Helgaruppgjör
Jæja þá er þessi helgi búinn og eru Palli og Iggy á leiðini heim. Það leið nú ekki langur tími milli gesta hjá okkur. Kolla og Tumi fóru á hádeigi á fimtudag og Palli og Iggy lentu á fimtudaginn. Ég og Kristín fórum á tónleika með The Darkess í Valby Hallen um kveldið og voru þeir alveg massa góðir, komu vel á óvart. Palli og Iggy héldu í bæinn og fór ég og Kristín þangað eftir Darkness. Það kom ekki á óvart að við fundum þá á Dubliners í góðu glensi. Föstudagurinn var tekinn rólega og um kveldið var farið í party hjá FC Guðrúnu sem var haldið á kollegíinu. Var margt um mannin þar og massa stemmning á liðinu. Carlsberg sjálfur var síðan heimsóttur á Laugardaginn og var það bara nokkuð gaman að því. Mæli samt ekki með því að vara þunnur þar. Síðan á sunnudaginn var haldið á Bröndby stadion til að sjá Bröndby IF taka á móti FCK og voru mínir menn teknir í bakaríið. Leiknum lauk ekki nema 3-0 fyrir svínunum frá Bröndby. Ekki gaman að því. Það voru ekki nema 26017 manns á vellinum og var fínasta stemmning þar.


Nú er byrjuð ný skólavika og maður verður að fara að taka á því þar. Ég er ekki alveg að skilja Flash og er maður að reyna að grúska í þvi.
Kristín er að fara í atvinnuviðtal í dag og vonandi fær hún vinnuna. Maður vonar það besta. Það er komið frí í gestagangi á J 807 og koma ekki gestir fyrr en í byrjun apríl.
Kveðja frá veldi Margrétar drottningar
2 Ummæli:
Vil bara þakka fyrir kalda og jafnfram blauta helgi. Skemmtum okkur vel og dvöldum á þessu fyrirtaks hóteli.
Steve Falconer var kláralega maður helgarinnar.
þeir eru svo myndarlegir þessir strákar.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim