þriðjudagur, 25. mars 2008

Páska uppgjör

Það er aldeilis nóg búið að vera gerast hjá okkur síðustu vikuna! Það er óhætt að segja að þetta hafi allt byrjað á laugardaginn fyrir viku. Kristín fór út að borða með vinnuni niður í bæ. Þar var hellingur af Syneoptik fólki saman komið enda var Brillemessa í Köben. Þetta var svo sem ekki ferð til fjár að skella sér á dansgólfið þetta kvöld. Kristín var á gólfinu og þá kom einhver eins og hún orðaði það “í breiðari kantinum” og tyllti háa hálnum svona nett ofan á ristina á henni með þeim afleiðingum að restini af nóttini var eitt upp á skadestuen. Sem betur fer brotnaði hún ekki og þurfti að vera næstu daga á eftir á hækjum.

Á fimmtudaginn var síðan haldið semi útskirfarpartý og var margt um manninn í J-inu. Byrjað var að elda fondu handa Þránni, Maríönnu og Hlín. Heppnaðist það svona vel, þetta verður klárlega gert í bráð. Síðan um 9 leytið fór fólk að flykkjast inn. Kommi og Kristín létu sig ekki vannta með Brynjar í eftirdragi. Ingvi var eitur hress á kantinum og síðan um 12 leytið komu svo Pétur, Jón Þór og kærasta og Biggi frá Íslandi og voru þau ekki lengi að láta sjá sig. Síðustu gestir voru að renna héðan út um klukkan 6 um morguninn.

Á föstudeginum var síðan haldið yfir til Þráinns og Maríönnu og þar var legið og horft á dvd eitthvað fram á nótt. Nettur haugur í manni eftir kvöldið áður.

Á Páskadegi var síðan veisla aftur í J-inu. Þetta byrjaði allt um morguninn þegar 2 páskaegg frá nóga númer 6 voru poppuð upp. Þökkum Kolla og Tuma fyrir það. Síðan var haldið niður í bæ að glápa á Man Utd – Liverpool, það kom nú ekki mörgum á óvart að það var léttur leikur fyrir mína menn. Síðan um kvöldið var veilsa af dýrari kanntium. Jeg og Þráinn sáum um eldamennskuna þetta kvöld og hendum við fram einu grilluðu læri með öllu tilheyrandi (piparrjómasósu, brúnuðum karftöflum, súpa í forrétt og ís í eftirrétt). Hrefna kom og át einnig með okkur. Það var þraungt um manninn við matarborðið en eins og einhver vitur maður sagði “þröngt meira sáttir sitja” það var síðan klárlega málið. Allir mjög sáttir við kokkana. Síðan var rúsinan í pulsuendanum að við strákarnir þurftum ekki að sjá um uppvaskið.

Jeg er búinn að henda einhverjum myndum frá páskahelgni inn í albúmið okkar.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim