þriðjudagur, 30. maí 2006

Tími á blogg

Þá er kominn tími á eitt stykki blogg held ég. Maður er búinn að vera einn í kotinu síðan á fim þegar Heimasætan skundaði til lands tjallans (englands). Maður er bara búinn að vera í móki í tölvuni, held að ég sé búinn að photoshopa úr mér líftóruna. Kristín var nú ekki sú eina sem skundaði til útlanda yfir helgina. Maður kíkti til Malmö frá fös til lau. Maður fékk ekki einu sinni köku, fannst það nú lélegt að Gaua þar sem hann var 28 á mið. Hann fékk pakka og allt en ekki fékk ég köku. Sátum heima á fös kvöldinu og horfðum á 3 Amigos og drukku ýmsa bjóra sem Gaui hafði fengið í afmælisgjöf, misgóðir er hægt að segja. Á lau fórum við á verðandi söguslóðir í Svíaríki n.t.t til Helsigborgar, sem eimitt Henke er að fara að spila með eftir HM, sem er eimitt að byrja, ekki leiðinlegt.
Það var víst svaka stuð á þeim systrum um helgina og var gaman að þær stöllur hittust. Ætli þið fáið ekki pistil um það frá henni.
Síðasta vikan er byrjuð í skólanum og eigum við að skila af okkur lokaverkefninu á fim og presintera það fyrir framan alla. Það verður bara gaman að því held ég. Síðan lærir maður eitthvað í 2 vikur fyrir þetta blessaða próf sem er 15 júní. Síðan er bara heimkoma 16 júní, það er komin smá hugur í kallinn, fara að spila með KV (sem veitir ekkert að :) ), hitta settirð, fara að vinna og ætli maður kíki ekki á Garðar á Celtic, iiiinnnúú. Kristín verður nú farinn heim á undan mér, 14 júní. En það verður ekki meira frá mér þessa stundina, vænti þess að Kristín vilji segja eitthvað um Englandsförina hérna, þannig að þið bíðið bara spennt fyrir frama skerminn.

Kærlig hilsen

miðvikudagur, 24. maí 2006

Húllumhæ

-Kominn er tími á dönskupróf Kristínar í TEC og fer hún í það 13 júní.
-Oddur er tognaður aftan í læri og spilar ekki fótbolta í 2 vikur.
-Gaui bróðir á afmæli í dag, til lukku kall.
-Einnig á Eric Cantona afmæli í dag, til lukku með það kall.
-Það er minna en máunuður í heimkomu hjá okkur báður.
-Kristín er að fara til UK og hitta Dagbjörtu á fim.
-Það þýðir að ég sé einn um helgina.
-Kristín fékk bréf frá dönskuskólanum sem hún var í og var hún frekar sátt með Kristínu.
-Vorum í Malmö um síðsutu helgi og sáum Lordi taka Júróvisíon.
-Vourm með party á fim í síðustu viku, horfðum á Silvíu Nótt datta út úr júróvision.
-Hringt var í heimasíman og við vorum beðin um að lækka eða loka glukkanum á íslensku.
-Sennilega verið Bubbi í græjunum.
-Mæli með að við sendum Baggalút á næsta ári.
-Gaman að hlusta á KR-útvarpið þegar KR vann ÍA, einnig er KR að fara að vinna Fylki í kvöld.
-KV er komið í 32 liða úrslit í bikarnum og mæta Aftureldingu.
-KV tapaði fyrsta leik í Íslandsmótinu á móti Víði í Garði 3-1.
-Rúnsínan í pylsuendanum: Erum að fara í íslensk læri hjá Önnu Láru og Hödda í kvöld.

þriðjudagur, 16. maí 2006

Þið eruð svona hress.

Eins og fólk sá vorum við búinn að kaupa okkur flug heim um miðjan júní. En það er nú lítið að frétta frá Kaupmannahöfn þessa dagana. Sólin var búinn að skína á okkur alla síðustu viku en nú hafa þessir veður guðir ákveðið að gefa okkur rigningu sem er bara hið besta mál en það er nú óþarfi að hafa hana í heila viku! Það var leikur hjá FC Guðrúnu á sunnudaginn og var kallinn en og aftur á skotskónum eða öllu heldur á skot enninu. Maður setti seinna markið í 2-1 sigri á einhverju dönsku liði. Þá er maður kominn með 9 mörk í 5 leikjum.
Kristín ætlar að kíkja til UK eftir 2 vikur og dveljast hjá Dagbjörtu systur sinni í nokkra daga. Nei, Dagbjört þú færð ekki að hafa hana til frambúðar, ég vil fá hana aftur.
Við bíðum spennt eftir svar frá TEC skólanum hvernær Kristín fer í dönskuprófið.
Íslandmótið í knattspyrnu byrjaði á sunnudaginn. Ég og Pésu vorum orðnir frekar spenntir að fara að hlusta á KR útvarpið. Það var stemmari hjá okkur fyrsta hálftímann þanngað til FH skoraði. Seinnihálfleikurinn var frekar daufur hjá okkur og var þögn í c. 45 mín. En KR náði að skíta á sig í fyrsta leik á móti Fimleikafélagi. Þarf ekki að segja meira.

Kærlig hilsen
Danaveldisbúar

fimmtudagur, 11. maí 2006

Flugmiðar komnir i hús

Þá erum við búinn að versla flugmiðana heim:

Kristín mætir stundvíslega kl 14:35 í Leifstöð þann 14. júní.
Oddur mætir stundvíslega kl 14:35 í Leifstöð þann 16. júní.

Kristín ætlar reyndar að kíkja til England þann 25. maí og kemur aftur til DK 29 maí.

Það er hægt að segja að hún sé á faraldsfæti frúin.

Kærlig hilsen

sunnudagur, 7. maí 2006

Sumarið er timinn.....

Þegar fólk fer niður á Nýhavn og sest á kæjan og fær sér bjór. Það grætur ekki að vera gott veður hér í ríki Danans. Við erum að tala um 20+ síðustu vikuna. Það þýðir að fólk sé orðið nett tanað og fínt.
Síðasta vika var í rólegri kantinum. Strákurinn var búinn í hádeginu alla síðustu viku og var það bara hið besta mál því veðrið er búið að vera magnað. Það er nú ekki mikið stress búið að vera á liðinu. Það er spókað sig á Nýhavn með einn kaldann á kantinum. Reyndar fórum við í kanal bátsferð um köben og þar sá maður þessa fínu borg í soldið nýju ljósi. Það er alveg hellingur að flottum gömlum húsum á kristjánshávn.
Á lau var leikur með Guðrúnu og var kallinn aftur á þessum mögnuðu skotskóm. Við unnum FC Punani 7-4 og setti kallinn hvorki meira né minna en 4 mörk. Þar með eitt af 30 metrunum, sem sveif svona líka skemmtilega upp í vinkilinn. Ekkert smá sáttur með lífið. Þar með er kallinn kominn með 8 mörk í 4 leikjum í deildinni.
Um kvöldið fórum við ásamt Önnu Láru og Hödda til Beggu og Gumma í grill. Þar var boðið upp á grillað læri með öllu tilheyrandi og var það bara fínt. Sunnudagurinn er þrifdagur og er maður að bíða eftir að þurrkarinn klári sig af. Maður er svo heimilislegur. En nú er málið að fara að háma soldið popp í sig.

Kristín vill þakka öllum fyrir sig í sambandi við afmælið sitt. Hvort sem það voru kveðjur eða gjafir.

Kærlig hilsen

miðvikudagur, 3. maí 2006

Nice

Bara að sýna fólki þessa grátlegu veður spá hér í Köben