mánudagur, 23. október 2006

IF Guðrún


Þetta er einstaklega huggulegur hópur manna!

Júbb það er einmitt málið

Þá er komið að þessu vikulega eins og maðurinn sagði um árið. Ég held að það sé upplagt að strákurinn byrjar á að baula eitthvað og síðan er skipting og konan fær að rita eitthvað á skjálinn!

Strákurinn!
Það er búið að vera frekar rólegt hjá mér undanfarna viku. Skólinn gengur sinn vana gang og skánar hann ekkert en maður þarf bara að þrauka þetta, er það ekki?
Mamma var í kóngsins um helgina og hittum við á hana á föstudaginn. Auðvitað kom hún með íslenskt nammi og harðfisk. Þristar og bingókúlur og er það alveg málið. Röltum við með múttu um bæinn og lét hún sig hafa það að rölta inn í H&M og versla eitthvað. Síðan var haldið á Jensens að eta og var það bara fínt. Síðan var rölt meira og kíkt á þetta helsta Magasín og svona. Síðan röltum við upp á hótel og kvöddum við hana. Það var gaman að sjá þá gömlu en það er nú ekki langt í að hún kemur aftur og þá verður gamli með í för.
Maður er á fullu í boltanum. Fótbolta seasonið kláraðist um helgina. Það byrjaði 8. apríl og klárast 22. okt með sumarfríi en þá fór maður heim að spila fyrir stórveldið (KV). Þannig að þetta er orðið soldið langt season hjá manni en það er bara hið besta mál enda frekar gaman að spila á grasi allann þennan tíma. Það er ekki hægt að segja að við höfum klárað þetta tímabil með stæl töpuðum á sunnudaginn 6-0 þannig að í síðustu 3 leikjunum erum við með markatöluna 23-3, goggi mega!!!!!! Nú er það bara handboltinn sem tekur við og var spilað í honum á laugardaginn, sá leikur tapaðist einnig en strákurinn setti 3 eins og vanalega.
Maður er kominn í vikufrí frá skóla. Það er einn dagur búinn og er maður temmilega eyrðarlaus og það er spurning hvernig maður verður á föstudaginn. Ætla reyndar að fara í Studieskolen á morgun og skrá mig í dönskunám. Það er nú kominn tími til að læra þetta. Er það ekki???

Stelpan!
Það er nú ekkert mikið meira að frétta frá mér.. Var í vikufríi í síðustu viku, er búin að vera að reyna að fá praktikpláss en það gengur ekkert. Vona nú að maður þurfi ekki að fara heim frá kallinum sínum í DK..:( Ég hélt partý um helgina. Það var mjög gaman fyrir utan ýmsa hiksta. Svo þegar maður var loksins komin í stuðið þá var einhver gaur sem elti okkur um allan bæinn í svona hálftíma og spýtti á okkur.. Geðveikur gaur... Svo fór ég og Oddur í Halloween tívoli í gær. Og já svo er bara komin mánudagur og voða lítið að frétta á mánudögum... Nema það er símakeðja í bekknum ef það er hætt við tíma eða eitthvað og svo hefur einhver gleymt að hringja eða senda sms til Ljube, sem átti síðan að hafa samband við mig, svo að ég hafði ekki samband við Tine sem þýðir að eina fólkið sem mætti í dag var ég, Tine og Ljube... Rosa gaman.....
En já eins og þið lesið er voða lítið að frétta, ætla að fara að horfa á tv núna...
Heyrumst.

Strákur og Stelpa út.....

miðvikudagur, 18. október 2006

Þrífarar vikunar


Það eru Grétar Ali, Sayid úr Lost og Tímon.

sunnudagur, 15. október 2006

Þá er biðin á enda!

Jæja okkar ástkæru blogglesendu þá er biðin á enda. Áður en þú heldur lengra, stattu upp, farðu í ískápinn og náðu þér í einn kaldan! Búinn?? Það er gott þá hefst lesturinn!

Það er allt að gerast í Danaveldi þessa dagana, inúúú! Tine vinkona Kristínar er búin að búa hjá okkur undanfarna daga og var það bara hið besta mál. Það gengur allt eins og í sögu í skólanum hjá Kristínu, hópurinn hennar var að skila af sér verkefni sem var 1/3 af lokaeinkunn og tóku þær sig til og fengu 11 fyrir það og voru hæstar í bekknum, þakka þér. Kristín er komin í vetrarfrí og mun hún fara núna á fullt að reyna að redda sér praktik plássi hjá einhverri búð. Við höfum nú ekki miklar áhyggjur yfir því, enn allavega. Það á væntanlega einhver eftir að ráða konuna enda prýðis vinnuafl.
Skólinn hjá mér gengur sinn vanagang, erum að vinna að verkefni sem felur í sér að finna þýskt vörumeki og markaðssetja það fyrir danskan markað, mega stuð. Erum við mað adidas línu sem var gefin út í Japan fyrr á þessu ári. Ég fer síðan ekki í vetrarfrí fyrr en í næstu viku, þeir pössuðu sig á því að láta okkur vera í sitthvorri vikunni svo við gætum ekki farið neitt.

Hérna koma síðan einhver korn.

-Kjappinn var klipptur og er líka svona sætur eftir það
-Kristín litaði á sér harið og kom það bara vel út
-Fórum í brúðkaupspartý hjá Hjalta og Lindu í gær og var það mjög gaman
-Kjappinn er á fullu með IF Guðrúnu í handboltanum og setti hann 3 í síðasta leik sem vannst 26-29
-Seasonið er að klárast í fótboltanum og erum við búnir að tapa síðustu 2 leikjum 12-3 og 5-1 en maður er búinn að skora í þeim báðum
-Það eru 67 dagar í heimkomu
-Blogg stríð er í gangi milli okkar, Alí og Jakó og Jökuls og Stínu
-Við erum að valta yfir þetta stríð
-Mamma verður í Köben um næstu helgi
-Keyptum okkur miða á Badly Drawn Boy á Vega 29. nóv.
-Lost er byrjað og Boston Legal er besti þáttur í heimi
-Sigþór bróðir átti afmæli í vikuni, til lukku með það
-Gaui og Elín gistu hjá okkur á fös, voru að fara til Helsingi snemma á laugardeginum
-Kristín fór ekki út úr húsi á föstudaginn, enda föstudagurinn 13
-Horfði á Ísland tapa 1-2 á móti Svíum
-Afhverju gat Eiður ekki skorað þegar hann setti hann í slánna!
-Það er búið að opna Hrekkjavöku tívoli og það er alveg málið að kíkja í það
-Erum að hugsa um það að fara til London í janúar
-Dagbört og Matt verða hjá okkur 3-5 nóv
-FCK er klassa ofar en öll lið í SAS ligan
-Lokahóf KSÍ í gær og hvað er málið að Birkir Sævarsson sé efnilegasti maður deildarinar
-Leikmanna markaðurinn er að fara á fullt heima, verður gaman að sjá hverja KR fær
-Kristín heldur party fyrir stelpurnar í bekknum sínum um næstu helgi
-Fékk verlaunin mín fyrir að vera besti framherji KV um síðustu helgi
-Sara er hjá okkur í nótt

Já kæru lesendur, ég vona að þessi færsla valdi ykkur ekki vonbryggðum og vona einnig að þú sért búinn með bjórinn sem þú opnaðir áður en þú byrjaðir að lesa. Nú er málið að standa upp og gera nokkrar teygjur því að þú hefur gott að því!

Eyrarsundsbúarnir í íbúð j-807 kveðja að sinni

Danny Crane

laugardagur, 14. október 2006

Ekkert að gerast

Þessi færsla inniheldur ekki neitt. Bara að láta vita að við erum á lífi og það fer að styttast í eina góða og langa færslu. Það er verið að semja hana í augnablikinu. Garpur farðu síðan að róa þig aðeins. En nú er málið að fara að spasla saman á sér andlitinu því að við erum að fara í brúðkaupspartý hjá Hjalta og Lindu.

Oddur "hinn" Helgi kveður að sinni!

miðvikudagur, 4. október 2006

As usual

Jæja þið eruð svona hress er það ekki? Það er s.s voða lítið af frétta úr ríki Danans. Sumarið er farið frá okkur eins og er og eru þrumur og eldíngar í miklum uppáhaldi þessa dagana! Ég hef ekki gvend um hvað ég á að skrifa!
Horfði á KR leikinn á laugardag, góði helvítis leikurinn, einmitt. Hef ekki séð þá svona lélega í langan tíma og valtaði Drulluvík yfir okkur. Hafði ekki einu sinni áhuga að fara út um kveldið. Á sunnudaginn spilaði ég leik með IFG í handboltanum og töpuðum við honum 23-29. Kjallinn átti ekki sinn besta leik og setti 1. Klikkaði úr svona 6 dauðafærum.
Skólinn gengur sinn vanagang hjá okkur hjúunum. Kristín er búin að vera í stórum verkefnum og er stórt verkefni að byrja hjá mér þannig að við erum bara í fínum málum.
Tine vinkona Kristínar er hjá okkur þessa dagana þar sem hún stendur í flutningum. Hún er dönsk og allt.... En eins og var sagt hér áður hefur ekki mikið gerst síðan í síðustu viku.... Hún Hrafnhildur gella kemur á föstudaginn og er tilhlökkunin vægast sagt mikil.... Það verður gaman að sjá dömuna er ekki búin að sjá hana síðan í júlí....

Það verður nú ekki mikið meira sagt hér í dag en það verður örugglega eitthvað mikið að segja frá eftir heimsóknina hennar Hrrafnhildar.

kveðja Oddur og Kristín að skrifa í sameiningu;)