Helgin liðin!!!
Jæja þá er enn ein helgin búin hér í DK. Þetta var bara mjög fínt þar sem ég hitti fullt af fólki um helgina. Ég hitti Þorbjörgu og Örnu Stefaníu á föstudaginn á hádegi. Það var búin að vera hellirigning allan morgunin en síðan fengum við þetta æðislega veður um síðdegið. Við fórum á mjög góðan indverskan stað og héldum svo í sitthvora áttina um 6 leytið. Þetta var æðislegur dagur og var mög gaman að hitta þær mæðgur. Á laugardeginum var ég bara mjög róleg, það var rigning og ég bara einfaldlega nennti ekki að gera neitt. Á sunnudeginum hitti ég Inga (pabba hans Odds) og Guðjón (bróður hans Odds) og var það mjög fínn dagur. Við fórum inn í Illum bolighus og svo ætlaði Guðjón að kíkja á Boss draumjakkann sinn en þá var lokað í Illum... Og það kom í ljós að það var bara lokað alls staðar!! Við fórum þá á Old English, (mjög fínn pub)og horfðum á fyrri hálfleik af Liverpool og Chelsea leiknum. Síðan fór ég með þeim á Hovedbanen, keypti mér kvöldmat (McDonalds úpppps) og kom við á Paradís (sem er besta ísbúð í Köben) sem ég er búin að ætla að fara síðan ég km út í febrúar og loksins smakkaði ég ísinn og hann var alveg frábær. Síðan er bara komin dagurinn í dag og önnur vika byrjuð. Oddur kemur eftir akkúrat viku og ég get ekki beðið....:) Það er misjafnt hvað veðurfréttirnar segja fyrir þessa viku en flestir eru sammála um að hitinn verði um 25 stigin..... Vó skrítið að vera í skóla í svona miklum hita..
Ætla að kveðja núna
Heyrumst fljótlega
Kristín Edda
2 Ummæli:
Kíkti hér inn og vildi kvitta fyrir mig!
Gott að sjá að það gengur allt svona glimrandi hjá þér!
Það er alltaf sama stuðið á heilsugæslunni;)
Bestu kveðjur til Köben
Hildur á heilsubælinu í Mjóddinni
Hvernig væri að fara að skrifa eitthvað skemmtilegt á bloggið?
Kveðja frá Austurströnd
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim