laugardagur, 28. janúar 2006

Ísland - Danmörk

Já, er ekki kominn tími til að henda einhverju hérna inn. Gaui og Elín komu yfir sundið í gær og horfðu á Ísland - Danmörk hjá kjallinum í gær. Höfðum átt að sigra Danina, það var klárlega brotið á Petterson þegar hann fór í 5.000 fetinn, Einar hafði klárað kastið og Ísland hefði unnið, en svona er boltin dómarinn er ekki alltaf á okkar bandi.
En í dag var dagurinn tekinn snemma og fór ég yfir sundið til Gaua og Elínar. Nýja talvan var alveg að bjarga manni í lestini þó að þessi ferð sé ekki nema 30. mín en það er möst að vera í manager á meðan. Ég og Gaui röltum um bæinn og kjallinn keypti sér húfu enda er massa kalt hérna úti. Við fórum síðan að borða á einhverjum mexicósku mötuneyti rétt hjá þeim. En maturinn var frekar góður enda maður ekki búinn að éta neitt allann daginn nema vöflur sem gaui var að mixa sem voru nú eingar vilkó vöflur. Maður var að koma inn og nú er bara málið að fara að spila Pro og fá sér jafnvel einhvern bjór með því og ætli maður endi ekki á Eyrarsundskollegíbarnum (langt orð vinur). Maður biður að heilsa heim og eins og maður segir á móðurmálinu. Kærlig hilsen!

fimmtudagur, 26. janúar 2006

Jæja allt að koma!

Nú er allt að komast á hreint. Maður er búinn að flytja inn á Eyrasundskollegíið, nánar tiltekið í hús J Íbúð 807. Þetta er að vera fjallmyndalegt hjá stráknum. Þessa fyrstu daga er maður bara búinn að vera að reyna að kaupa það sem vantar uppá í búið, hin sænska IKEA er búinn að reynast kjallinum góð og var veslað þar fyrir góða summu og er ég búinn að höndunum eftir að setja þetta allt saman. Það er reyndar ekki búið að kaupa rúm en Pési kaypti sér svefnsófa og krassa ég bara í kvikindinu á nóttuni. Kjallinn fór í dag og keypti sér eitt stykki tölvu, kallinn fór í Ibook, gamall draumur er orðinn að veruleika. Kristín kemur út 5. feb og bíður maður spenntur eftir því að sjá stelpuna. Hún á eftir að vera sátt að sjá hvað það er orðið fínt hjá stráknum. Gaui bró ætlar að koma yfir sundið á morgun og verður gaman að sjá hann. Jafnvel að maður fari til Svíaríkis á laugardaginn og geri umhverfismat á íbúðinni hjá honum og Elínu. En nú er ég hættur, ég og Pési keyptum okkur Proevolutionsoccer 5 í duty free og er verið að spila hann út í ystuæsar! Oddur kveður frá Eyrasundskollegíinu!

mánudagur, 9. janúar 2006

Samskip sér um sína

Jæja þá er þetta bara að fara að bresta á. Kjallinn fer út 24. jan og maður er farinn að telja niður á höndum og tám. Kristín kemur ekki út fyrr en 5. feb þannig að ég og Pési verðu að spóka okkur í kóngins fram að því. Draslið okkar fer í skip á morgun og er hægt að segja að samskip sér um sína. En annars er allt klárt lín, draslið í skip, húsaleigan og allur pakkinn er búinn. Á lau er kveðjuteiti á ljóninu og hefst gleðin um 10 leytið (að kveldi). En ég nenni þessu ekki mikið lengur. Hér er reyndar linkur þar sem þið getið séð hvernig ibúðinn okkar lítur út!