mánudagur, 25. febrúar 2008

Hefurðu heyrt um....

...skósmiðinn sem hringsólaði?
...fjallgöngumanninn sem brá í brún?
...kafarann sem var svo djúpt sokkinn?
...trommuleikarann sem sló í gegn?
...saumakonuna sem tók sporið?
...sauðaþjófinn kindarlega?
...köttinn sem fór í hundana?
...gangastúlkuna sem gekk of langt?
...kennarann sem kenndi sér meins?
...smiðinn sem rak við í lófann á sér?
...húsgagnasmiðinn sem allir stóluðu á ?
...málarann sem fékk málverk?
...timburmennina sem naglhreinsuðu sjálfir?
...kyndarann sem gufaði upp?
...skókaupmanninn sem sleit barnsskónum?
...bakarann sem bakaði vandræði?
...veðurfræðinginn sem þaut eins og elding um allt?
...gullsmiðinn sem lenti í hringavitleysunni?
...prestinn sem fékk andann yfir sig?
...léttadrenginn sem var of þungur?
...sköllóttu mennina sem fóru í hár saman?
...slökkviliðsmanninn sem slökkti þorstann?
...reykingamanninn sem fuðraði upp?
...sjoppueigandann sem sagði allt gott?
...blómasalann sem dansaði á rósum?
...rafeindavirkjann (sjónvarpsvirkjann) sem truflaðist?
...hestamanninn sem söðlaði um?
...grænmetissalann sem átti ekki baun?
...tannlausa manninn sem beit á jaxlinn?
...gullsmiðina sem elduðu grátt silfur saman?
...rakarann sem rakaði saman fé?

Smá sprell í tilefni dagsins!

sunnudagur, 17. febrúar 2008

Uppgjör

Það er temmilega margt sem maður ætti að geta skrifað í þessum pistli að maður veit varla hvar maður á að byrja!

En við byrjum á heimsókn okkar til Dabba og Gerðar í Árósum. Við hjúinn hoppuðum upp í lest 8. febrúar og var ferðini haldið til Árósa. Þegar þar var komið stóð Dabbi á lestarstöðini og beið spenntur eftir að sjá okkur. Við vorum í Árósum fram á sunnudag. Það var margt brallað og mikið skemmt sér. Bærinn var skoðaður að næturlægi jafnt sem degi. Mikið var borðað og mikið ar drukkið. Það er óhætt að segja að þetta hafi verið skemmtileg ferð í alla staði og þökkum Dabba og Gerði kærlega fyrir okkur.

Hef bara eitt meira að segja um þessa ferð "I kill you"

Guðjón og Elín komu síðan til Köben á miðvikudaginn í síðustu viku og gisti Gaui hjá okkur og Elín einnig nokkar nætur. Það var gaman að sjá þau. Guðjón kom færandi gjafir og kom hann með 2 og 3 season af Fóstbræðrum. Alveg grátlegt að horfa á þetta. Einmitt. Eins og ég sagði var gaman að sjá þau og á maður nú eftir að sjá mikið af Gaua þegar dregur nær sumrinu.

Það er óhætt að segja að það sé erfitt líf að vera námsmaður í Damörku. Við hjúinn fórum að spreða pening í síðustu viku og létum við vaða í nýja Mac Book pro tölvu og einnig hentum við okkur á nýja myndavél (Canon EOS 400D. Ekki leiðinlegir hlutir þar á ferð.

Krisín er búinn að vera í vetrarfríi alla síðustu viku á meðann maður er búinn að vera sveittur að vinna. Áður en Kristín fór í frí fékk hún og hópurinn hennar að vita að þær fengu 12 fyrir stórt verkefni sem þær voru að gera alla síðustu önn. Þær voru hæðstar í árgangnum og mega þær vera stoltar af því.

Ég er búinn að henda einhverjum myndum inn á símamyndasíðuna mína. Maður á einnig eftir að vera duglegur að taka nóg af myndum á nýja gripinn þannig að þið getið bara beðið spennt!

Ríka parið í Danaveldið kveður að sinni!

miðvikudagur, 6. febrúar 2008

Á trial hjá Jatsmark IF

Já eins og ég lofaði ykkur í morgun þá kem ég með blogg. Klukkan 12:20 tók ég flug frá Kastrup til Álaborga. Var lentur þar 40 mín síðar og beið þar maður að nafni Steen eftir mér. Síðan var haldið til bæjar sem heitir Pandrup sem er í um 20 mín fjarlægð frá Álaborg. Eftir að við komum þarngað var haldið upp í klúbbheimili Jetsmark IF sem er í 2. deildini í danska boltanum. Þar átti ég fund með formanni og þjálfara liðsins. Framundan var leikur á móti SAS liga liði Randers þar sem Stig Töfting og Colin Todd fara með stjórnvöldin. Ég spilaði um 65 mín í leiknum sem var leikinn í 30 metrum á sek og kom hann inn á hlið. Ég átti alveg ágætis leik miðað við aðstæður. Leikruinn sjálfur endaði 1-2 fyrir Randers eftir að við komumst yfir 1-0. Síðan klukkan 20:00 átti maður aftur flug heim og lenti á Kastrup 30 mín síðar.

Þetta var ágætis lífsreynsla og var bara gaman að fara þanngað til að spila. Þetta lið kom mér á óvart og voru margir góðir einstaklingar þarna inn á milli. Nú er bara að sjá hvort maður hafi náð að heilla þá og er umboðsmaðurinn minn hann Magnús Agnar með öll mín mál á hreinu.

Meira var það nú ekki að sinni gott fólk og vill ég bara bjóða ykkur góða nótt!

Kveðja kjallinn á trial.

þriðjudagur, 5. febrúar 2008

Trial

Kjallinn að fara til Pondrup á trial, meira í kvöld!

laugardagur, 2. febrúar 2008

Mugiboogie

Við hjúin skelltum okkur á Mugison í aften á Vega. Það er óhætt að segja að hann hafi fengið 6 kalda Tuborg Classic af 6 mögulegum. Það þarf ekkert að ræða það frekar.



Afsakið bassann, síminn minn er ekkert að höndla þetta!!!!!




Hér koma nokkrar myndir:





Sé fyrir mér Bubba vera selja plötur eftir tónleika!!!