inn á símamyndasíðuna mína. Maður á einnig eftir að vera duglegur að taka nóg af myndum á nýja gripinn þannig að þið getið bara beðið spennt!

Ríka parið í Danaveldið kveður að sinni!

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim