Þessi timi vikunar
Jæja þá er komið að nýjum póst held ég bara. Síðasta vika var í rólegri kantinum. Kennararnir voru veikir mán og þri og síðan var frí á mið þannig að þetta var tekið með chilli bara. Já það er nú ekki mikið að frétta frá kóngsins Köben. Fórum í 30 afmæli hjá honum Baldvini sem er í Guðrúnu á fös, svaka stemmari og læti. Síðan var það bara rólegt á lau, buðum Pésa kallinum í pizzu sem maður hristi fram úr erminni. Fórum síðan yfir Eyrarsundið í gær og vorum þar allann daginn löbbuðum um Malmö í snjókomu og skítakulda, síðan eldaði Gaui og Elín fajitas fyrir liðið.
Keppnistímabilið byrjar eftir 2 vikur og það á víst að fara fram á grasi en það er spurning með það út af veðurfari, en það kom að mér lítill fugl í dag og sagði að Lóan væri komin með vorið og fuglaflensuna í farteskinu, það er allavega kominn 10 stiga hiti hér og það lítur út fyrir að þetta sé að koma. Nei nei bara smá sprell, maður er soddan sprellari.
Kristín er kominn með kvöldvinnu við að skúra í skrifstofubyggingu niðri í miðbæ. Það er allavega vinna, nú er bara að vona að það detti eitthvað upp í hendurnar á frúnni með dagvinnu þá er allt að koma. Síðan er hún að byrja í dönsku í næstu viku og það verður bara töluð danska á heimilinu, einmitttttttt.
Gamla settið (Odds) kemur um næstu helgi og ætlar að vera á Hótel J-807 eitthvað fram í vikuna og fara síðan yfir þetta blessaða sund sem alltaf er verið að tala um.
Þá er Kristín búin að fara yfir stafsetninguna fyrir Gaua, því hann er alltaf að væla. Fáðu þér tissjú og hættu þessu væli. Þannig að nú má fólk lesa þetta.
Þau dönsku kveðja að sinni