mánudagur, 27. mars 2006

Þessi timi vikunar

Jæja þá er komið að nýjum póst held ég bara. Síðasta vika var í rólegri kantinum. Kennararnir voru veikir mán og þri og síðan var frí á mið þannig að þetta var tekið með chilli bara. Já það er nú ekki mikið að frétta frá kóngsins Köben. Fórum í 30 afmæli hjá honum Baldvini sem er í Guðrúnu á fös, svaka stemmari og læti. Síðan var það bara rólegt á lau, buðum Pésa kallinum í pizzu sem maður hristi fram úr erminni. Fórum síðan yfir Eyrarsundið í gær og vorum þar allann daginn löbbuðum um Malmö í snjókomu og skítakulda, síðan eldaði Gaui og Elín fajitas fyrir liðið.

Keppnistímabilið byrjar eftir 2 vikur og það á víst að fara fram á grasi en það er spurning með það út af veðurfari, en það kom að mér lítill fugl í dag og sagði að Lóan væri komin með vorið og fuglaflensuna í farteskinu, það er allavega kominn 10 stiga hiti hér og það lítur út fyrir að þetta sé að koma. Nei nei bara smá sprell, maður er soddan sprellari.
Kristín er kominn með kvöldvinnu við að skúra í skrifstofubyggingu niðri í miðbæ. Það er allavega vinna, nú er bara að vona að það detti eitthvað upp í hendurnar á frúnni með dagvinnu þá er allt að koma. Síðan er hún að byrja í dönsku í næstu viku og það verður bara töluð danska á heimilinu, einmitttttttt.

Gamla settið (Odds) kemur um næstu helgi og ætlar að vera á Hótel J-807 eitthvað fram í vikuna og fara síðan yfir þetta blessaða sund sem alltaf er verið að tala um.

Þá er Kristín búin að fara yfir stafsetninguna fyrir Gaua, því hann er alltaf að væla. Fáðu þér tissjú og hættu þessu væli. Þannig að nú má fólk lesa þetta.

Þau dönsku kveðja að sinni

sunnudagur, 19. mars 2006

Enn ein vikan að líða sitt skeið

Þá er þessi vika kominn á enda og um að gera að henda inn einu bloggi. Það komu nú ákveðinn gleði efni þessa vikuna, því Kristín fékk bréf frá skólanum sem hún er að reyna að komast inn í. Þeir vilja taka við henni en það er einn hængur á. Hún þarf að taka dönsku próf hjá þeim og sína hvað hún er góð í dönskuni áður er þeir hleypa henni inn. Nú er bara að fara að læra dönsku og massa þetta próf.
Annars var þetta nú róleg vika. Engin gestagangur og því um líkt. Næstu gestir eru ekki væntanlegir fyrr en 1. apríl og teljum við að um ákveðið gabb sé að ræða hjá mömmu og pabba (odds). Rétt að vona að mamma verði búin með peysuna mína enda er um þvílíkan þrýsting að ræða. Kristín er ekki en kominn með vinnu en það er vonandi að eitthvað fari að gerast í þeim málim í vikuni. Skólinn er fínn og er maður farinn að kynnast þessu liði aðeins betur. Var að vinna með Dana sem ber nafnið Andreas þó ekki önd og skiluðum við af okkur tölvuleik á miðvikudaginn. Síðan fengum við að velja okkur hópa og er ég með einum breta, einum gaur frá Úkraínu, einni stelpu frá úkraínu einnig held ég, síðan Andreas, Pétur og annar ísl sem heitur Matti. Erum við núna að vinna í því að gera kynningu á nýjum leik. Það eru allir hóparnir að vinn að mismunansi leikjum sem verður síðan kosið um á morgun (mán). En annars er allt gott að frétta frá landi danans, þó að þessi blessaða fuglaflensa sé kominn hingað.
Einhver laug því að manni að það yrði komið vor hér á bæ í byrjun mars allavega um miðjan mars en það er ekkert að koma. Það er enþá skítakuldi og Lóan er ekkert að láta sjá sig. En nú er kominn tími á að kveðja enda er kominn háttatími hér á bæ.

Þau dönsku kveðja að sinni

sunnudagur, 12. mars 2006

Helgaruppgjör

Jæja þá er þessi helgi búinn og eru Palli og Iggy á leiðini heim. Það leið nú ekki langur tími milli gesta hjá okkur. Kolla og Tumi fóru á hádeigi á fimtudag og Palli og Iggy lentu á fimtudaginn. Ég og Kristín fórum á tónleika með The Darkess í Valby Hallen um kveldið og voru þeir alveg massa góðir, komu vel á óvart. Palli og Iggy héldu í bæinn og fór ég og Kristín þangað eftir Darkness. Það kom ekki á óvart að við fundum þá á Dubliners í góðu glensi. Föstudagurinn var tekinn rólega og um kveldið var farið í party hjá FC Guðrúnu sem var haldið á kollegíinu. Var margt um mannin þar og massa stemmning á liðinu. Carlsberg sjálfur var síðan heimsóttur á Laugardaginn og var það bara nokkuð gaman að því. Mæli samt ekki með því að vara þunnur þar. Síðan á sunnudaginn var haldið á Bröndby stadion til að sjá Bröndby IF taka á móti FCK og voru mínir menn teknir í bakaríið. Leiknum lauk ekki nema 3-0 fyrir svínunum frá Bröndby. Ekki gaman að því. Það voru ekki nema 26017 manns á vellinum og var fínasta stemmning þar.



Nú er byrjuð ný skólavika og maður verður að fara að taka á því þar. Ég er ekki alveg að skilja Flash og er maður að reyna að grúska í þvi.
Kristín er að fara í atvinnuviðtal í dag og vonandi fær hún vinnuna. Maður vonar það besta. Það er komið frí í gestagangi á J 807 og koma ekki gestir fyrr en í byrjun apríl.
Kveðja frá veldi Margrétar drottningar

mánudagur, 6. mars 2006

Allir i Köben

Jæja gott fólk, hvað segið þið þá? Það er bara allt að gerast í kóngsins Kaupmannahöfn. Systir Kristíar hún DAGBJÖRT heiðraði okkur með nærveru sinni yfir helgina. Einnig voru foreldrar Kristínar hér í Köben á árshátíð og lengdu þau ferðina til að dveljast í veldinu fram á fimmtudag. Ekki er þetta búið þá því þá koma Iggy Pop og Polo Rossi og verður bara gaman að því. Já það er hægt að segja að helgin hafi verið fín. Byrjuðum á því á fös að fara út að borða með Kollu og Tuma á Vesuvio við Ráðhústorgið. Ég fór efti það á Moose að hitta fh-ingana þá Svabba, Bigga og Simma sem voru að koma frá suður-ameríku og voru á leiðinni yfir sundið til Emma. Einnig var Albinóinn í vörninu þarna enda er hann í námi hér. Það var gaman að sjá strákana og það er hægt að segja að þeir séu hressir eftir SA. Laugardagurinn var rólegur röltum um bæinn með Kollu og Tuma. Um kveldið fór ég, Kristín og Dagbjört á hinn eitraða stað Rimini og fengum okkur að éta. Ætluðum niður í bæ og fá okkur einn kaldann en það var yfirfullt allstaðar þannig að við fórum bara á Eyrarsundskollegíbarinn og fengum okkur einn kaldan. Síðan komu Anna Lára og Höddi með eitthvað fólk og enduðum við á því að sitja á barnum eitthvað frameftir. Á sunnudaginn var síðan aftur farið niður í bæ þar sem systurnar sátu með foreldrum sínum á Hvidvinstue (dansktorð). Fórum síðan að borða þarna einhverstaðar við Ny torv. Þannig að þetta er bara búinn að vera fínasta helgi og nú er ný vika tekinn við og gamla alvarna í skólanum hjá mér og vinnuleit hjá Kristínu er framundan.

Adios amigos.