sunnudagur, 23. desember 2007

Smá bloggetí blogg

Það er rétt hjá þér lesandi góður, við vorum nú kominn í jólafrí en ég ákvað það þar sem ég sit nú við framan skjáinn að rita nokkur orð hérna inn! Klakinn er góður og er hótel mamma ekkert að klikka, besta hótelið í bænum, mæli með því. Jeb blogga nú eiginlega út af 2 ástæðum.

Önnur ástæðan er sú að hann karl faðir minn var að fá gullmerki KSÍ
á mánudaginn var og má lesa um það hér og er mynd með og alles. Það er ekkert nema gott um það að segja

Hin ástæðan er sú að ég var að horfa á fréttir á RÚV í gærkveldi og þar kom sennilega frétt ástins um konu sem var búinn að vera í sama jólakjólnum í 20 ár! Jeg segi nú bara eitt: OG HVAÐ MEÐ ÞAÐ??


En meira var það ekki að sinni! Gleðileg jól og allur sá pakki!

sunnudagur, 16. desember 2007

Já sæll! Eigum við að ræða þetta blogg eitthvað?

Nú er það bara jólahjóla eitthvað stuð. Allt að skella á í orðsins fyllstu merkingu. Kjallinn verður væntalegur á Drulluvíkur flugvöll um 1500 á þriðjudaginn og konan er því miður ekki væntaleg fyrr en um miðnætti þann 22. des. Þá verður maður fyrir utan gate-ið að taka á móti henni, það er nefnilega svo gaman að keyra Reykjanes brautina að ég ætla að reyna gera það eins oft og ég get! Ajauuuu.

Kristín er búinn að taka öll prófin sín fyrir jól og hefur konan staðist það með prýði. Það er nátturlega ekki við neinu öðru að búast. Þið vitið öll hvað hún valdi vel í kallamálum þá ætti þetta nám ekki að vera mikið mál fyrir hana.

Við höfum ákveðið það þar sem við erum að fara heim að taka smá blogg-jóla-pásu hér á þessari mögnuðu síðu og koma eldhress og sprelllifandi á nýju ári. Eigum við eitthvað að ræða það að það sé að koma 2008? Já sæll, já fínt. Maður eldist eins og allt annað. Á nýju ári er Kristín búinn að lofa því að vera meira aktív í blogginu með einnu skilyrði. Þetta skilyrði er til ykkar lesendur góðir. Þegar Kristín skrifar færslu þá megið þið endilega kommenta á frúna, hún er alltaf svo sár þegar hún bloggar og engin komment koma á hana. Þið þurfið að fara bæta þetta eða kjallinn tekur ykkur í karphúsið!

ps. djöfull var þetta léttur sigur hjá Man Utd á Anfield í dag. Gamli skyldu sigurinn!!

Jóla, baráttu og nýjárs kveðjur frá veldi Möggu drollu!

mánudagur, 10. desember 2007

Ætli að það sé jólahjól?

14 dagar í jól gott fólk, það þýðir 1 dagur í Stekkjastaur, 8 dagar í kjallinn, 12 dagar í konuna! Það er ekkert smá hvað tímanum líður á þessari gervihnattaöld eins og sungið var um árið.

Það er nú búið að vera nóg að gera hjá okkur undanfarið. Dagbjört var hjá okkur um helgina og var mikið stuð á mönnum og konum. Eitthvað náði Dagbjört að versla og gengum við einnig frá eitthvað af jólagjöfunum okkar. Það er ekkert nema gott um það að segja. Þökkum við Dagbjörtu fyrir komuna og var gaman að hafa hana.

Það er nú ekki jólalegt um að lítast hér í kóngsins Köben þó að jólaljósin séu kominn upp. Það er kannski eina sem kemur manni í jólaskap þessa dagana er Baggalútur og mæli ég eindregið með nýja laginu Ég kemst í jólafíling enda er þetta gríðarlega gott lag. Einnig fer að líða að því að maður fari að skella Home Alone 1 og 2 í tækið og Christmas Vacation. Þá held ég að jólaandinn fari nú að koma yfir mann.

Jeg er einnig búinn að setja inn nýjan link hérna hægra megin á síðuni og eru það Símamyndir sem ég tek og set þær þarna inn. Jeg ætla nú ekki að hafa þetta lengra að þessu sinni.

mánudagur, 3. desember 2007

Googlaður

Já það er alltaf gaman að Googla sjálfan sig því það er svo margt sem leynist á þessu interneti þökk sé Einari Bárðasyni!

Ekki vissi ég að ég væri á afrekaskrá Frjálsíþróttasamband Íslands:


Einnig er þetta skemmtilegt! (takið vel eftir 74. mín í leiknum)

laugardagur, 1. desember 2007

1. desember

Nú er löglegt að spila jólalög og hér fáið þið danska jólavísu frá Drengene fra Angora!