Blogg nr. 179
Maður er nú alveg dottinn út úr þessum föstudagsbloggum!! Sorry Palli, skal taka mig á. Veit hvað þetta er mikilvægt fyrir þig! Helgin alveg ónýt! Nú held ég hins vegar að málið sé að snúa sér að mikilvægari hlutum.
Kristín kláraði prófin fyrir rúmri viku síðan og hefur hún ekki heyrt neitt frá skólanum, sem er mjög jákvætt. Ég reikna svo sem ekkert með að hún heyri eitthvað frá þeim enda skörp stúlka þar á fer. Hún er núna bara byrjuð í practikini á fullu og verður hún í búðini fram í janúar. Það þýðir að við erum orðin erki óvinir á gleraugnamarkaðnum. Tölumst varla við þessa dagana. Einmitt.
Maður er bara á fullu út á Kastup að selja bryllur. Það er óhætt að segja það að maður sé sáttur við að komast út úr eldhúsinu. Maður hefur nú ekki beint verið þekktur fyrir að vera sölumaður dauðans en er þetta allt að koma.
Eins og alþjóð veit á kallinn afmæli næsta föstudag og reikna ég með því að pakkaflóðið fari að streyma inn í vikuni. Mæli með að þið klárið að senda pakkana á morgun svo maður sé ekki að opna öll ósköpinn langt fram í næstu viku. Það leit allt út fyrir það á tímabili að við myndum bara eyða afmælisdeginum 2 en það breytist allt. Mamma ætlar að koma út á fimmtudaginn og með henni í för verða Helga og Halli. Það verður gaman að fá þau í heimsókn.
Það er farið að styttast fullmikið í evrópu för okkar ásamt Dagbjörtu og er óhætt að segja að maður sé farinn að telja niður dagana enda ekki nema 13 stykki þanngað til.
Evrópumótið stendur sem hæðst í Ölpunum og er þetta búið að vera frekar skemmtilegt mót. Mikið af óvænum úrslitum og mikil læti. Veist samt ekki hvort að það sé hollt fyrir heiminn ef að úrslita leikurinn verður Dúrum - Vodka. En Rússarnir fá mitt atkvæði þessa dagana. Nett skemmtilegt lið og átt þeir ekki í vandræðum með Túlipanana í gær.
Nú held ég að málið sé að hætta þessu rugli og ég lofa að láta heyra í mér næsta föstudag!
2 Ummæli:
haha dúrúm - vodka bæði betra, annars eru rússarnir ótrúlega ferskir. Það kæmi ekki á óvart að þeir komist í úrslitaleikinn.
Þá getur maður loks byrjað þessa blessuðu helgi.
Annars er þetta mögulega leiðinlegasta EM allra tíma. Engin spennandi þjóð þarna á ferð.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim