þriðjudagur, 16. maí 2006

Þið eruð svona hress.

Eins og fólk sá vorum við búinn að kaupa okkur flug heim um miðjan júní. En það er nú lítið að frétta frá Kaupmannahöfn þessa dagana. Sólin var búinn að skína á okkur alla síðustu viku en nú hafa þessir veður guðir ákveðið að gefa okkur rigningu sem er bara hið besta mál en það er nú óþarfi að hafa hana í heila viku! Það var leikur hjá FC Guðrúnu á sunnudaginn og var kallinn en og aftur á skotskónum eða öllu heldur á skot enninu. Maður setti seinna markið í 2-1 sigri á einhverju dönsku liði. Þá er maður kominn með 9 mörk í 5 leikjum.
Kristín ætlar að kíkja til UK eftir 2 vikur og dveljast hjá Dagbjörtu systur sinni í nokkra daga. Nei, Dagbjört þú færð ekki að hafa hana til frambúðar, ég vil fá hana aftur.
Við bíðum spennt eftir svar frá TEC skólanum hvernær Kristín fer í dönskuprófið.
Íslandmótið í knattspyrnu byrjaði á sunnudaginn. Ég og Pésu vorum orðnir frekar spenntir að fara að hlusta á KR útvarpið. Það var stemmari hjá okkur fyrsta hálftímann þanngað til FH skoraði. Seinnihálfleikurinn var frekar daufur hjá okkur og var þögn í c. 45 mín. En KR náði að skíta á sig í fyrsta leik á móti Fimleikafélagi. Þarf ekki að segja meira.

Kærlig hilsen
Danaveldisbúar

2 Ummæli:

Þann 8.6.06 , Anonymous Nafnlaus sagði...

Hallo I absolutely adore your site. You have beautiful graphics I have ever seen.
»

 
Þann 21.7.06 , Anonymous Nafnlaus sagði...

Very pretty site! Keep working. thnx!
»

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim