þriðjudagur, 29. júlí 2008

Back 2 school

Jæja þá er það komið á hreint að maður sest aftur á skólabekk í haust! Maður er búinn að fá inn í Syddansk Universitet og er maður að fara læra engelsk og it-baseret markedskommunikation. Það er klárlega bara hressandi og vonandi gaman!

ps. taskan okkar lætur ekkert bóla á sér sem er einnig mjööööög hressandi kapituli útaf fyrir sig!

laugardagur, 26. júlí 2008

Hressleiki aldarinar

Það er ekki annað hægt að segja en að SAS sé að standa fyrir hressleika aldarinar. Það er kominn vika síðan við komum heim frá Lúx og hvað haldið þið.......

......taskan okkar er ekki enþá komin!!!

Það er fátt annað hressara en að vera fatalaus, þökk sé SAS!

Venlig hilsen
2 að vera nett pirruð

þriðjudagur, 22. júlí 2008

Könnun kennd við skoðun

Jæja gott fólk. Það er víst eitthvað að liði sem skoðar þetta blogg okkar vona ég. Það eru sumir sem kommenta og aðrir sem laumast hér um eins og litlar mýs. Nú er málið að fá það á hreint hverjir koma hingað og vill ég vinsamlegast biðja ykkur lesendur góðir að kvitta fyrir ykkur hér í kommenta kerfinu ef ég má gerast svo djarfur!!

Með fyrir fram þökkum Oddur

sunnudagur, 20. júlí 2008

Þá er þetta búið

Það er óhætt að segja það að maður hafi verið sáttur við að koma inn í íbúðina á Eyrarsunds í kvöld. Þetta er búnar að vera góðar 2 vikur og náðum við að keyra uþb 4050 km um Lúx, Frakkland, Þýskaland, Sviss, Liktenstein, Austuríki, Ítalíu og Mónakó. Ég er búinn að henda inn öllum myndum á myndasíðuna.

En nú tekur bara vinna við hjá okkur báðum. Maður fær vonandi að heyra frá einhverjum skólum á næstu dögum svo maður fái það á hreint. Ég ætla svo sem ekkert að hafa þetta lengra að þessu sinni því það er víst vinna klukkan 0600 í fyrramálið!

kveðja
Oddur

miðvikudagur, 16. júlí 2008

Þá fer að síga á seinni hlutann

Já gott fólk. Það er nánast komið að enda í þessu ferðalagi okkar. Síðan þið heyrðuð í mér síðast erum við heldur búinn að ferðast. Maður veit varla hvar maður á að byrja. Við gistum í 4 nætur í Bergamo sem er borg sem er um 40 mín fyrir utan Milan og er gömul borg með lítið að ferðamönnum.

Við héldum til Feneyja og hittum þar Kristínu kærustuna hans Jöguls og Guðrúnu. Það var gaman að hitta þær og röltum við um allar Feneyjar og tókum eina góða gondóla ferð. Ég náði að smella nokkrum myndum áður en cameran gafst upp vegna batterís leysis. Feneyjar voru s.s teknar á gömlu góðu filmuna og hendir maður inn myndum seinna.

Milan var einnig tekinn og smelltum við okkur í nokkrar verslanir enda í einni höfuðborg tískunar í heiminum. Þannig það var um að gera að skella sér í H&M að versla. Síðan var þessi klassíski túristapakki tekinn og er Milan ekkert borg sem maður verður að fara aftur til.

Eftir að við vorum búinn á Ítalíu þá héldum við yfir til frakklands. Fyrst skunduðum við til Mónakó sem er frekar flott borg. Það er eins og að koma inn í bíómynd að koma þanngað. Geðveikir bílar út um allt og húsinn eru bara geðveik. Meira að segja strætóskýlin voru úr "gulli". Í mónakó hittum við Sigþór, Lindu og krakkana. Það var gaman að sjá liðið og áttum við eftir að vera soldið með þeim næstu daga.
Á mánudaginn héltum við svo upp á Bastilludaginn hátíðlegan með því að kýkja á ströndina í Antibes. Franska riverian stóð fyrir sínu enda er maður brunninn og flottur á því. Um kvöldið fórum við síðan í húsið þar sem Linda og Sigþór eða sumarfríinu sínu ásamt vina fólki sínu. Grillaður kjúlli var á boðstólnum og var hann þokkalegur, eða bara mjööög góður.

Í gær fórum við síðan í Aqualand ásamt liðinu og var maður á fleygi ferð í rennibrautunum. Enda gríííðarlegur skriðþunngi þar á ferð svo ég segi sjálfur frá.

En nú erum við kominn til París og skelltum okkur í þennann turn þanrna í dag. Hann er svo sem ágætur þegar maður er kominn upp....

Jeg ætla nú ekki að hafa þetta lengra að þessu sinni. Ég er búinn að henda inn nýjum myndum og mæli ég með því að fólk kíki á þær.

Þanngað til næst.

Au revoir

miðvikudagur, 9. júlí 2008

Lífið er ljúft

Jæja gott fólk. Þá erum við kominn til Bergamo á Ítalíu og er hægt að segja að lífið sé ljúft. Það er búið að vera gott veður hjá okkur allann tíman fyrir utan smá súld í ölpunum. Mikil keyrsla að baki og nú er kominn tími á að dvelja lengur en eina nótt á hosteli. Við byrjuðum á sunnudaginn að keyra frá Lúx til Strassborg og var það ekki nema 2 tíma akstur. Við spókuðum okkur um og fórum í akademíska túristarútu og kíktum á bæinn. Strassburg er frekar falleg borg og margt gaman að sjá. Þeir sem vita eitthvað um list þá ætla ég að láta þessa mynd fylgja með svona sem smá minning um Strassborg.


Eftir Strassborg héldum við til Þýskalands og fórum í Europa-park sem er temmilega stór skemmtigarður þar. Farið var í þessi helstu tæki og rússibana og var það mjög gaman. Eftir Europa-park héldum við til Sviss og gistum í bæ sem ber það skemmtilga nafn Chur og var það frekar áhugaverð reynsla. Segi betur frá því síðar. Eftir eina nótt í Sviss þá var skundað til Liktenstein sem er smáríki á milli sviss og austuríki. Það var frekar fallegt um að lítast þar enda alparnir á báða bóga. Þeir sem hafa komið í alpana geta kannski vottað fyrir það að þetta er það fallegasta í heimi, kannski fullýkt en þetta er allavega það fallegasta sem ég hef séð. Eftir Liktenstein var síðan brunað til Austuríkis og fengið sér hádeigismat í Tyrol. Manni langaði bara að jóðla eins og ljónið en maður lét það nú vera.




(smá photoshop)


Við héldum síðan yfir til Ítalíu og fórum til Verona og fengum okkur gistinu. Um kvöldið var síðan farið inn í miðbæ Verona og er óhætt að segja það að það sé fallegur staður og á maður sennilega eftir að koma þanngað aftur. Til að summa þetta upp þá tókum við á einum degi, morgunmat í Sviss, hádeigismat í Austuríki og kvöldmat á Ítalíu. Ekki slæmt rekord þar á ferð. Í morgun héldm við síðan upp til Gardarvatns og skoðuðum okkur um. Þetta er mjög fallegt allt saman, gamla póstkorið hvert sem maður lítur. En nú erum við kominn til Bergamo og ætlum við að vera hér í 4 nætur. Á meðan er stefnan sett á Milan, Feneyjar og kannski Flórens ef maður er í stuði.

Ég er búinn að henda inn helling af myndum inn í albúmið hér hægra meginn og mæli ég með því að fólk skoði það.

Ætli maður hendi ekki inn nýju bloggi á laugardaginn og einig látur maður myndir fylgja.

Með kveðju
Oddur

laugardagur, 5. júlí 2008

Ferðalag

Jæja þá erum við lögð af stað í ferðalag. Nú erum við stödd í Lúx hjá Sigþóri og Co. Gaman að hitta allt liðið. Við ætlum nú að reyna vera dugleg við að taka myndir og maður hendir þeim inn jafnóðum. Ætlum við reynum ekki líka að skrifa einhverjar áhugaverðar ferðasögur svona þegar tækifæri gefst!!

kv. ferðalangarnir 3