Hressleiki.is
Jæja það er nú ekki mikið að frétta frá ríki Margrétar drottningu. Kristín byrjaði í skúringarvinnuni á fös og lítur það bara vel út, það segir hún allavega. Vikan rann sitt skeið án þess að nokkur hafi boðið Kristínu dagvinnu og er daninn ekki að fatta hvað hann er að fara á mis með því að ráða hana ekki í vinnu. Skólinn er bara sá sami þetta er rólegt bara og erum við að vinna að leik sem heitir Hootie og er áætlað að hann klárist á föstudaginn kemur. Það verður gaman að sjá útkomuna.
Kristín byrjar í dönsku námi á morgun og verður bara snökkuð danska í J-807 eða við sjáum allavega til með það. Mamma og Pabbi komu í gær. Jeg, Gaui og Elín fórum að taka á móti settinu út á Kastrup. Við vorum orðinn viss um að þau væru eitthvað að plata okkur og pabbi m undir hringja og segja okkur að það væri kominn 1. apríl. En allt kom fyrir ekki og var gaman að sjá gömlu koma út úr tollinum.
Við erum byrjaðair að æfa á grasi í FC Guðrúnu og djö.... er það gaman vinur. Það er búið að rigna soldið í síðustu viku og flugu tæklingarar á æfingu eins og ég veit ekki hvað. Deildin byrjar efrir viku og það er náttúrulega á grasi, ekki amarlergt.
Pabbi sendi mér nýja KR merki og var ég að spá í að deila því með ykkur víst að það er komið vor hér í kóngsins Köben.

2 Ummæli:
stafsetning.is
væla.is
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim