Hótel J-807
Jæja gott og blessað fólk. Nú er vertíðin byrjuð á fullu á hóteli J-807. Grétar Ali og hans frú hún Jakóbína voru fyrst til að sofa í svefnsófanum. Maður fór út á Kastrup og náði í þau á miðvikudaginn. Gaman að sjá kallinn. Þau voru varla búinn að koma sér fyrir þegar það var hlaupið út í Amager Center og farið að versla í H og M, maður þurfti bara að ná í kýttispaðan til að skafa andlitið af götuni þegar maður sá á eftir þeim þangað. Síðan var kíkt á Eyrarsundskollegíbarinn um kveldið og fengu þau að smakka danska ölið. Maður fór náttúrulega í skólan í gærmorgun og hitti þau síðan á Strikinu þegar maður var búinn þar. Kom ekki á óvart að þau voru í H og M ásamt Dadda Olgusyni og Gerði. Einnig var Kristín að þvælast með þeim. Meðan þau voru að versla fór Kristín að spyrja um vinnur. Það var tekið vel á móti henni í BlendShe á Strikinu og á hún að skila inn CV í dag og þá vonandi gerist eitthvað hjá minni í vinnumálum. Það er stefnt á að halda teiti í J-807 í kveld og þar verður án efa kátt á hjalla enda er um óvenjlegaskemmtilegt lið að ræða.
Sverrir frændi átti afmæli í gær og hringdi maður í snáðan. Maður náði að spjalla við hann í smástund. Hann er var nú bara 6 ára í gær og var maður að trufla hann við barnatímann. Ég spurði hvort hann væri að horfa á sjónvarpið þá sagði hann að ég hafði hringt á kolvitlausum tíma því hann væri að horfa á barnatíman. Skemmtileg lína sem náði að vekja hláturtaugar í manni.
En Ali og Jakó eru að fara í Lýðháskóla rétt fyrir utan Aarhus og fara þau þangað á sunnudaginn. Þá er stund á milli stríða á J-807 því systir hennar Kristínar kemur á fimtudaginn og er fram á sunnudag. Þá koma mamma hennar og pabbi og eru fram á hádegi á fimtudag og um kveldið koma síðan kempurnar þær Iggy Popp og Paolo Rossi í heimsókn og verða fram á mánudag. Þannig að það er nóg að gera hjá okkur hjúum.
Þau dönsku kveðja að sinni.
2 Ummæli:
halló halló ! Þar sem ég les þessa síðu á hverjum degi og þið elskið mig út af lífinu, þá finnst mér FREKAR lélegt að nafngreina mig ekki í blogginu. Maður ætti kannski að afpanta flugið.
Móðguð kveðja, SYSTIR KRISTÍNAR !!
það er naumast gestaganurinn!
oddur komdu til london 8. apríl.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim