fimmtudagur, 15. júní 2006

Kjappinn kláraði þetta


Jæja kjappinn fór í prófið í dag og vitir menn hann kláraði þetta með stíl. Þá er þessi önn að baki og nú önn tekur við 29. ágúst. En nú er bara málið að koma sér á klakann og vera hress og kátur. Þar sem hjúinn eru farinn í sumarfrí til Íslands þá fer þessi blessaða síða í frí líka og heyrumst við síðar.

Kærlig hilsen

Oddur

þriðjudagur, 13. júní 2006

Komin inn!


Þá er komið að næst síðasta blogginu fyrir heimferð. Þetta blogg er ekki af verra tagi því húsfrúin í J-807 er komin inn í TEC. Hún fór í dönskupróf í dag til að sjá hvort hún væri nógu fær í danskri tungu til að nema nám þar og flaug hún í gegnum það. Nema hvað!!!!

fimmtudagur, 8. júní 2006

helgin með Helgu

Jæja þá er komið að því að skrifa um helgina með henni Helgu Völu.. Ég skal reyna mitt besta að hafa þetta ekki jafn langt og síðasta blogg. Helga Vala mætti á Kaastrup á fimmtudagskvöld. Hún lét bíða eftir sér eins og stjörnurnar. Ég og Anna Lára héldum að hún hefði einfaldlega hætt við. Við fórum á collegie barinn þá um kvöldið og var ætlunin bara að fá sér einn eða tvo enn þeir breyttust í marga var haldið heim klukkan 4. Samt tókst okkur að vakna klukkan 11 og var farið að versla. Þar sem maður er ekki með pening til að spreða þá lenti aumingja Helga í því að ég var að spreða fyrir hana.... Hún mætti til Danmerkur með tóma tösku og aðeins eftir fyrsta dag tókst okkur næstum að fylla hana. Við fórum á Jörgens að borða og hittum svo Hödda og Önnu Láru ða collegie barnum þar sem ætlunin var aftur að fá sér einn eða tvo, enn viti menn haldið var heim um 3 leytið. Við ætluðum gellurnar á ströndina en ekki var veður til þess þó svo það hafi samt ekki verið hræðilegt. Við fórum niður í bæ og sáum þessa frábæru skrúðgöngu, hálfnaktir kvenmenn og allt. Við fórum í canal siglingu og skemmtum okkur þrælvel. Við hittum fyrir tilviljun hana Ásthildi á stirkinu þannig að allt í einu var helmingur af saumaklúbbnum staddur á einum og sama stað. Við héldum heim þar sem strákarnir voru búnir að elda þetta æðislega læri handa okkur. Síðan fórum við yfir í íbúðina okkakr Odds (einungis stelpur). Þar var haldið stelpupartý og gekk alveg frábærlega.. Síðan er náttúrulega ekkert stelpupartý án þess að einhver fari að gráta en því var reddað. Síðan var haldið niður í bæ og þar var allt á leiðinni niður. Smá vandræði sem á kannski ekki að tala um hérna. Eftir hálfan bjór var kvöldið endað með því að fara á kfc. Um morguninn fór ég og Helga niður í bæ, Oddur kom og hitti okkur. Við fórum niður á Ny havn og fórum aftur í canal ferð en núna vorum við í opnum bát sem er miklu betra.. Síðan röltum við um bæinn og síðan var tími til komin fyrir Helgu að fara heim. Það var yndislegt að hafa hana og vona ég að einhver komi nú í heimsókn..... Ég hér með segi að sá sem vill koma í heimsókn er velkomin, sérstaklega frá 31 júlí til 17 ágúst þar sem maður verður bara einn í kotinu meðan Oddur verður á Íslandi... Jæja ég ætla að segja þetta gott núna... Já og ég kem heim á miðvikudaginn og Oddur á Föstudaginn eftir viku....

Kveðja Kristín

og Oddur biður að heilsa

mánudagur, 5. júní 2006

London baby;)

Jæja ég veit að það átti að skrifa um helgina í London fyrir löngu en það er betra seint en aldrei!!!! Ég flaug til London á fimmtudegi og þar var ég sótt á flugvöllinn. Reyndar komu Matt og Dagbjört of seint af því flugvélin lagði svo seint af stað að ég hélt að fluginu myndi seinka en allt kom fyrir ekki og ég mætti á réttum tíma. Ég lét meira að segja kalla hana upp þegar ég var búin að bíða í hálftíma og það var ekkert smá fyndið þegar þeir kölluðu upp nafnið hennar en hún missti af því. Hún gekk inn í flugstöðina 2 mínútum síðar. Við keyrðum til Peterborough þar sem þau búa. Komum svolítið seint þannig að það var lítið gert annað en að fara að sofa þar sem Dagbjört þurfti að mæta í vinnuna daginn eftir. Ég mætti einmitt með henni og hef ég ekki vaknað svona snemma í nokkra mánuði en þetta gekk allt vel og varð Dagbjört bara hrikalega hissa á því hve vel gekk að koma mér á fætur og klæða mig. Dagbjört vinnur í Cambridge og er það fallegur bær nema ég sá ekkert of mikið af honum þar sem ég horfði á restina af dhw (desperit housewifes). Þeir í vinnunni voru nú fínustu gaurar. Ég ruglaðist einmitt á klukkunni og Dagbjört spyr hvort ég vilji ekki ganga aðeins um bæinn. Ég var enn þá með klukkuna á dönskum tíma þannig að ég sagðist nú geta beðið í 20 mínútur en það var auðvitað 1 tími og 20 mínútur. En haldiði að yfirmaðurinn hafi ekki bara leyft henni að fara fyrr og gengum við aðeins um. Fórum síðan heim þó svo það hafi tekið aðeins lengri tíma en það á að taka þar sem við ætluðum að fara krók framhjá bílastöppunni á hraðbrautinni. Þaðan var haldið á local pubinn. Við borðuðum og drukkum það kvöldið en ekkert farið út bara svona að catch-a upp (hehe). Á laugardeginum vöknuðum við snemma fórum á Ferraris í ekta breskan morgunmat!!!! Fórum síðan heim og héngum aðeins þar, þaðan var haldið á local pubinn og var spáð þar í lófa og drukknir nokkrir bjórar. Matt eldaði síðan mjög gott lasagne og drukkum við enn meira en kvöldið áður en héldum okkur bara á heimagrundu. Á sunnudeginum ákváðum við systurnar að fara í mini-golf spurðum við Matt og Dom (sem er bróðir Matts og á húsið) hvort það væri ekki etthvað svoleiðis. Þeir héldu það nú og lögðum við af stað. Þegar við komum þangað komust við að því að þetta væri ekki mini golf heldur ekta lítill golfvöllur sem er bara extra lítill hehehhe við nenntum því ekki þannig að við keyptum okkur bara ís og fórum í bíltúr. Héldum heim, hittum Dom og hann kom með okkur á pub. Þar var missionið að kenna mér að drekka guinness og tókst það. Maður hélt að kallinn ánægður en hann var ekki viss um þetta. Síðan fórum við þaðan á pakistanskan stað þar sem maður kemur með sitt eigið vín ef maður vill drekka. Við vorum orðin svolítið hífuð þannig að við héngum aðeins heima eftir þetta og fórum svo að sofa. Vökuðum hress á mánudagsmorgninum (ótrúlegt hvað maður var lítið þunnur og þreyttur þarna... Fórum í keilu og fengum okkur bjór síðan var haldið heim og Matt eldaði mjög góða skinku/svín, nokkrir mjög góðir skinku brandarar sagðir og nokkrar hvítvínsflöskur kláraðar. Vaknað var snemma um morguninn til að fara með Dagbjörtu í vinnuna og mig á flugvöllinn. Það var endalaus seinkun og endaði með því að ég þrufti að fara beint í vinnuna og Oddur tók töskurnar heim. Þetta var viðburðarík helgi og hef ég örugglega ekki sagt frá öllu til dæmis eins og það að Dom var allt annar maður en maður hafði búist við eftir sögurnar. Hann vaskaði upp tvisvar og spilaði eða söng "ég gef þér allt mitt líf". Dagbjört og Matt spurðu hvort ég gæti ekki verið alltaf hjá þeim þar sem hann væri svona skemmtilegur með mig í kringum sig;) En já þetta er ekkert orðin smá stór færsla þannig að ég þakka fyrir mig ef einhver nennti að lesa þetta og bráðlega mun koma færsla aftur um þessa helgi. Helga Vala var í heimsókn og var það gaman en já eins og ég segi það bíður betri tíma.....

Kærar kveðjur frá rithöfundi hinnar endalausu sögu aka (never ending story)
Kristín Edda