Föstudagur til lukku
Jæja nú er klukkan hjá mér orðinn 00:01 og það þýðir að það sé kominn föstudagur! Þar sem það er föstudagur þá er bara eitt í stöðuni og það er að handa inn einu smellnu lagi sem leiðir ykkur lesendur góðir inn í helgina. Að þessu sinni er það danski listamaðurinn Tommy Seebach sem flytur alveg eitrað lag sem heitir "Snorkel og Gummitær"
Þar sem mars mánuður er á enda þá henti ég inn nýjum myndum í albúmið. Þetta er eitthvað blandað allt saman og er það bara gaman. Það er nú gaman að segja frá því að maður er hættur að þjóna á Laundromat og er maður búinn að færa sig inn í eldhúsið. Maður er að vinna í því að flippa bestu borgurunum í bænum og ég tala nú ekki um morgunmatinn sem maður er að færa fólki. Eigum við eitthvað að ræða þetta, sæll! Nú held ég samt að málið sé að fara sofa enda er maður vinnandi maður og er ræs snemma!
Jeg vil bara óska ykkur góðrar helgar og gangið hægt inn um gleðinar dyr!
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim