Á trial hjá Jatsmark IF
Já eins og ég lofaði ykkur í morgun þá kem ég með blogg. Klukkan 12:20 tók ég flug frá Kastrup til Álaborga. Var lentur þar 40 mín síðar og beið þar maður að nafni Steen eftir mér. Síðan var haldið til bæjar sem heitir Pandrup sem er í um 20 mín fjarlægð frá Álaborg. Eftir að við komum þarngað var haldið upp í klúbbheimili Jetsmark IF sem er í 2. deildini í danska boltanum. Þar átti ég fund með formanni og þjálfara liðsins. Framundan var leikur á móti SAS liga liði Randers þar sem Stig Töfting og Colin Todd fara með stjórnvöldin. Ég spilaði um 65 mín í leiknum sem var leikinn í 30 metrum á sek og kom hann inn á hlið. Ég átti alveg ágætis leik miðað við aðstæður. Leikruinn sjálfur endaði 1-2 fyrir Randers eftir að við komumst yfir 1-0. Síðan klukkan 20:00 átti maður aftur flug heim og lenti á Kastrup 30 mín síðar.
Þetta var ágætis lífsreynsla og var bara gaman að fara þanngað til að spila. Þetta lið kom mér á óvart og voru margir góðir einstaklingar þarna inn á milli. Nú er bara að sjá hvort maður hafi náð að heilla þá og er umboðsmaðurinn minn hann Magnús Agnar með öll mín mál á hreinu.
Meira var það nú ekki að sinni gott fólk og vill ég bara bjóða ykkur góða nótt!
Kveðja kjallinn á trial.
4 Ummæli:
Spennó?
Skallaðirðu ekki Töffe?
Nei því miður. Ég reyni að forðast það að skalla fólk sem er minna en ég!
Er kallinn að flytja frá Köben???
kv.
Palli
Vantar þá ekki annan eitraðan vinstrifóta mann sem minnti óneitanlega á Rivaldo hérna í gamla daga ;) Við gætum aðstoðað hvorn annan á vinstri kantinum. Áttum lipra spretti í leiknum á Leiknisgervigrasinu forðum daga.
Gangi þér allt í haginn vinur. Reyndu að semja um svipuð laun og kollegi þinn hjá Man UTD ;)
Kveðja Hafþór
ps; Skila því til K.Eddu að það séu komnar nýjar myndir af fallegasta dreng sögunnar á barnalandið.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim