Ísland - Danmörk
Já, er ekki kominn tími til að henda einhverju hérna inn. Gaui og Elín komu yfir sundið í gær og horfðu á Ísland - Danmörk hjá kjallinum í gær. Höfðum átt að sigra Danina, það var klárlega brotið á Petterson þegar hann fór í 5.000 fetinn, Einar hafði klárað kastið og Ísland hefði unnið, en svona er boltin dómarinn er ekki alltaf á okkar bandi.
En í dag var dagurinn tekinn snemma og fór ég yfir sundið til Gaua og Elínar. Nýja talvan var alveg að bjarga manni í lestini þó að þessi ferð sé ekki nema 30. mín en það er möst að vera í manager á meðan. Ég og Gaui röltum um bæinn og kjallinn keypti sér húfu enda er massa kalt hérna úti. Við fórum síðan að borða á einhverjum mexicósku mötuneyti rétt hjá þeim. En maturinn var frekar góður enda maður ekki búinn að éta neitt allann daginn nema vöflur sem gaui var að mixa sem voru nú eingar vilkó vöflur. Maður var að koma inn og nú er bara málið að fara að spila Pro og fá sér jafnvel einhvern bjór með því og ætli maður endi ekki á Eyrarsundskollegíbarnum (langt orð vinur). Maður biður að heilsa heim og eins og maður segir á móðurmálinu. Kærlig hilsen!