miðvikudagur, 9. ágúst 2006

Gott veður ALLTAF

Jæja þá er það enn ein skýrslan frá Köben. Þetta er bara búin að vera ágæt vika. Einveran heldur áfram samt og það er mjög erfitt að vera svona einn alltaf þegar góða veðrið lætur ekki á sér standa. Ég þyrfti eiginlega að fara að drífa mig meira út. Engin brúnka komin á mann eða neitt. Það var nú svo heitt í gær að við fengum að fara hálftíma fyrr úr skólanum, það voru allir að leka niður!! Danskan er að koma hægt en hei kemur samt. Orðaforðinn er alltaf að batna og stærri setningar koma útúr manni. Þó svo að ég sé ekki jafn málglöð og ég hef verið þekkt fyrir áður. Það er mjög skrítið að vera "feimna" og þögula manneskjan. Ég held að ég sé ekki búin að vera sú manneskja síðan ég var 9 ára. Ég kann betur við opnu mig en hei það mun koma vona ég og ég vona einnig að þeim eigi eftir að líka við opnu mig. Þorbjörg frænka hringdi í mig í gær og við ætlum að hittast á föstudaginn, fyrst ég er alltaf búin í skólanum klukkan 11 á föstudögum þá munum við fá allan daginn saman. Bara ég, Þorbjörg og Arna Stefanía dóttir hennar. Já og heyrðu ég lenti bara í því einna skrítnasta atviki sem ég hef nokkrum sinni lent í um daginn. Semsagt ég sat hérna heima í hægindum mínum í sófanum. Gluggarnir eru opnir þar sem það er mjög heitt hérna og hvað kemur inn um gluggann???? Það kemur eitthvað inn og beint á mig og ég hélt fyrst að þetta væri fiðrildi en neeeiii þetta var ekki fiðrildi, ekki flugvél heldur engispretta. Já þið lásuð rétt, engispretta. Ég bý uppi á 8 hæð og það hoppaði engispretta inn um gluggann hjá mér. Þið getið rétt ímyndað ykkur hvað mér brá. SVAKALEGT alveg HA. Já henni hefur kannski fundist ég líta eitthvað einmanalega út hahah. Já síðan er það viftan góða. Ég keypti hana á föstudaginn en þar sem ég var í Svíþjóð setti ég hana ekki saman fyrr en eftir helgi. Það var í rauninni ekkert mál að setja hana saman fyrir utan það að fóturinn er eitthvað bilaður þannig hún getur ekki staðið þannig að hún fær bara að sitja hérna í stólnum við hliðinna á mér. Bestu vinir alveg, ég og viftan. En já þetta er búið að vera viðburðaríkt. Svona öðruvísi hlutir sem maður talar um eða tekur eftir þegar maður er svona einn. Ég sakna Odds nokkuð mikið. En ætla ekki að væla yfir því hér. Höddi hennar Önnu Láru kemur í næstu viku, hann komst að því í dag að hann byrjar í skólanum í næstu viku ekki í september. Fínt að hafa einhvern til að spjalla kannski við eða jafnvel einn bjór eða eitthvað hehe.

Þá er ég búin
Kveð að sinni
Kristín Edda (einskær viftu og engisprettuvinur)

3 Ummæli:

Þann 9.8.06 , Anonymous Nafnlaus sagði...

Ohh ég var næstum búin að gleyma þessu með engisprettuna. Lokaðu gluggunum og settu viftuna á fullt! Ég myndi ekki hika við það. Á tveimur dögum er ég búin að láta Hafþór drepa eina RISA kónguló sem var búin að koma sér huggulega fyrir í eldhúsvaskinum og tvær hlussu hrossaflugur sem einhvern vegin héldu að þær væru velkomnar inn á mitt heimili. - Ó nei!!

Haltu áfram að rúlla upp dönskunni og einverunni.

Baráttukveðjur úr gettóinu.
MJ

ps. ég er viss um að bekkjarfélagarnir kynnist málglöðu Stínunni minni fyrr en varir :)

 
Þann 9.8.06 , Anonymous Nafnlaus sagði...

Ohh ég var næstum búin að gleyma þessu með engisprettuna. Lokaðu gluggunum og settu viftuna á fullt! Ég myndi ekki hika við það. Á tveimur dögum er ég búin að láta Hafþór drepa eina RISA kónguló sem var búin að koma sér huggulega fyrir í eldhúsvaskinum og tvær hlussu hrossaflugur sem einhvern vegin héldu að þær væru velkomnar inn á mitt heimili. - Ó nei!!

Haltu áfram að rúlla upp dönskunni og einverunni.

Baráttukveðjur úr gettóinu.
MJ

ps. ég er viss um að bekkjarfélagarnir kynnist málglöðu Stínunni minni fyrr en varir :)

 
Þann 9.8.06 , Anonymous Nafnlaus sagði...

náðiru þessu ekki örugglega ;)

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim