miðvikudagur, 14. maí 2008

...og hann sagði ekki einu sinni bless!!

Þá held ég að það sé kominn tími á smá update á þetta dæmi. Eins og lesendur vita þá vorum við hjúinn á faraldsfæti um síðustu helgi. Jeg fór að heimsækja Sigþór og CO. í lúx og Kristín skundaði til lands ís og snjó. Þar sem ég var í lúx þá verðið þið bara að sætta ykkur við mína sögu af þessari helgi. Sorry. Kannski að Kristín taki sig til og kroti eitthvað hérna niður um sína hlið á helgini.

Við héldum út á flugvöll um hádeigið og þá fór allt að gerast. Það geta ekki allir sagt að þeir hafi labbað í gegnum Öryggishliðið á Kastrup með Kim Larsen. Það getum við sagt. Kimmarinn var að sjálfsögðu með kassann á bakinu og beið maður bara eftir því að hann myndi taka lagið en svo gott var það ekki.

Það var ljúft að lenda í Lúx. Ekki nema svona 20 stiga hiti og átti það eftir að lifa alla helgina. Jeg er nú ekki maður sem höndlar mikinn hita og var þetta erfið helgi, hitalega séð! Það var gaman að sjá krakkana og er ótrúlegt hvað þau vaxa hratt þegar maður sér þau svona sjaldan. En eitt er víst að maður er að eldast og ætli restin að heiminum gerir það ekki líka. Það er óhætt að segja að ég og Sigþór höfum átt rólega helgi. Borðaður var góður matur, ef ekki var borðað úti þá var bara grillað á Am Wénkel. Ekki grátlegt það. Jeg tók mig til á föstudeginum, þegar Linda var farinn til Íslands með krakkana, og labbaði um meiri hlutan af Lúx. Maður var með kamerinu á lofti og eru komnar inn myndir í albúmið. Mér finnst Lúx alveg mögnuð borg. Það er óhætt að segja að það er allt flott í Lúx.

Við bræðurnir tókum okkur síðan til á laugardaginn og tylltum okkur í sólina með einn kaldann og KR-útvarpið í græjunum. Himmi var að fara á kostum eins og vanarlega og ekki eyðilagði 3-1 sigur á Grindvíkingum góðan dag. Miðað við hvað maður hefr heyrt var KR liði að spila fínan bolta og eru nýju mennirnir að koma sterkir inn.

Jeg ætla nú ekki að hafa þetta lengra en þar sem maður hitti nú Kim í síðustu viku þá held ég að maður verði að setja einn smell með honum svona ykkur til yndisauka.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim