Tími á blogg

Það var víst svaka stuð á þeim systrum um helgina og var gaman að þær stöllur hittust. Ætli þið fáið ekki pistil um það frá henni.
Síðasta vikan er byrjuð í skólanum og eigum við að skila af okkur lokaverkefninu á fim og presintera það fyrir framan alla. Það verður bara gaman að því held ég. Síðan lærir maður eitthvað í 2 vikur fyrir þetta blessaða próf sem er 15 júní. Síðan er bara heimkoma 16 júní, það er komin smá hugur í kallinn, fara að spila með KV (sem veitir ekkert að :) ), hitta settirð, fara að vinna og ætli maður kíki ekki á Garðar á Celtic, iiiinnnúú. Kristín verður nú farinn heim á undan mér, 14 júní. En það verður ekki meira frá mér þessa stundina, vænti þess að Kristín vilji segja eitthvað um Englandsförina hérna, þannig að þið bíðið bara spennt fyrir frama skerminn.
Kærlig hilsen