Enn ein vikan að líða sitt skeið
Þá er þessi vika kominn á enda og um að gera að henda inn einu bloggi. Það komu nú ákveðinn gleði efni þessa vikuna, því Kristín fékk bréf frá skólanum sem hún er að reyna að komast inn í. Þeir vilja taka við henni en það er einn hængur á. Hún þarf að taka dönsku próf hjá þeim og sína hvað hún er góð í dönskuni áður er þeir hleypa henni inn. Nú er bara að fara að læra dönsku og massa þetta próf.
Annars var þetta nú róleg vika. Engin gestagangur og því um líkt. Næstu gestir eru ekki væntanlegir fyrr en 1. apríl og teljum við að um ákveðið gabb sé að ræða hjá mömmu og pabba (odds). Rétt að vona að mamma verði búin með peysuna mína enda er um þvílíkan þrýsting að ræða. Kristín er ekki en kominn með vinnu en það er vonandi að eitthvað fari að gerast í þeim málim í vikuni. Skólinn er fínn og er maður farinn að kynnast þessu liði aðeins betur. Var að vinna með Dana sem ber nafnið Andreas þó ekki önd og skiluðum við af okkur tölvuleik á miðvikudaginn. Síðan fengum við að velja okkur hópa og er ég með einum breta, einum gaur frá Úkraínu, einni stelpu frá úkraínu einnig held ég, síðan Andreas, Pétur og annar ísl sem heitur Matti. Erum við núna að vinna í því að gera kynningu á nýjum leik. Það eru allir hóparnir að vinn að mismunansi leikjum sem verður síðan kosið um á morgun (mán). En annars er allt gott að frétta frá landi danans, þó að þessi blessaða fuglaflensa sé kominn hingað.
Einhver laug því að manni að það yrði komið vor hér á bæ í byrjun mars allavega um miðjan mars en það er ekkert að koma. Það er enþá skítakuldi og Lóan er ekkert að láta sjá sig. En nú er kominn tími á að kveðja enda er kominn háttatími hér á bæ.
Þau dönsku kveðja að sinni
3 Ummæli:
jæja, þetta er ekki nógu gott.
þú getur þá ekki sungið fyrir Kristínu uppáhalds lagið hennar... sem er "Lóan er komin"
....vona að vorið fari að koma hjá ykkur, ekki er það komið hjá mér :|
...Dagbjört
mikið er skólinn að ganga vel hjá pilti. flottur strákur, ánægður með þig. vonandi fær kristín vinnu sem fyrst.
kr komið áfram í körfunni...
Sælir, farðu að blogga.
Annars þarf ég að fá emailið þitt. smelltu því á mig á pak1@hi.is
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim