þriðjudagur, 13. maí 2008

Þokkalega sammála

Mick Hucknall, söngvari bresku hljómsveitarinnar Simply Red, segir að þeir sem stríða rauðhærðum vegna þess hvernig hár þeirra er á litinn séu engu betri en rasistar.

„Þegar fólk er uppnefnt af því að það er rauðhært er það ekkert annað en einelti,“ segir söngvarinn sem er að sjálfsögðu rauðhærður.

„Það veldur mér miklum áhyggjum að hugsa um sjö ára gömul rauðhærð börn sem verða fyrir einelti á leikvöllum, eingöngu út af því hvernig hár þeirra er á litinn. Þetta er eins og rasismi, kannski ekki alveg það sama, en hugsunin er þó sú sama,“ segir Hucknall.

Svooooooo sammála kjallinum!


Það sést bara á honum hvað hann er gáfaður maður!!

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim