Svíaríki og Próf
Jæja þá er kominn tími á að henda inn einu bloggi eða svo. Laugardagurinn var tekinn snemma og fórum við hjúin yfir Eyrarsundið til að heimsækja Gauja sem var einn síns liðs, enda var Elín í Leipzig (verið þar). Voru varla komin með lestini þegar Gauji dró okkur upp í aðra og var ferðini haldið í Lund. Huggulegur bær, gæti alveg hugsað mér að búa þar. Röltum við um Lund og skoðuðum okkur um. Gauji og Elín eru að spá í því að flýtja þangað. Fórum við eftir það aftur til Malmö og var meira tölt þar og sýndum við Kristínu bæjinn og svona. Um 5 leytið var haldið aftur yfir sundið og var undurbúningur fyrir þorrablót íslendingafélagsins hér í bæ hafinn. Pétur kom til okkar og drukkum við nokkra bjóra. Síðan um 11 leytið var haldið á Nimb í tívolí og var margt um mannin þar. Harðfiskur og hangikjöt var ekki slæmt með ölinu. Kristín hitti Önnu Láru á blótinu og var mikið um öskur þegar þær hittust. Fóum við eftir ballið á einhvern enskan pöbb og skemmtum okkur aðeins lengur. Sunnudagurinn fór síðan bara í þynnku.
Í gær buðum við síðan Pétri í mat og var kjúlli á boðstólnum að hætti Odds. Í dag átti Kristín síðan að fara í Próf hjá Póstinum hér í Kaupmannahöfn. Allir sem sækja um vinnu hér þurfa að fara í eitthvað lesblindupróf. Kallinn fór á netið og flétti því upp hvernig að maður á að komast út í Höja Taastrum:
Strætó: taka 5a eða 2a á Hovebanen
Lest: Frá Hovebanen til Taastrup
Labb: Frá Taastrup station á Carl Gustafsgade 3 c. 10 mín
SPYRJA TIL VEGAR!!!!!
En nei Kristín gleymdi að fara út á Hovebanen og tók hringin með strætónum!!!!!!!!!
.......og komst ekki í prófið!!!!
Já svona fór um sjóferð þá.
Jæja þá er kominn tími á að fara henda steikini á pönnuna enda er 2 ára afmæli hjá okkur á Dalslandsgade!
5 Ummæli:
Aumingja Stínan mín!
ég þekki þetta svvvvoooo vel, treyst mér ekki einu sinni til að taka strætó og fara Seljahringinn OG ég rata ekki á laugarveginum :(
Til lukku með daginn í gær
Kyss&Kram,
Magga
Hæ hæ krakkar !
Til hamingju með daginn í gær !! Trúi ekki að ég hafi gleymt þessu, sorry sorry sorry sorry.
Heyrðu, bolludagur er 27. feb, þannig að spurning um að fá mömmu til að baka bollur og við fáum þær nokkrum dögum of seint ;)
Heyriði, ég er LOKSINS komin með net heim, þannig að nú þurfið þið bara að drulla ykkur online :)
Matt segir hæ.
Til hamingju aftur, vona að þið hafið það rosalega gott.
Kem eftir tvær vikur og EINN dag :)
Kyss kyss og knús knús,
Dagbjört UK
Já og Kristín, þú ert nú meiri lúðinn, en ég skil þetta, ég villtist 7 daga í röð þegar ég var að keyra í vinnuna í Cambridge :s
Færðu þá að taka prófið seinna?
Dagbjört UK
Kristín, Til hamingju!
innilega til lukku með þetta afmælið! það er ekki á hverjum degi sem maður verður tveggja. þetta er rosalegt, rosalegt. koma svo liverpool
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim