Já gott fólk. Það er nánast komið að enda í þessu ferðalagi okkar. Síðan þið heyrðuð í mér síðast erum við heldur búinn að ferðast. Maður veit varla hvar maður á að byrja. Við gistum í 4 nætur í Bergamo sem er borg sem er um 40 mín fyrir utan Milan og er gömul borg með lítið að ferðamönnum.
Við héldum til Feneyja og hittum þar Kristínu kærustuna hans Jöguls og Guðrúnu. Það var gaman að hitta þær og röltum við um allar Feneyjar og tókum eina góða gondóla ferð. Ég náði að smella nokkrum myndum áður en cameran gafst upp vegna batterís leysis. Feneyjar voru s.s teknar á gömlu góðu filmuna og hendir maður inn myndum seinna.
Milan var einnig tekinn og smelltum við okkur í nokkrar verslanir enda í einni höfuðborg tískunar í heiminum. Þannig það var um að gera að skella sér í H&M að versla. Síðan var þessi klassíski túristapakki tekinn og er Milan ekkert borg sem maður verður að fara aftur til.
Eftir að við vorum búinn á Ítalíu þá héldum við yfir til frakklands. Fyrst skunduðum við til Mónakó sem er frekar flott borg. Það er eins og að koma inn í bíómynd að koma þanngað. Geðveikir bílar út um allt og húsinn eru bara geðveik. Meira að segja strætóskýlin voru úr "gulli". Í mónakó hittum við Sigþór, Lindu og krakkana. Það var gaman að sjá liðið og áttum við eftir að vera soldið með þeim næstu daga.
Á mánudaginn héltum við svo upp á Bastilludaginn hátíðlegan með því að kýkja á ströndina í Antibes. Franska riverian stóð fyrir sínu enda er maður brunninn og flottur á því. Um kvöldið fórum við síðan í húsið þar sem Linda og Sigþór eða sumarfríinu sínu ásamt vina fólki sínu. Grillaður kjúlli var á boðstólnum og var hann þokkalegur, eða bara mjööög góður.
Í gær fórum við síðan í Aqualand ásamt liðinu og var maður á fleygi ferð í rennibrautunum. Enda gríííðarlegur skriðþunngi þar á ferð svo ég segi sjálfur frá.
En nú erum við kominn til París og skelltum okkur í þennann turn þanrna í dag. Hann er svo sem ágætur þegar maður er kominn upp....
Jeg ætla nú ekki að hafa þetta lengra að þessu sinni. Ég er búinn að henda inn nýjum myndum og mæli ég með því að fólk kíki á þær.
Þanngað til næst.
Au revoir