Smá bloggetí blogg
Það er rétt hjá þér lesandi góður, við vorum nú kominn í jólafrí en ég ákvað það þar sem ég sit nú við framan skjáinn að rita nokkur orð hérna inn! Klakinn er góður og er hótel mamma ekkert að klikka, besta hótelið í bænum, mæli með því. Jeb blogga nú eiginlega út af 2 ástæðum.
Önnur ástæðan er sú að hann karl faðir minn var að fá gullmerki KSÍ
á mánudaginn var og má lesa um það hér og er mynd með og alles. Það er ekkert nema gott um það að segja
Hin ástæðan er sú að ég var að horfa á fréttir á RÚV í gærkveldi og þar kom sennilega frétt ástins um konu sem var búinn að vera í sama jólakjólnum í 20 ár! Jeg segi nú bara eitt: OG HVAÐ MEÐ ÞAÐ??
En meira var það ekki að sinni! Gleðileg jól og allur sá pakki!