fimmtudagur, 13. apríl 2006

Roadtrip

Þar sem það eru nú páskar þá á fólk það til að ferðast aðeins. Við erum nú engin undantekning í þeim málum. Anna Lára og Höddi þurftu að fara til Horsens til að ná í miða á Rolling Stone sem þau höfðu fjárfest í. Var okkur boðið að fljóta með. Var lagt af stað í hádeginu á Opel zafira sem þau höfðu leigt sér. Fyrsta stop var í Slagelse sem er soldið skítugur bær svona í klst akstri frá Köben og var Macarinn tekinn á þetta, svoan aðeins til að seðja mesta hungrið. Þegar allir voru orðnir mettaðir þá var haldið áfram og var farið yfir Stóru Beltisbrúnna sem er engin smá smíði maður eftir að Sjáland var komið á enda. Var brunað eftir hana yfir alla Fjón þá tók við litla Beltisbrúinn. Við keyrðum upp til Horsens þar sem miðarnir voru sóttir. Höddi og Annar Lára reyndu síðan að finna hótel en það eru öll hótel í Horsens full þessa helgi, sem er kannski ekki skrítið. Eftir smá flakk í Horsens komst ég að því að það er bær í DK sem heitur Odder sem er allt of kúl og er ég að reyna að sannfæra Kristínu í að flytja þanngað en hún er ekkert að taka vel í það. Eftir Horsens var brunað upp á hæðsta hól Danaveldis Himmelbjerget og var rölt þar um. Eftir það var farið til Silkeborg og fengið sér að éta enda klukkan orðin 6. Fundum við stað að nafni Róma sem ég mæli ekki með fyrir neinn. Ég fékk versta lasagna sunnan Alpafjalla og osturinn í Calzone-inum hennar Önnu var ekki bráðnaður. Pastað sem Kristín og Höddu fengu sér var gott, en yfir allt fær þessi staður falleinkun. Eftir Silkeborg var síðan brunað til Aarhus og var keyrt þar um og vorum við í smá vandamálum að komst út úr bænum eftir að hafa keyrt þar um. Þetta er hin fínasti bær í alla staði. Eftir Aarhus var síðan brunað aftur til Köben og vorum við kominn til baka um 11 leytið. Fínasta ferð í alla staði og höfum við séð mikið af þessu flata landi sem við búum í. Hentum við inn myndum í albúmið fyrir ykkur.

1 Ummæli:

Þann 14.4.06 , Anonymous Nafnlaus sagði...

Það er nú til fjall á Íslandi sem heitir Páll.

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim