þriðjudagur, 30. maí 2006

Tími á blogg

Þá er kominn tími á eitt stykki blogg held ég. Maður er búinn að vera einn í kotinu síðan á fim þegar Heimasætan skundaði til lands tjallans (englands). Maður er bara búinn að vera í móki í tölvuni, held að ég sé búinn að photoshopa úr mér líftóruna. Kristín var nú ekki sú eina sem skundaði til útlanda yfir helgina. Maður kíkti til Malmö frá fös til lau. Maður fékk ekki einu sinni köku, fannst það nú lélegt að Gaua þar sem hann var 28 á mið. Hann fékk pakka og allt en ekki fékk ég köku. Sátum heima á fös kvöldinu og horfðum á 3 Amigos og drukku ýmsa bjóra sem Gaui hafði fengið í afmælisgjöf, misgóðir er hægt að segja. Á lau fórum við á verðandi söguslóðir í Svíaríki n.t.t til Helsigborgar, sem eimitt Henke er að fara að spila með eftir HM, sem er eimitt að byrja, ekki leiðinlegt.
Það var víst svaka stuð á þeim systrum um helgina og var gaman að þær stöllur hittust. Ætli þið fáið ekki pistil um það frá henni.
Síðasta vikan er byrjuð í skólanum og eigum við að skila af okkur lokaverkefninu á fim og presintera það fyrir framan alla. Það verður bara gaman að því held ég. Síðan lærir maður eitthvað í 2 vikur fyrir þetta blessaða próf sem er 15 júní. Síðan er bara heimkoma 16 júní, það er komin smá hugur í kallinn, fara að spila með KV (sem veitir ekkert að :) ), hitta settirð, fara að vinna og ætli maður kíki ekki á Garðar á Celtic, iiiinnnúú. Kristín verður nú farinn heim á undan mér, 14 júní. En það verður ekki meira frá mér þessa stundina, vænti þess að Kristín vilji segja eitthvað um Englandsförina hérna, þannig að þið bíðið bara spennt fyrir frama skerminn.

Kærlig hilsen

2 Ummæli:

Þann 8.6.06 , Anonymous Nafnlaus sagði...

I love your website. It has a lot of great pictures and is very informative.
»

 
Þann 21.7.06 , Anonymous Nafnlaus sagði...

Greets to the webmaster of this wonderful site. Keep working. Thank you.
»

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim