mánudagur, 6. mars 2006

Allir i Köben

Jæja gott fólk, hvað segið þið þá? Það er bara allt að gerast í kóngsins Kaupmannahöfn. Systir Kristíar hún DAGBJÖRT heiðraði okkur með nærveru sinni yfir helgina. Einnig voru foreldrar Kristínar hér í Köben á árshátíð og lengdu þau ferðina til að dveljast í veldinu fram á fimmtudag. Ekki er þetta búið þá því þá koma Iggy Pop og Polo Rossi og verður bara gaman að því. Já það er hægt að segja að helgin hafi verið fín. Byrjuðum á því á fös að fara út að borða með Kollu og Tuma á Vesuvio við Ráðhústorgið. Ég fór efti það á Moose að hitta fh-ingana þá Svabba, Bigga og Simma sem voru að koma frá suður-ameríku og voru á leiðinni yfir sundið til Emma. Einnig var Albinóinn í vörninu þarna enda er hann í námi hér. Það var gaman að sjá strákana og það er hægt að segja að þeir séu hressir eftir SA. Laugardagurinn var rólegur röltum um bæinn með Kollu og Tuma. Um kveldið fór ég, Kristín og Dagbjört á hinn eitraða stað Rimini og fengum okkur að éta. Ætluðum niður í bæ og fá okkur einn kaldann en það var yfirfullt allstaðar þannig að við fórum bara á Eyrarsundskollegíbarinn og fengum okkur einn kaldan. Síðan komu Anna Lára og Höddi með eitthvað fólk og enduðum við á því að sitja á barnum eitthvað frameftir. Á sunnudaginn var síðan aftur farið niður í bæ þar sem systurnar sátu með foreldrum sínum á Hvidvinstue (dansktorð). Fórum síðan að borða þarna einhverstaðar við Ny torv. Þannig að þetta er bara búinn að vera fínasta helgi og nú er ný vika tekinn við og gamla alvarna í skólanum hjá mér og vinnuleit hjá Kristínu er framundan.

Adios amigos.

3 Ummæli:

Þann 6.3.06 , Anonymous Nafnlaus sagði...

Takk fyrir mig !!! Þetta var snilld.
...dagbjört

 
Þann 10.3.06 , Anonymous Nafnlaus sagði...

það er gamla sældin tekin út bara um hverja helgi. ánægður með þetta, flottir krakkar...

 
Þann 12.3.06 , Blogger Inga sagði...

Hæ hæ, vildi bara kasta á ykkur kveðju og vona að þið séuð hress og kát í Köben!

Bæjó,
Inga Steinunn (frænka Odds)

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim