Góð verslunarmannahelgi
Jæja þá er margt búið að gerast... Fyrsta vikan í skólanum er búin. Hún var skemmtileg, ágæt og athyglisverð. Ég er með nokkrum dönum, einum færeying og síðan svíum og norsurum í bekk. Það er svolítið erfitt að skilja alla og allt en þetta var strax orðið skárra fyrir mig á föstudeginum. Við fórum í Introtur. Það er ferð sem að allir busar fara í sem eru í optikerdeildinni. Þetta var nokkuð gaman, maður kynntist flestum og haldið þið að ég og minn bekkur hafi ekki bara unnið hæfileikakeppnina;) Þetta var frá miðvikudegi til fimmtudags. Síðan var venjuleg kennsla á föstudeginum. Skrítið að vera sestur aftur á skólabekk en samt mjög fínt að finna aftur þessa bekkjaheild sem maður hefur ekki fundið fyrir síðan maður var í grunnskóla, fyrst maður var nú í fjölbrautaskóla. Ég fór síðan um kvöldið til Svíþjóðar þar sem Guðjón og Elín voru svo góð að taka á móti mér. Þakka ykkur kærlega fyrir enn og aftur. Það er ekki hægt að segja að við sátum heima alla helgina og boruðum í nefið. Nei, alls ekki!! Ég og Elín vorum vaktar klukkan 7-7:30 á laugardeginum af herþjálfanum honum Guðjóni. Lögðum við af stað klukkan átta upp eftir Svíþjóð. Við keyrðum til Jönkjöping, sem er staðurinn þar sem eldspýturnar voru fundnar upp og er meira að segja eldspýtusafn þar. Við fórum uppá Taberg sem er fjall með mjög fallegt útsýni. Síðan keyrðum við til Grenna sem er lítill fallegur bær. Þar var fundinn upp brjóstsykur og auðvitað keyptum við okkur smá brjóstsykur og horfðum meira að segja á brjóstsykur búin til þarna einmitt í búðinni. Við keyrðum síðan í gegnum bæ þar sem eru búin til ýmis raftæki man ég ekki alveg hvað sá bær heitir en það er þekkt fyrir tæki sem heita einmitt það sama og bærinn enda fyrirtækið skýrt eftir bænum. Síðan var keyrt tilbaka. Þetta hljómar kannski ekki eins mikil upplifun og mér fannst þetta vera en ef maður hugsar um að þetta tók 12 klukkutíma þetta ferðalag þá ætti það aðeins og impressa ykkur;) Þetta ferðalag var farið á mjög góðum og gömlum volvo sem Guðjón stýrði eins og kóngur. Og Elín eins og drottning þennan litla spöl sem hún keyrði;) Þau ákváðu að þau myndu þola einn dag enn með mér þannig að ég gisti aðra nótt hjá þeim og var ekki vaknað alveg eins snemma og á laugardeginum. Við fórum í búðir því við vorum ekki alveg viss hvort sólin myndi standa sig og var verslað svolítið, veit nú ekki hvort Oddur hleyptir mér aftur einni til Svíþjóðar þar sem það gæti alvarlega komið niður á buddunni HANS hehe. Það var ekki einungis verslað í búðum af því við skelltum okkur á netið og keyptum ferð til lúxemborgar eftir 3 vikur. Ég, Oddur, Guðjón og Elín ætlum öll að skella okkur til Sigþórs og Lindu en Sigþór er bróðir Odds og Guðjóns. Við fórum líka niður á bryggju í Malmö þar sem við sleiktum aðeins sólina. Allavega þetta er orðið svolítið langt blogg þannið að ég ætla að leyfa ykkur að hvíla ykkur aðeins. Heyri í ykkur bráðlega.
Kveðja
Kristín (alls engin borari í nefið) Sigurðardóttir í 25 stiga hita og heiðskýru veðri.
3 Ummæli:
Jiii og ég sem er að vorkenna þér að vera ein í úglandinu :) greinilega alveg nóg að gera hjá þér þó svo að Oddur sé ekki að passa þig!
Gaman að heyra hvað þér líst vel á skólann og enn skemmtilegra þegar þú verður búin með hann.
Kys&kram frá gleraugnaglámunum í Engjaselinu 8)
Bærinn heitir Huskvarna
gaman að sjá að allt er í fínu standi hjá þér og þú virðist skemmta þér vel á Odds:) hafðu það gott sæta
kveðja Birna
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim