Það er föstudagur, það er blogg
Já gott fólk, enn einn föstudagurinn búinn að líta dagsins ljós í höfðurstað Margrétar drottningar. Það er nú margt og mikið sem er búið að gerast síðan maður kvittaði fyrir sig síðast hér.
Kristín er ári eldri og síðasta laugardag var haldið heljarinnar party í festroom-inu hér á Eyrarsunds. Það er óhætt að segja það að margt hafi verið um manninn og mikið var drukkið. Þetta party heppnaðist líka svona vel. Allir voru sáttir og það er það sem skiptir víst máli.
Sumarið er farið að láta sjá sig hér í Köben. Hitinn stígur með hverjum deginum og er hann að detta í 20 gráðurar þessa dagana. Maður finnur að það sé að koma sumar því maður er farinn að fá meðvind þegar maður cyklar í vinnuna, alltaf gott mót hjá Kára. Samkvæmt DMI á hitinn að stíga meira næstu daga og þykir mér það mjööööög leitt. Nei, sæll!!
Af mér er það að frétta að maður er á fullu þessa dagana á Laundromat að kokkast. Sagði reyndar upp vinnuni minni í vikuni og hætti þar um mánaðarmótin maí-júní. Stefnan er að fara vinna út á Kastrup í Optical Studio. Þá verðum við bæði hjúinn í gleraugnabrannsanum, ekkert nema gott um það að segja.
Jeg er víst ekkert á leiðinni í skóla í haust, því enginn skóli vill víst fá kjallinn. Búinn að fá neikvæð svör frá Den grafsike højskole og IT-Universitet og tekur þá bara vinna við fram að jólum. Stefnan er síðan sett aftur á KTS því eftir næstu áramót byrja þeir á BS-námi og þarf ég bara eitt ár til viðbótar til að fá BS. Veit nú ekki hvað það skilar mér en vonum að það opni einhverjar dyr. Gráða er víst gráða.
Við ætlum bæði að vera á faraldsfæti um næstu helgi. Kristín verður á klakanum og eitthvað verður hún með húllum hæ þar á bæ. Hey rím. Hún ætlar að halda upp á afmælis sitt þar líka og sonna. Jeg ætla nú bara að skunda til Lúx og kíkja á liðið þar. Linda fer víst heim með krakkana á föstudeginum og þá verða ég og Sigþór bara 2 en ætlum við getum ekki eitthvað dundað okkur. Það eru víst komnar upp nokkrar hugmyndir, golf?, bjór?, grill?, KR-útvarpið?!! Grátlegt.
Já, eins og ég segi þá er íslandsmótið að fara í gang heima og vonandi koma mínir menn sterkir inn í þetta mót. Innanbúða menn segja að þetta sé allt að smella og er bara formsatriði að koma dolluni í hús, ætli þær verði ekki bara 2? Sjáum til!
En ég veit svo sem ekki hvað ég á að segja ykkur meira. Held að það sé bara málið að kveðja og kemur maður í næstu viku með eitt ferskt blogg frá Lúx! Eins gott að það verði 20+ þar Sigþór!!!!!!!
Tel að það sé viðeigandi að enda þetta á einu tónlistaratriði og er það enginn annar en Tim Christensen sem flytur Right Next To The Right One, já gott fólk þetta er hans lag og er þetta lang flottasta útgáfan af því!
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim