miðvikudagur, 29. október 2008

Íslandsblogg

Já gott fólk, eins og margir hafa beðið eftir þá er blogg frá Íslandsför minni að detta inn! Því er víst beðið með mikilli eftirvæntinug og einhver þrýstingur úr Frostaskjólinu þannig maður svarar kallinu.
Það er óhætt að segja að það hafi verið gaman að koma heim á klakann þó að tíminn hafi verið stuttur. Hefði sennilega verið skemmtilegra að koma heim ef staðan í þjóðfélaginu hefði verið önnur en maður getur ekki gert mikið við því, það er víst ekki í mínum höndum. Samt eins og allir eru í einhverju móki. Það var gaman að sjá mömmu þegar maður lenti í Drulluvík, hún var ein á ferð þar sem gamli var í útlöndum og skundaði maður aftur til Drulluvíkur til að ná í hann daginn eftir. Maður brasaði nú mikið á íslandi og fór maður í smá verslunarleiðangur enda ódýrt fyrir Danabúa að versla á klakanum þessa dagana. Maður skundaði í mat til Dagbjartar á fimmtudeginum og bauð hún upp á dýrindis Fahijtas sem var ekki af ódýrari gerðini. Síðan kom helgin og þá fóru þessar háskólasteikur að ranka við sér eftir þýnku helgarinar á undan. Það er víst eina sem þessar steikur gera er að rísa frá dauðum á föstudögum og sofna síðan á mánudögum. Síðan segja menn að það sé púl að vera í HÍ.
KR-crewið hittist síðan á Hróa Hetti á laugardeginum. Ég, PK, Baba, Dodo, Sölvi, Himmi og Kommi gúffuðum í okkur ljúfengum mat og skunduðum síðan í Kjallarann hjá PK og var óhætt að segja að gleðin hafi verið við völd. Gleðini lauk síðan ekki fyrr en á sunnudags morgun. Bara eins og þetta á að vera.
Mamma ákvað síðan að stjana við strákinn á sunnudags kvöldinu og var boðið upp á hrygg. Gaui og Elín komu í mat og var gríðarlega mikið borðað. Maður fór nú ekki tómum höndum frá Íslandi, strákurinn fór í Krónuna og fjárfesti í einum hrygg sem verður borðaður við hátíðlegt tilefni og maður laumaði einhverju góðgæti með. Mér til mikillar gleði sá ég Stellu í orlofi í hilluni í Krónuni og er hún að gera gott mót.

ps. reyndi mitt besta fyrir PK, Komma og Sölva að nota ekki sömu orðinn. Reyndi einnig að koma nöfnum ykkar eins oft inn og ég gat en þessa var ólesanlegt. Ég biðst þvagláts.

Staðan í dag
Nenni ekki lengur að brasa um þessa íslandsför og færa ykkur smá update á stöðuni eins og hún er í Köben núna. Lífið gengur sinn vanagang. Kristín er að vinna eins og ljónið og kallinn er að reyna að skólast. Skólinn er að gera gott mót og held ég bara að eitthvað sé að sýjast inn í rauða kollinn. Hann hann verður mikið gáfaðri þá er aldrei að vina nema hann skipti um lit. Einmitt..... Ég er enþá að vinna út á Kastrup og er alltaf gott að fá smá auka aur í kassan á heimilinu. Held ég láti þetta bara vera nóg í bili og þið heyrið væntalega í kjallinum seinna.

laugardagur, 25. október 2008

Klukkudæmi

Held ég hafi nú gert þetta áður en ætli maður geti ekki gert þetta aftur fyrir þá sem misstu af þessu! Það var Laddi aka Þórhallur Helgason aka Getur keypt handa mér ostborgara sem klukkaði mig þannig ég svara kallinu!

1. Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina:

1. Landflutningar samskip
2. Bæjarvinnan á Húsavík
3. Hagkaup
4. Barþjónn á Kaffibrennsluni

2. Fjórar íslenskar bíómyndir sem ég held upp á:

1. Nýtt líf
2. Sódóma
3. Með allt á hreinu
4. Stella í orlofi

3. Fjórir staðir sem ég hef búið á:

1. Grenimelur, Vestubæ
2. Húsavík
3. Amager, Danmörk
4. Seltjarnarnes City

4. Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:

1. London
2. París
3. Monako
4. Feneyjar

5. Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:

1. How I Met Your Mother
2. Friends
3. Hell's Kitchen
4. Scrubs

6. Fjórar síður sem ég skoða daglega:

1. fotbolti.net
2. mbl.is
3. krreykjavik.is
4. bbc.co.uk/sport

7. Fernt matarkyns sem ég held upp á:

1. Taco
2. Kebab
3. Nautasteik
4. Humar


8. Fjórir staðir sem ég vildi vera á núna:

1. Upp í sófa glápandi á enska boltann
2. París með konunni
3. Á Old Trafford á góðum leik
4. Austurströndini að láta múttu stjana við strákinn

9. Fjórir bloggarar sem ég á að klukka:

1. K-Magg
2. Kristínu
3. Garp
4. Ellu Frænku

ps. hendi inn einhverju bloggi eftir helgi um Íslandsför mína. Hún mun bjóða upp á mikla skemmtun og mikið grín.

föstudagur, 10. október 2008

Bloggleysa

Já gott fólk. Nú held ég að það sé málið að henda inn smá bloggi hérna fyrir lesendur góðir. Vonandi að það getur hresst upp á Íslandinga. Það er víst einhver kreppa að fara yfir klakan og ef ég á að segja eins og er þá hef ég ekki ögmund um hvernig þetta mál er allt. Eitt veit ég að bjórinn minn hækkar og lækkar. Hann var ódýrastur á þriðjudaginn og var hann ekki nema 22 dkk og veit ég að það er ekki mikill peningur.
Ég get einnig sagt ykkur frá því að "töskumálið ógurlega" er að klárast. SAS mun borga okkur bætur á mánudaginn kemur og nú er málið að skunda í TM þegar maður kemur heim og kíkja hvort við fáum eitthvað þaðan. Maður hugsar sig nú vel um áður en maður flýgur aftur með SAS. Maður verður bara með gamla handfarangurinn.
Eins og ég sagði þá er kjallinn á leiðini á klakan í næstu viku. Kemur á þriðjudaginn kemur og verð fram á mánudag. Þeta á eftir að vera hell of a game. Það þarf að gera mikið og hitta mikið fólk. Það verður gaman að koma í mat til Múttu og ætli maður verði nú ekki með einhverjar sérþarfir!! Inú!
Lífið gengur sinn vanagang hérna í Köben þrátt fyrir allt. Við tökum svo sem ekkert mikið eftir þessari "kreppu" enda erum við með allt okkar í dönskum. Ég fékk allavega námslánin mín þennan mánuðinn og er maður sáttur við það. Kristín er að vinna eins og ljónið og sér maður hana bara rétt um kvöldmatarleytið. Einhver þarf víst að skapa tekjur fyrir heimilið. Kristín datt í lukkupottinn um daginn þegar henni var veittur styrkur frá menntamálaráðuneytinu, þetta er sami styrkur og hún fékk í fyrra en í þetta skiptið var það bara hálfur og kvörtum við ekki yfir því. Það er búinn að vera verkefna vika í skólanum hjá mér og er maður búinn að vera vinna bara heima að einu stykki ritgerð. Skilaði henni inn í dag og er þar með kominn í haustfrí. Maður er að nota þessa skólalausu daga til vinna aðeins út á Kastrup. Það er alltaf gott að komast í uppgrip þar á bæ.
Við erum búinn að kaupa okkur flug heim um jólin og ætlum við að koma 21 des og ver afram til 4 jan. Er að átta mig á því að ég var búinn að láta ykkur vita en nú er þetta endalega komið inn í kúpuna á ykkur.
Ætla nú ekki að hafa þetta neitt mikið lengra að þessu sinni og vænti ég þess ekki að skrifa eitthvað fyrr en maður kemur heim frá íslandi. Maður mun þá luma á einhverjum góðum sögum og fullt af myndum. Ætla nú samt að kveðja ykkur með þessum smell með Þorsteini Guðmundsyni. Ég hef bara eitt að segja um þessa klippu: Hemmi Gunn, Snitzel!!

laugardagur, 4. október 2008

Til hamingju með daginn KR-ingar nær og fjær!



Úr Vesturbæ, það erum við.
Okkur er öllum drullusama um önnur lið.
Hataðir, elskaðir.
Við erum líka eina sanna Stórveldið.

Það þarf ekkert að ræða þetta frekar!

föstudagur, 3. október 2008

Allt að gerast

Já gott fólk. Blogg númer 200 er orðið að veruleika og það er ekki af verri endanum. Sökum sterkrar stöðu íslensku krónunar hefur Oddurinn ákveðið að votta Íslendingum nærveru sína þann 14 - 20 október. Það verður nú gaman að koma á klakann og hitta gamla settið og félagana. Ekki sakar fyrir að allt er á 50% afslætti. Stór bjór niður í bæ er ekki á nema 30 dkk það er gjöf en ekki gjald gott fólk.

Oddurinn kveður að sinni