mánudagur, 10. apríl 2006

Jæja, jájá, jújú

Þá er víst kominn þessi tími vikunnar til að henda inn einu stykki bloggi. Það er allt rólegt hér í kóngsins Köben. Vorum að klára stórt verkefni í síðustu viku og voru langir dagar í skólanum. Það er hægt að kíkja á þetta á þessum stað. Settið (odds) var hjá okkur í síðustu viku og var gott að sjá liðið. Það var mikið að gera og fékk Kristín að labba nóg meðan ég var í skólanum. Mamma kann víst að skoða í búðir. Þau fóru síðan til Gaua og Elínar í Malmö á miðvikudaginn. Pabbi gleymdi hleðslutæki fyrir myndavél sem hann keypti og það átti að kalla mann út á Kastrup í gær kl 1700 (að staðartíma) en ég hélt nú ekki að ég mundi missa að Man Utd - Arsenal. Sem mínir menn tóku náttúrulega létt.
Kolla mamma hennar Kristínar átti afmæli á laugardaginn og fékk hún hamingjuóskir frá Danaveldi að sjálfsögðu. Einnig átti systir hennar Dagbjört afmæli í síðustu viku og var sendur pakki, sem vonandi er kominn á leiðarenda. Það fór líka pakki frá okkur og Dagbjörtu frá London og hlýtur hann að fara að skila sér.
Vorið er víst komið hér í DK og ef vorið er mikil rigning þá er það þokkalega komið. Það rignir hér alla daga eiginlega en það hlýtur að fara að koma sól og sumar. Maður tók eitt stykki hjólatúr í dag, Elín fór heim á klakann í dag og þurfti hleðslutækið að fara með og hjólaði maður út á Kastup í hádeginu. Það tók alveg í að hjóla svona að einhverju viti. Síðan þegar maður kom heim þá var lyftan náttúrulega ekki komin í lag og þurfti maður að labba upp á 8 hæð. Við erum að vera brjáluð en það er farið að sjá fyrir endann á þessu, vonandi. Danirnir eru ekkert að flýta sér að hlutunum.

Þau dönsku kveðja að sinni og er málið að fara að sjóða sér SS pulsur........

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim