sunnudagur, 7. maí 2006

Sumarið er timinn.....

Þegar fólk fer niður á Nýhavn og sest á kæjan og fær sér bjór. Það grætur ekki að vera gott veður hér í ríki Danans. Við erum að tala um 20+ síðustu vikuna. Það þýðir að fólk sé orðið nett tanað og fínt.
Síðasta vika var í rólegri kantinum. Strákurinn var búinn í hádeginu alla síðustu viku og var það bara hið besta mál því veðrið er búið að vera magnað. Það er nú ekki mikið stress búið að vera á liðinu. Það er spókað sig á Nýhavn með einn kaldann á kantinum. Reyndar fórum við í kanal bátsferð um köben og þar sá maður þessa fínu borg í soldið nýju ljósi. Það er alveg hellingur að flottum gömlum húsum á kristjánshávn.
Á lau var leikur með Guðrúnu og var kallinn aftur á þessum mögnuðu skotskóm. Við unnum FC Punani 7-4 og setti kallinn hvorki meira né minna en 4 mörk. Þar með eitt af 30 metrunum, sem sveif svona líka skemmtilega upp í vinkilinn. Ekkert smá sáttur með lífið. Þar með er kallinn kominn með 8 mörk í 4 leikjum í deildinni.
Um kvöldið fórum við ásamt Önnu Láru og Hödda til Beggu og Gumma í grill. Þar var boðið upp á grillað læri með öllu tilheyrandi og var það bara fínt. Sunnudagurinn er þrifdagur og er maður að bíða eftir að þurrkarinn klári sig af. Maður er svo heimilislegur. En nú er málið að fara að háma soldið popp í sig.

Kristín vill þakka öllum fyrir sig í sambandi við afmælið sitt. Hvort sem það voru kveðjur eða gjafir.

Kærlig hilsen

1 Ummæli:

Þann 21.7.06 , Anonymous Nafnlaus sagði...

Hey what a great site keep up the work its excellent.
»

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim