föstudagur, 23. maí 2008

Föstudagur til vinnu

Ætli maður verði nú ekki að blogga á þessum yndæla föstudegi svo menn fari ekki í fýlu! Þetta er búinn að vera frekar mögnuð vika í alla staði. Gussi er búinn að vera hjá okkur síðan á fim í síðustu viku og er búið að bardúsa mikið. Gaui bróðir flutti aftur á Eyrarsundið á mánudaginn var og var gaman að sjá þann gamla. Síðan var nátturlega mínir menn Evrópu meistarar í 3 sinn á miðvikudaginn. Það er óhætt að segja að það hafi verið alveg grátlegt.

Eins og ég sagði er Gussi búinn að vera hjá okkur síðustu vikuna. Hann kom til Köben til að taka þátt í Kaupmannahafnar maraþoninu og tók hann það með stæl, eða á 3 klst og 11 mín. Veit ekki alveg hvort ég myndi treysta mér á þann tíma. Ég, Laddi og Mamma Gussa hjóluðum þetta nánast til að fylgjast með stráksa. Eftir öruggar mælingar hans Ladda þá hjóluðum við um 35 km og voru lappirnar orðnar soldið þreyttar undir restina. Ég og Laddi tókum þá akademísku ákvörðum að hlaupa þetta á næsta ári og ætla ég jafnframt að skora á Sigþór bróðir að hlaupa með. Ertu maður eða mús drengur??

Síðan flutti Gaui bróðir út á mánudaginn var og kom Eyrarsundið eitt til greina til að búa á enda þekkir hann það eins og hanabakið á sér. Maður sér gleðina úr augunum á drengnum þessa dagana. Gaui er síðan að detta í 30 kúlur á morgun og er stefnt að fara út að borða á Ref´n beef á morgun í tilefni af því. Verður sennilega grátleg steik á disknum. Einmitt!

Ég er svo sem búinn að fjalla um meistaradeildina þannig ég nenni svo sem ekkert að skrifa um það núna. En það er gaman að segja frá því að síðast þegar Man Utd vann deildina og evrópukeppnina þá vann KR einmitt deild og bikar. Ekki amarleg staðreynd þar á ferð.

Held ég hafi þetta ekkert lengra að þessu sinni enda er maður í vinnuni. Maður er að flippa þessum síðustu borgurum enda á maður bara viku eftir á Laundro síðan er það bara gleraugun sem taka við!

kv. kokkurinn!

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim