þriðjudagur, 29. ágúst 2006

Leti.dk

Já það er búin að vera soldið deyfð yfir þessu bloggi undanfarið. En ætli maður verður ekki að breyta því. Ég ætla nú ekki að ausa mikið úr viskubrunni mínum í dag en ætla að telja upp það helsta, síðan má búast við nettu bloggi eftir helgi!
-Erum að fara til Lúx á morgun með Gaua og Elínu til að heimsækja Sigþór bróðir og co.
-FCK er mað Man Utd í riðli í meistaradeildini og við erum að fara á völlinn 1. nóv. Ef maður reddar miða.
-Maður er byrjaður í skólanum og þetta lítur bara allt vel út.
-Man Utd eru bestir í enska og fara taplausir í gegnum tímabilið.
-Skólinn hjá Kristínu gengur vel og er hún að fíla sig í botn.

En eins og ég sagi má búast við einni doctorsritgerð eftir helgi.

Adios amigos

mánudagur, 14. ágúst 2006

Helgin liðin!!!

Jæja þá er enn ein helgin búin hér í DK. Þetta var bara mjög fínt þar sem ég hitti fullt af fólki um helgina. Ég hitti Þorbjörgu og Örnu Stefaníu á föstudaginn á hádegi. Það var búin að vera hellirigning allan morgunin en síðan fengum við þetta æðislega veður um síðdegið. Við fórum á mjög góðan indverskan stað og héldum svo í sitthvora áttina um 6 leytið. Þetta var æðislegur dagur og var mög gaman að hitta þær mæðgur. Á laugardeginum var ég bara mjög róleg, það var rigning og ég bara einfaldlega nennti ekki að gera neitt. Á sunnudeginum hitti ég Inga (pabba hans Odds) og Guðjón (bróður hans Odds) og var það mjög fínn dagur. Við fórum inn í Illum bolighus og svo ætlaði Guðjón að kíkja á Boss draumjakkann sinn en þá var lokað í Illum... Og það kom í ljós að það var bara lokað alls staðar!! Við fórum þá á Old English, (mjög fínn pub)og horfðum á fyrri hálfleik af Liverpool og Chelsea leiknum. Síðan fór ég með þeim á Hovedbanen, keypti mér kvöldmat (McDonalds úpppps) og kom við á Paradís (sem er besta ísbúð í Köben) sem ég er búin að ætla að fara síðan ég km út í febrúar og loksins smakkaði ég ísinn og hann var alveg frábær. Síðan er bara komin dagurinn í dag og önnur vika byrjuð. Oddur kemur eftir akkúrat viku og ég get ekki beðið....:) Það er misjafnt hvað veðurfréttirnar segja fyrir þessa viku en flestir eru sammála um að hitinn verði um 25 stigin..... Vó skrítið að vera í skóla í svona miklum hita..

Ætla að kveðja núna
Heyrumst fljótlega
Kristín Edda

miðvikudagur, 9. ágúst 2006

Gott veður ALLTAF

Jæja þá er það enn ein skýrslan frá Köben. Þetta er bara búin að vera ágæt vika. Einveran heldur áfram samt og það er mjög erfitt að vera svona einn alltaf þegar góða veðrið lætur ekki á sér standa. Ég þyrfti eiginlega að fara að drífa mig meira út. Engin brúnka komin á mann eða neitt. Það var nú svo heitt í gær að við fengum að fara hálftíma fyrr úr skólanum, það voru allir að leka niður!! Danskan er að koma hægt en hei kemur samt. Orðaforðinn er alltaf að batna og stærri setningar koma útúr manni. Þó svo að ég sé ekki jafn málglöð og ég hef verið þekkt fyrir áður. Það er mjög skrítið að vera "feimna" og þögula manneskjan. Ég held að ég sé ekki búin að vera sú manneskja síðan ég var 9 ára. Ég kann betur við opnu mig en hei það mun koma vona ég og ég vona einnig að þeim eigi eftir að líka við opnu mig. Þorbjörg frænka hringdi í mig í gær og við ætlum að hittast á föstudaginn, fyrst ég er alltaf búin í skólanum klukkan 11 á föstudögum þá munum við fá allan daginn saman. Bara ég, Þorbjörg og Arna Stefanía dóttir hennar. Já og heyrðu ég lenti bara í því einna skrítnasta atviki sem ég hef nokkrum sinni lent í um daginn. Semsagt ég sat hérna heima í hægindum mínum í sófanum. Gluggarnir eru opnir þar sem það er mjög heitt hérna og hvað kemur inn um gluggann???? Það kemur eitthvað inn og beint á mig og ég hélt fyrst að þetta væri fiðrildi en neeeiii þetta var ekki fiðrildi, ekki flugvél heldur engispretta. Já þið lásuð rétt, engispretta. Ég bý uppi á 8 hæð og það hoppaði engispretta inn um gluggann hjá mér. Þið getið rétt ímyndað ykkur hvað mér brá. SVAKALEGT alveg HA. Já henni hefur kannski fundist ég líta eitthvað einmanalega út hahah. Já síðan er það viftan góða. Ég keypti hana á föstudaginn en þar sem ég var í Svíþjóð setti ég hana ekki saman fyrr en eftir helgi. Það var í rauninni ekkert mál að setja hana saman fyrir utan það að fóturinn er eitthvað bilaður þannig hún getur ekki staðið þannig að hún fær bara að sitja hérna í stólnum við hliðinna á mér. Bestu vinir alveg, ég og viftan. En já þetta er búið að vera viðburðaríkt. Svona öðruvísi hlutir sem maður talar um eða tekur eftir þegar maður er svona einn. Ég sakna Odds nokkuð mikið. En ætla ekki að væla yfir því hér. Höddi hennar Önnu Láru kemur í næstu viku, hann komst að því í dag að hann byrjar í skólanum í næstu viku ekki í september. Fínt að hafa einhvern til að spjalla kannski við eða jafnvel einn bjór eða eitthvað hehe.

Þá er ég búin
Kveð að sinni
Kristín Edda (einskær viftu og engisprettuvinur)

sunnudagur, 6. ágúst 2006

Góð verslunarmannahelgi

Jæja þá er margt búið að gerast... Fyrsta vikan í skólanum er búin. Hún var skemmtileg, ágæt og athyglisverð. Ég er með nokkrum dönum, einum færeying og síðan svíum og norsurum í bekk. Það er svolítið erfitt að skilja alla og allt en þetta var strax orðið skárra fyrir mig á föstudeginum. Við fórum í Introtur. Það er ferð sem að allir busar fara í sem eru í optikerdeildinni. Þetta var nokkuð gaman, maður kynntist flestum og haldið þið að ég og minn bekkur hafi ekki bara unnið hæfileikakeppnina;) Þetta var frá miðvikudegi til fimmtudags. Síðan var venjuleg kennsla á föstudeginum. Skrítið að vera sestur aftur á skólabekk en samt mjög fínt að finna aftur þessa bekkjaheild sem maður hefur ekki fundið fyrir síðan maður var í grunnskóla, fyrst maður var nú í fjölbrautaskóla. Ég fór síðan um kvöldið til Svíþjóðar þar sem Guðjón og Elín voru svo góð að taka á móti mér. Þakka ykkur kærlega fyrir enn og aftur. Það er ekki hægt að segja að við sátum heima alla helgina og boruðum í nefið. Nei, alls ekki!! Ég og Elín vorum vaktar klukkan 7-7:30 á laugardeginum af herþjálfanum honum Guðjóni. Lögðum við af stað klukkan átta upp eftir Svíþjóð. Við keyrðum til Jönkjöping, sem er staðurinn þar sem eldspýturnar voru fundnar upp og er meira að segja eldspýtusafn þar. Við fórum uppá Taberg sem er fjall með mjög fallegt útsýni. Síðan keyrðum við til Grenna sem er lítill fallegur bær. Þar var fundinn upp brjóstsykur og auðvitað keyptum við okkur smá brjóstsykur og horfðum meira að segja á brjóstsykur búin til þarna einmitt í búðinni. Við keyrðum síðan í gegnum bæ þar sem eru búin til ýmis raftæki man ég ekki alveg hvað sá bær heitir en það er þekkt fyrir tæki sem heita einmitt það sama og bærinn enda fyrirtækið skýrt eftir bænum. Síðan var keyrt tilbaka. Þetta hljómar kannski ekki eins mikil upplifun og mér fannst þetta vera en ef maður hugsar um að þetta tók 12 klukkutíma þetta ferðalag þá ætti það aðeins og impressa ykkur;) Þetta ferðalag var farið á mjög góðum og gömlum volvo sem Guðjón stýrði eins og kóngur. Og Elín eins og drottning þennan litla spöl sem hún keyrði;) Þau ákváðu að þau myndu þola einn dag enn með mér þannig að ég gisti aðra nótt hjá þeim og var ekki vaknað alveg eins snemma og á laugardeginum. Við fórum í búðir því við vorum ekki alveg viss hvort sólin myndi standa sig og var verslað svolítið, veit nú ekki hvort Oddur hleyptir mér aftur einni til Svíþjóðar þar sem það gæti alvarlega komið niður á buddunni HANS hehe. Það var ekki einungis verslað í búðum af því við skelltum okkur á netið og keyptum ferð til lúxemborgar eftir 3 vikur. Ég, Oddur, Guðjón og Elín ætlum öll að skella okkur til Sigþórs og Lindu en Sigþór er bróðir Odds og Guðjóns. Við fórum líka niður á bryggju í Malmö þar sem við sleiktum aðeins sólina. Allavega þetta er orðið svolítið langt blogg þannið að ég ætla að leyfa ykkur að hvíla ykkur aðeins. Heyri í ykkur bráðlega.

Kveðja
Kristín (alls engin borari í nefið) Sigurðardóttir í 25 stiga hita og heiðskýru veðri.