Helgi i Lux
Jæja þá erum við kominn úr magnaðri ferð frá Lúx. Mega sáttur við Lúx, góð borg. Það var gaman að sjá liðið á ný. Frekar flott húsið sem þau eiga heima í. Já við flugum á fim morgun til Frankfurt og tókum við þar bílaleigu bíl. Gaui var búinn að prenta út flottar leiðbeningar sem voru ekki að gera góða hluti. Við áttum að vera á Autobanen en einhverja hluta vegna þá vorum við á sveitavegum og vorum bara í sætsín um þýskaland. En á endanum þá komumst við loksins til Betrange þar sem Sigþór og Co. eiga heima.
Á fim var nú bara chillað og lífinu tekið með ró. En sú ró fór fyrir lítið þegar Sverrir og Emilía komu heim og var það bara gaman. Það var grillað og mikið talað saman um kveldið. Á fös var vaknað og haldið niður í bæ og sagði Gaui franski eins og hann er kallaður þessa dagana. Fengum við okkur Baguette í morgun matinn og var það bara gott. Síðan var röllt um miðbæ Lúx og farið í touristbus og allann ferðamannapakkann á þetta. Lúx er fáránlega flott og ég átti ekki orð. Síðan var bara haldið heim á leið og kvöldmatur borinn á borð.
Laugardagurinn var tekinn snemma og var haldið til Frakklands nánar til tekið til Nancy sem er um 1 klst frá Bertrange. Nancy er frekar flott borg, allavega það sem við sáum að henni. Fórum og skoðuðum torg sem er á heimsminnjaskrá. Frekar flott. Síðan var haldið í stóran park sem er þarna. Var farið í minigolf (það er ekkert frekar talað um það) og í garðinum var dýragarður og allur pakkinn. Síðan var haldið aftur til Lúx og farið í tívolí sem var í bænum. Frekar í flottari kantinum miðað við ferðatívolí. Ég, Kristín, Linda og Gaui ákváðum að fara rússibana sem var frekar skemmtilegur en hann var full stuttur. Síðan tókum ég, Kristín, Gaui og Elín Sverrir með okkur í massa stórt Parísarhjól. Ég er frekar lofthræddur og var ég að skí#+ í mig. Var farið í fleiri tæki og allur pakkinn tekinn á þetta. Maður var semí-stóran bangsa handa konuni og svona. Eftir tívolíið voru allir frekar þreyttir og var það beddinn sem tók við eftir nokkra bjóra og spjall.
Á sunnudeginum vöknuðu ég og Kristín snemma til að heimsækja Eddu og Sigmar sem eru vinafólk fjölskyldunar úr Grófarselinu. Kristín var ekkert að spara fótin á Autobanen og var að negla bílinn í 150 kall. Þegar við vorum búinn í góðum brunch þar var haldið til Bertrange, þar sem annar brunch þar á bæ.
Síðan var bara kvatt og haldið var heim á leið. Á heimleiðini tókum við eftir því að Þjóðverjar eru fávitar, sagt og skrifað. Á flugvellinum í Frankfurt talaði ekki sála sem var í þjónustustarfi ensku, HALLÓ! En ekki meira um það. Þessi ferð var mögnuð í alla staði og var gaman að sjá liðið aftur. Emilía var farinn að babla eitthvað á frönsku og allt að ferast. En já nú er málið að hætta og þökkum við bara fyrir okkur.
PS. Það eru komnar inn nýjar mydir frá lúx í myndaalbúminu!
1 Ummæli:
Þetta er frekar flott færsla.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim