Júníblogg
Víst að júní mánuður er gengin í garð þá held ég að málið sé að blogga fyrir ykkur gott fólk. Það eru víst þið sem lesið þetta. Ég veit svo sem ekki hvar maður á að byrja í þessu bloggi.
Ég, Oddur, er byrjaður í nýju vinnuni og líkar mér vistin þar á bæ. Maður er allur í bryllunum þessa dagana og seljast þau grimmt, sem er jákvætt. Mæli með því ef fólk á ferð um Kastruo flugvöll að kíkja á kjallinn.
Kristín er að læra undir próf eins og ljónið. Situr hún fram eftir degi og lærir og lærir. Það er varla hægt að ná sambandi við hana. En ef ég þekki hana rétt þá á hún eftir að massa þetta eins og henni einni er lagið.
Það fer að styttast í það að ég og Kristín verðum ein eftir hér í kóngsins. Þetta háskólafólk er að týnast heim eitt af öðru. Maríanna og Þráinn fóru í byrjun maí. Hlín hafði þegar kvatt okkur. Biggi strákur sem við höfum kynnst hérna í gegnum Komma fór í gær og svo fer Doddi sjálfur á mánudaginn kemur. Kommi og Kristín fara tæknilega heim þann 17 júní.
En ef við færum okkur aftur yfir á jákvæðu nótunrar þá styttist með hverjum deginum í ferðalagið okkar. Það er búið að plana allt út í æsar eða svo gott sem og er manni byrjað að hlakka til.
Síðustu daga er búinn að vera allt of mikil sól fyrir rauðhærða menn. Tók mig til og brann helvíti vel á miðvikudaginn var og uppskar um kvöldið sólsting sem er eitt það versta sem ég hef upplifað. Sátum á ströndini allann daginn og var það jækvætt. Eftir að ég fór út að skokka um kvöldið og kom heim. Settist ég niður og byrjaði allur að titra og var ískalt. Ákvað þá að fara í sturtu og hita mig en það hafði bara öfug áhrif. Mér varð kaldara og var höfuðverkur farinn að segja var við sig. Ákvað bara að fara undir sæng og setti á mig 2 sængur í öllum hitanum en ég hélt bara áfram að skjálfa og með massaðan höfuðverk. Síðan allt í einu þá var mér masssssssa heitt og svitnað og svitnaði. Get ekki sagt að þetta hafi verið góð upplifun en þetta var upplifun enga að síður.
Jeg veit ekki hvað ég á að halda ykkur fyrir framan skjáinn mikið lengur enda er seinni hálfleikur byrjaður í Portugal - Tyrkland. Þannig ég segi bara blesssssss.
2 Ummæli:
það er best fyrir þig að vera bara inni þessa dagana, allt of heitt...
heldur betur!!
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim