fimmtudagur, 8. júní 2006

helgin með Helgu

Jæja þá er komið að því að skrifa um helgina með henni Helgu Völu.. Ég skal reyna mitt besta að hafa þetta ekki jafn langt og síðasta blogg. Helga Vala mætti á Kaastrup á fimmtudagskvöld. Hún lét bíða eftir sér eins og stjörnurnar. Ég og Anna Lára héldum að hún hefði einfaldlega hætt við. Við fórum á collegie barinn þá um kvöldið og var ætlunin bara að fá sér einn eða tvo enn þeir breyttust í marga var haldið heim klukkan 4. Samt tókst okkur að vakna klukkan 11 og var farið að versla. Þar sem maður er ekki með pening til að spreða þá lenti aumingja Helga í því að ég var að spreða fyrir hana.... Hún mætti til Danmerkur með tóma tösku og aðeins eftir fyrsta dag tókst okkur næstum að fylla hana. Við fórum á Jörgens að borða og hittum svo Hödda og Önnu Láru ða collegie barnum þar sem ætlunin var aftur að fá sér einn eða tvo, enn viti menn haldið var heim um 3 leytið. Við ætluðum gellurnar á ströndina en ekki var veður til þess þó svo það hafi samt ekki verið hræðilegt. Við fórum niður í bæ og sáum þessa frábæru skrúðgöngu, hálfnaktir kvenmenn og allt. Við fórum í canal siglingu og skemmtum okkur þrælvel. Við hittum fyrir tilviljun hana Ásthildi á stirkinu þannig að allt í einu var helmingur af saumaklúbbnum staddur á einum og sama stað. Við héldum heim þar sem strákarnir voru búnir að elda þetta æðislega læri handa okkur. Síðan fórum við yfir í íbúðina okkakr Odds (einungis stelpur). Þar var haldið stelpupartý og gekk alveg frábærlega.. Síðan er náttúrulega ekkert stelpupartý án þess að einhver fari að gráta en því var reddað. Síðan var haldið niður í bæ og þar var allt á leiðinni niður. Smá vandræði sem á kannski ekki að tala um hérna. Eftir hálfan bjór var kvöldið endað með því að fara á kfc. Um morguninn fór ég og Helga niður í bæ, Oddur kom og hitti okkur. Við fórum niður á Ny havn og fórum aftur í canal ferð en núna vorum við í opnum bát sem er miklu betra.. Síðan röltum við um bæinn og síðan var tími til komin fyrir Helgu að fara heim. Það var yndislegt að hafa hana og vona ég að einhver komi nú í heimsókn..... Ég hér með segi að sá sem vill koma í heimsókn er velkomin, sérstaklega frá 31 júlí til 17 ágúst þar sem maður verður bara einn í kotinu meðan Oddur verður á Íslandi... Jæja ég ætla að segja þetta gott núna... Já og ég kem heim á miðvikudaginn og Oddur á Föstudaginn eftir viku....

Kveðja Kristín

og Oddur biður að heilsa

3 Ummæli:

Þann 12.6.06 , Anonymous Nafnlaus sagði...

Bíddu, bíddu, bíddu!

Alltof margt í þessum pistli sem þarfnast nánari útskýringa :)

Hlakka til sjá þig á ringarlandinu mikla :)
Magga

 
Þann 12.6.06 , Anonymous Nafnlaus sagði...

vei kemur heim á miðvikudaginn og þá ætla ég að hafa saumaklúbb se fyrst til að fá nánari útskýringar á þessari færslu....hlakka til að sjá þig skvís..
Birna

 
Þann 12.6.06 , Anonymous Nafnlaus sagði...

hæ, er ekki málið að ég hafi saumó á fimmtudeginum,kemmstu þá?? Endilega sendu mér sms ef að þú kemst?
alma

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim