Kominn tími a blogg
Jújú þá er kominn tími á eitt stykki blogg. Páskahelgin var um síðustu helgi og er fólk hér fullt af Nóa páskaeggjum. Ekki amarlegt það. Fórum yfir sundið í mat til Gaua og Elínar ásamt Eika, Vigdísi og stelpunni þeirra. Elduðu þau hjú þetta agarlega góða íslenska læri. Maður var saddur í marga daga á eftir. Í vikunni var svokölluð masterclass vika í skólanum hjá mér. Þá velur fólk sér einn áfanga til í að vera í í viku. Valdi ég áfanga sem hét VJ eða vidjual DJ. Snérist um að hafa hreyfimyndir með tónlist. Ekkert spes áfangi, eiginlega bara leiðinlegur. Kristín er á fullu í skólanum og er að vera reiprennandi í danskri tungu. Hún er einnig á fullu að skúra á kvöldin. Hún er ekki en búin að fá vinnu um daginn og erum við bara búin að gefast upp.
Vorið er komið hér í Köben og var fínasta veður alla síðustu viku þrátt fyrir smá regn. En það er kominn 15 stig og allt að gerast. Í gær fórum við með Hödda og Önnu Láru í hjólatúr. Hjóluðum niður á Íslandsbryggju og smökkuðum pizzu sem Höddi og Anna eru búinn að vera hæla í marga mánuði. Var hún alveg ágætt. Einginn Pizza king!! Fórum þaðan í tívolí og röltuðum við um í góða veðrinu og tiltum okkur á bekk og sóluðum okkur aðeins. Maður er bara að verða eins og blökkumaður. Nei nei smá kynding á línuna. Eftir tívolí hjóluðum við inn í Christaníu og kíktum á það. Maður er kominn inn í annan heim þegar maður kemur þangað. Það er fyndið að sitja þarna og horfa á fólk á næsta borði vera að vefja sér jónu. Þetta er eitthvað sem maður kannast ekki við. Vægast sagt rólega andrúmsloft þar. hehe. Fórum þaðan heim eftir þennan massa hjólatúr og eru hjólin okkar bara í fínu standi. Um kveldið var síðan spilað heima hjá Önnu og Hödda ásamt Beggu og Gumma. Hættuspilið var spilað og er það mannskemmandi spil. Allt fór í háaloft og var fólk orðið fegið þegar það kláraðist eftir 4 tíma spil. Hættulegt en magnað spil. Það var síðan fyrsti leikurinn hjá Guðrúnu í dag og var maður vaknaður um 8 leytið og kominn upp til Valby um hálf 10. Grasið er í massi og var eins og að spila á kartöflugarði. Leikurinn tapaðist á móti Celtic. Nett geðveikir Bretar. Kallinn spilaði 90 mín og var bara í fínu formi. Það var gaman að komast í alvöru leik. Næsti leikur er síðan á mið og verður hann að vinnast.
En húsmóðirinn á heimilinu er búinn að poppa og jafnvel að maður skelli einhverji ræmu í tækið.
Þangað til næst. Danska hyskið.
1 Ummæli:
Þú talar um að þú sért kominn í gott form, en ég get fullvissað þig um að ég muni slá þér við. Með víraðann munn og aðeins étandi fljótandi fæði þá fljúga kílóin af manni. Ég get mælt með kjálkabroti við sérhvern mann. 3 kíló á einni viku, hvernig verð ég eftir þrjár í viðbót?
Annars var bara fínnt að borða abt mjólk í kvöldmatinn meðan fjölskyldan fékk sér grillað lundir og kjúkling.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim