föstudagur, 29. september 2006

Koma svo KR!

mánudagur, 25. september 2006

Þá er það þetta vikulega

Eruð þið ekki bara hress, er það ekki? Það er alltaf sama blíðan hér í kóngsins Köben og Magga er bara hress þrátt fyrir smá uppskurð í síðustu viku vegna kviðslits, en hver hefur ekki farið í svoleiðis! Það er nú ekki mikið að frétta héðan. Hann Gussi er fluttur í sína íbúð og fann lagerinn í IKEA fyrir því, hann þurfti nefnilega 2 ferðir þangað til að gera allt klárt. Kristín fékk að fara með honum í seinna skiptið og hálf vorkenndi ég Gussa, hehe. Síðan sátum við og vorum að setja allt klabbið saman og gekk það ágætlega, miðað við IKEA dót.
Harpa og Alli voru hjá okkur um helgina ásamt systur Hörpu, henni Örnu. Þau voru svo sannalega mætt til DK til að versla og náðu þau að gera það líka svona vel, mæti halda að þau hafa gert það áður. Á laugardaginn var haldið lítið teiti í kotinu, þá komu Anna Lára og Höddi, Gussi ásamt gestum sínum, Hildi og Stebba Orra, síðan var það Harpa og Co. Var það bara fínasta teiti og hélt fólk síðan í bæinn, nema ég og Gussi enda vorum við að keppa kl 09:00 á sunnudagsmorguninn.
Við IF Guðrúnar menn mættum De Gröne Bude á sunnudaginn og er sá leikur ekki frásögu færandi nema að kjappinn setti þrennu í 3-1 sigri. Nú vill ég bara spyrja lesendur, hafið þið skorað úr upphafsspyrnu?? Nei ég hélt ekki en það afrekaði ég í leiknum. Staðan var 1-1 í hálfleik og ég er búinn að bíða eftir því í sumar að geta skotið strax úr upphafsspyrnunni án þess að einhver komi við hann, en það eru svo margir markverðir í þessari deild sem standa bara alltaf á línuni. En ég sá að þessi stóð á vítapunktinum, þannig að ég lét bara vaða og viti menn, hann endaði í netmöskvanum. Maður var bara alveg með tárinn í augunum yfir því.
Kjappinn er einnig búinn að taka harpexið fram á ný og er maður í hægra horninu hjá IF Guðrúnu. Fyrsti leikur vetrarins var síðasta fimtudag og töpuðum við honum 29-34 en maður náði að setja mark sitt á leikinn með 4 kvikindum.
Skólarnir eru á fullu hjá okkur báðum og er mikið að gera framundan. Kristín er að kafna í stórum hópverkefnum. En svona er að vera sest aftur á skólabekk. Ég er reyndar að skoða mig um og hef hugsað mér að breyta um næsta haust, ef mér er hleypt einhverstaðar inn. The Royal Academy of Fine Arts School of Architecture er efst á blaði og síðan er það Denmarks Designskole sem kemur fast á eftir. Ef DKDE verður fyrir valinu þá er það iðnhönnun sem maður stefnir á.
En það er komið nóg að blaðri í bili.

Einbúarnir á Eyrarsundskollegíinu kveðja að sinni.

laugardagur, 23. september 2006

Svo sæt, svooooooo sæt!


Það er fátt skemmtilegra en að skora á 93+ á móti Val og taka 2 sætið og þar með evrópukeppni að ári!!!!!!!!! Ertu ekki að grínast vinur!

sunnudagur, 17. september 2006

Skemmtileg og heit helgi

Sæl þá er komið að hinu vikulega bloggi... Á þriðjudaginn var Oddur svo heppinn að fá símtal frá honum Guðjóni bróður sínum. Það voru nú góðar fréttir þaðan af bæ en Guðjón bauð Oddi með sér á leikinn FC Köbenhavn- Benfica, var það Gummi vinur hans Guðjóns sem bauð þeim með þannig að það voru þeir Gummi, Guðjón, Oddur og Eiki sem skelltu sér saman. Endaði leikurinn 0-0 og var það nú leiðinlegt þar sem Oddur hefur nú farið 4 sinnum á leik í Parken og aldrei séð mark þar á velli. Á föstudeginum var haldið í Tívolí með Gussa, Önnu Lára og Hödda. Keyptum við tourpassa og var þetta svakalegt. Anna var eitthvað slæm í bakinu þannig að hún tók að sér að vera tösku og sólgleraugnavörður. Strákarnir fóru í öll tæki en ég sleppti einu. Það var nú ekkert verra tæki en elsti rússíbaninn en ég var eiginlega búin að fá nóg. Ég vil taka það fram að ég skil alls ekki hvernig er hægt að fara oftar enn einu sinni í fallturninn, þeta er bara killer tæki og titraði maður eins og lítið lauf er ég steig úr tækinu. Það var sól og 20 og eitthvað stiga hiti, SWEET. Enda er búið að vera svoleiðis veður upp á síðkastið og sér engan enda á því, allavega ekki fyrr en á fimmtudag nema spáin breytist, sem við vonum auðvitað ekki.... Laugardagurinn var rólegur, Oddur og Gussi kepptu í boltanum með Guðrunu og unnu þeir 3-2, flott hjá okkar strákum. Ég fór í leiðangur að leita að afmælisgjöf og fór í "Kolaport" Danaveldis og var hitt og þetta skoðað þar. Það átti að fara á feitt djamm í gær en maður var eitthvað ónýtur þannig að strákarnir tóku það að sér og komu ekki heim fyrr en seint og um síðar meir. Sunnudagurinn var tekin með enn meiri rólegheitum og var einungis farið úr húsi til að horfa á Man U leikinn (vonbrigði) og keypt að borða, erum svo komin heim aftur og situm hér öll þrjú með tölvurnar í fanginu og erum einhverf:) Fer til Malmö á þriðjudaginn með skólanum að skoða gleraugnaverksmiðju, systir mín hún hrafnhildur á einmitt afmæli þann fína dag 19 september og Harpa og co koma á fimmtudaginn. Voða lítið annað á næstunni en ef það verður eitthvað þá munum við láta ykkur vita.

Kærar kveðjur
Kristín Edda

föstudagur, 8. september 2006

bara sma svona

Ég vildi endilega nýta mér tímann meðan Oddur er í burtu að bæta smá inn í færsluna hérna á undan og það er ÉG VANN MINIGOLFIÐ bara svona svo þið vissuð það. Oddur náttúrulega tapaði þannig að skiljanlega minnist hann ekki á það!!!! Annars ekkert að frétta nema það ákveða alltaf allir að yfirgefa köben um leið og Oddur fer, er að hugsa um hvort hann sé svo skemmtilegur að allir bíða eftir að hann fari svo þeir geti skroppið í burtu. Er með tannpínu veit ekki hvað ég á að gera við það en er að hugsa um að kíkja til tannlæknis hérna í köben!!! Get ekki verið svona.... En já bara svona að minnast aftur á það að ÉG VANN MINIGOLFIÐ og já hef ekkert meira að segja og ekki gleyma að kíkja á nýju myndirnar....

Kveðja minigolfsmeistarinn hún Kristín Edda

sunnudagur, 3. september 2006

Helgi i Lux

Jæja þá erum við kominn úr magnaðri ferð frá Lúx. Mega sáttur við Lúx, góð borg. Það var gaman að sjá liðið á ný. Frekar flott húsið sem þau eiga heima í. Já við flugum á fim morgun til Frankfurt og tókum við þar bílaleigu bíl. Gaui var búinn að prenta út flottar leiðbeningar sem voru ekki að gera góða hluti. Við áttum að vera á Autobanen en einhverja hluta vegna þá vorum við á sveitavegum og vorum bara í sætsín um þýskaland. En á endanum þá komumst við loksins til Betrange þar sem Sigþór og Co. eiga heima.
Á fim var nú bara chillað og lífinu tekið með ró. En sú ró fór fyrir lítið þegar Sverrir og Emilía komu heim og var það bara gaman. Það var grillað og mikið talað saman um kveldið. Á fös var vaknað og haldið niður í bæ og sagði Gaui franski eins og hann er kallaður þessa dagana. Fengum við okkur Baguette í morgun matinn og var það bara gott. Síðan var röllt um miðbæ Lúx og farið í touristbus og allann ferðamannapakkann á þetta. Lúx er fáránlega flott og ég átti ekki orð. Síðan var bara haldið heim á leið og kvöldmatur borinn á borð.
Laugardagurinn var tekinn snemma og var haldið til Frakklands nánar til tekið til Nancy sem er um 1 klst frá Bertrange. Nancy er frekar flott borg, allavega það sem við sáum að henni. Fórum og skoðuðum torg sem er á heimsminnjaskrá. Frekar flott. Síðan var haldið í stóran park sem er þarna. Var farið í minigolf (það er ekkert frekar talað um það) og í garðinum var dýragarður og allur pakkinn. Síðan var haldið aftur til Lúx og farið í tívolí sem var í bænum. Frekar í flottari kantinum miðað við ferðatívolí. Ég, Kristín, Linda og Gaui ákváðum að fara rússibana sem var frekar skemmtilegur en hann var full stuttur. Síðan tókum ég, Kristín, Gaui og Elín Sverrir með okkur í massa stórt Parísarhjól. Ég er frekar lofthræddur og var ég að skí#+ í mig. Var farið í fleiri tæki og allur pakkinn tekinn á þetta. Maður var semí-stóran bangsa handa konuni og svona. Eftir tívolíið voru allir frekar þreyttir og var það beddinn sem tók við eftir nokkra bjóra og spjall.
Á sunnudeginum vöknuðu ég og Kristín snemma til að heimsækja Eddu og Sigmar sem eru vinafólk fjölskyldunar úr Grófarselinu. Kristín var ekkert að spara fótin á Autobanen og var að negla bílinn í 150 kall. Þegar við vorum búinn í góðum brunch þar var haldið til Bertrange, þar sem annar brunch þar á bæ.
Síðan var bara kvatt og haldið var heim á leið. Á heimleiðini tókum við eftir því að Þjóðverjar eru fávitar, sagt og skrifað. Á flugvellinum í Frankfurt talaði ekki sála sem var í þjónustustarfi ensku, HALLÓ! En ekki meira um það. Þessi ferð var mögnuð í alla staði og var gaman að sjá liðið aftur. Emilía var farinn að babla eitthvað á frönsku og allt að ferast. En já nú er málið að hætta og þökkum við bara fyrir okkur.

PS. Það eru komnar inn nýjar mydir frá lúx í myndaalbúminu!