fimmtudagur, 10. apríl 2008

Blogg er til að gleyma

Ha! Ekkert föstudagsblogg spyrja sumir sig eflaust! Nei gott fólk þetta er fimmtudagsblogg. Það er kominn 10. apríl og tíminn líður eins og ljónið. Við hjúinn erum búinn að plana sumarfríið okkar þetta árið og er það ekki í slakari kantinum. Við ætlum að fara ásamt Dagbjörtu (systur Kristínar) í smá Evrópu-rúnt. Málið er að fljúga til Lúx í byrjun júlí og kíkja á Sigþór og co. Eftir það verður síðan keyrt um evrópu, málið er að kíkja á Sviss, Ítalíu, Liktenstein, Mónako og Frakkland. Þetta er aldeilis keppnis.

Maður æltlar nú að taka forskot á sæluna í maí þegar Kristín fer heim til Íslands og ætla ég að kíkja til Lúx í maí á samatíma. Maður er að vinna á fullu á Laundro að cooka ofan í Østerports fólkið. Einnig er maður að vinna í heimaverkefninu í Den grafiske højskole og er skilafrestur á því þann 15. apríl. Þetta er skemmtilegt verkefni em felur það í sér að gera 3 plaggöt í A3 fyrir eldfjallasýnngu sem mun fara fram í Hellerup í haust. Kristín er á fullu í skólanum og gegur það bara vel fyrir frúna.

Það styttist nú heldur betur í það að konana fer að slá í hálf fimmtugt. Hún fer að komast á viðrulegan aldur konan.

Ég er víst orðinn semi hlaupasteik. Maður fór á mánudaginn og keypti sér nett þröngar hlaupabuxur og er maður búinn að missa sig í skokkinu þessa vikuna. Maður tók 9 km á mán, 6 km á þri og í dag tók maður ekki nema 17 km. Enda ligg ég upp í rúmmi og er að horfa á Nýtt líf og stefni ekki á að hreyfa mig fyrr en í fyrramálið ef líkaminn leyfir það, vona allavega að hann verði góður við mig. Einnig er gaman að sjá hvað mínir menn eru að gera gott mót í boltanum bæði í CL og PL. Það eina sem Siggi stórur sér í kortunum eru 2 dollur í haust. Össsss, magnað.

En víst að vikan er að líða undir lok þá held ég að málið sé að henda inn einu góður videoi. Menn eru víst eitthvað mishressir með danska þemað mitt í föstudagslaginu. Menn eru að tala um eitthverja vondulaga keppni. Veit það ekki. Að þessu sinni verður það víst krónprins Dana sem fær að flytja fyrir ykkur ljúfan óð um Jutlandia.



ps. jeg var einnig búinn að henda einhverjum nýjum myndum inn í albúmið hérna hægra meginn.

1 Ummæli:

Þann 12.4.08 , Anonymous Nafnlaus sagði...

Hvar er föstudagsbloggið?

Farðu svo út að hlaupa, það er ekki of seint að skrá sig í maraþonið! :)

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim